Kaup SKEL á INNO verðlaunuð í Belgíu og sögð tryggja framtíð verslunarkeðjunnar

Kaupin á belgísku verslunarkeðjunni INNO, sem fjárfestingafélagið SKEL stóð að í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, hafa hlotið árleg viðskiptaverðlaun í flokki meðalstórra viðskipta í Belgíu á árinu 2024. Eftir kaupin er framtíð verslunarkeðjunnar sögð vera tryggð í höndum reynslumikilla fjárfesta á smásölumarkaði en SKEL hefur sagt aðstæður á þeim markaði í Evrópu vera mjög áhugaverðar eftir miklar áskoranir síðustu árin.
Tengdar fréttir

Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar
Viðræðum Samkaupa og Skeljar fasteignarfélags um samruna Samkaupa og dótturfélaga Skeljar, Heimkaupa og Orkunnar, hefur verið slitið. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA á Skel hafi haft áhrif á slitin.

Fordæmalaus húsleit þegar ESA beitti sjálfstæðum valdheimildum sínum
Fyrirvaralaus athugun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hjá fjárfestingafélaginu Skel í tengslum við meinta markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf, fyrsta slíka aðgerðin sem ráðist hefur verið í hér á landi, kemur um einu ári eftir að málinu lauk með úrskurði áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Húsleit ESA, framkvæmd í gær og fjöldi manns kom að, er gerð í samræmi við ákvæði samkeppnislaga um sjálfstæða heimild stofnunarinnar til að framfylgja samkeppnisreglum EES-samningsins á Íslandi – og þarf hún ekki til þess úrskurð dómstóla.

Væntanlegur samruni við Samkaup mun breyta dagvörumarkaðinum mikið
Boðaður samruni Heimkaupa, sem opnaði nýlega verslunina Prís, og Orkunnar við Samkaup mun breyta miklu fyrir dagvörumarkaðinn en hann ætti að hafa í för með sér verulega stærðarhagkvæmni í innkaupum og betri nýtingu á rekstrarfjármunum, að sögn hlutabréfagreinanda. Verðmatsgengi fjárfestingafélagsins SKEL er nokkuð yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu, og áætlað er að velta Prís á þeim ríflega fjórum mánuðum sem hún verður starfrækt á þessu ári muni nema um þremur milljörðum.