Enski boltinn

Salah jafnaði met Rooneys

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah hefur farið á kostum á tímabilinu.
Mohamed Salah hefur farið á kostum á tímabilinu. getty/Visionhaus

Mohamed Salah skoraði seinna mark Liverpool í sigrinum á Manchester City í gær og lagði það fyrra upp. Þar með jafnaði hann met Waynes Rooney.

Salah lagði fyrra mark Liverpool upp fyrir Cody Gakpo og skoraði seinna úr vítaspyrnu. Þetta er í 36. sinn sem Salah skorar og leggur upp í sama leiknum í ensku úrvalsdeildinni. Rooney afrekaði það einnig á ferli sínum með Everton og Manchester United.

Salah hefur alls leikið 276 leiki í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til Liverpool 2017. Í þeim hefur hann skorað 168 mörk og gefið 76 stoðsendingar. Rooney lék 491 leik fyrir United og Everton á árunum 2002-18; skoraði 208 mörk og lagði upp 103.

Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Salahs hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hefur ekki enn fengið samningstilboð frá Rauða hernum.

Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Newcastle United á St. James' Park á miðvikudaginn.

Salah er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með ellefu mörk. Hann hefur einnig gefið næstflestar stoðsendingar, eða sjö talsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×