Harold með ólæknandi krabbamein Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. desember 2024 13:41 Ian Smith ásamt kollega sínum Stefan Dennis sem fer með hlutverk Paul Robinson í meintum lokaþætti Nágranna árið 2022. Sam Tabone/Getty Images Hin 86 ára gamla Neighbours stjarna Ian Smith sem fer með hlutverk Harold Bishop í þáttunum frægu hefur tilkynnt að hann sé kominn með ólæknandi krabbamein í lungu. Hann hyggst því hætta alfarið að leika. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Ian birtist fyrst á skjánum sem Harold í áströlsku sápuóperunni árið 1987. Þá birtist hann sem nýr kærasti Madge Mitchell, persónu Anne Charleston. Ian hefur reglulega verið fastagestur á skjánum í þáttunum heimsfrægu sem sýndir hafa verið hérlendis á Stöð 2 um árabil, þó með hléum. „Ég komst að því fyrir nokkrum mánuðum að ég væri með krabbamein. Mjög illvígt og ólæknandi krabbamein og þeir búast við því að ég muni deyja,“ segir Ian í tilkynningu. Þar segir hann því ekki um að ræða sína síðustu daga í Nágrönnum heldur almennt í vinnu. Þá segist leikarinn hafa sætt tilraunameðferð af hálfu lækna sem vonist til þess að geta þannig unnið bug á krabbameininu. Smith segist stoltur af sínum verkum á sinni ævi, hann og félagar sínir hafi ekki bara búið til sápuóperu, heldur bestu sápuóperu sem til er. „Ég vona alla daga að ég muni ekki finna fyrir neinum sársauka, því það er upphafið að hinu slæma. Ég hef fylgst með svo mörgum gefa upp öndina. Ég hef orðið vitni að slæmum dauðdögum og góðum. Ég vona að ég fái góðan endi.“ Eins og áður segir hefur Smith verið í þáttunum heimsfrægu með hléum. Þannig lék hann Harold í fjögur ár frá 1987 til 1991. Hann mætti svo aftur á skjáinn fimm árum síðar 1996 og hélst þá sem hluti af nágrannahópnum í Erinsbæ um þrettán ára skeið til 2009. Hann mætti svo aftur árið 2011 í stutta stund. Það var svo ekki fyrr en til stóð að hætta tökum á Nágrönnum sem hann mætti í meintan lokaþátt árið 2022 en hann hefur síðar verið hluti af þáttunum eftir að Amazon Freeve kom þeim til bjargar. Bíó og sjónvarp Ástralía Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Ian birtist fyrst á skjánum sem Harold í áströlsku sápuóperunni árið 1987. Þá birtist hann sem nýr kærasti Madge Mitchell, persónu Anne Charleston. Ian hefur reglulega verið fastagestur á skjánum í þáttunum heimsfrægu sem sýndir hafa verið hérlendis á Stöð 2 um árabil, þó með hléum. „Ég komst að því fyrir nokkrum mánuðum að ég væri með krabbamein. Mjög illvígt og ólæknandi krabbamein og þeir búast við því að ég muni deyja,“ segir Ian í tilkynningu. Þar segir hann því ekki um að ræða sína síðustu daga í Nágrönnum heldur almennt í vinnu. Þá segist leikarinn hafa sætt tilraunameðferð af hálfu lækna sem vonist til þess að geta þannig unnið bug á krabbameininu. Smith segist stoltur af sínum verkum á sinni ævi, hann og félagar sínir hafi ekki bara búið til sápuóperu, heldur bestu sápuóperu sem til er. „Ég vona alla daga að ég muni ekki finna fyrir neinum sársauka, því það er upphafið að hinu slæma. Ég hef fylgst með svo mörgum gefa upp öndina. Ég hef orðið vitni að slæmum dauðdögum og góðum. Ég vona að ég fái góðan endi.“ Eins og áður segir hefur Smith verið í þáttunum heimsfrægu með hléum. Þannig lék hann Harold í fjögur ár frá 1987 til 1991. Hann mætti svo aftur á skjáinn fimm árum síðar 1996 og hélst þá sem hluti af nágrannahópnum í Erinsbæ um þrettán ára skeið til 2009. Hann mætti svo aftur árið 2011 í stutta stund. Það var svo ekki fyrr en til stóð að hætta tökum á Nágrönnum sem hann mætti í meintan lokaþátt árið 2022 en hann hefur síðar verið hluti af þáttunum eftir að Amazon Freeve kom þeim til bjargar.
Bíó og sjónvarp Ástralía Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira