Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 11:31 Arne Slot tjáði sig um stöðu Mohamed Salah á blaðamannafundi í dag Vísir/Getty Arne Slot, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag er hann var spurður út í samningsmál Mohamed Salah en samningur hans við félagið rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Slot dró þær 115 ákærur sem Manchester City á yfir höfði sér inn í umræðuna og vildi svo ítreka að hann hafi verið að grínast með því. Liverpool gengur vel undir stjórn Slot sem er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. Liverpool er með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, bar sigur úr býtum gegn Manchester City um síðastliðna helgi og er þá einnig á toppi Meistaradeildar Evrópu. Sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, hefur átt fyrirsagnir blaðanna undanfarnar vikur í tengslum við samningsstöðu hans en Egyptinn er að renna út á samningi í Bítlaborginni og bólar ekkert á viðræðum milli hans og félagsins varðandi nýjan samning. Eftir sigurinn á Manchester City um síðustu helgi sagði Salah í viðtali að þetta gæti hafa verið hans síðasti leikur gegn Manchester City og voru þessi ummæli borin undir slot á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool gegn Newcastle United. „Kannski veit hann eitthvað meira varðandi þessar 115 ákærur á hendur félaginu og að þeir verði ekki í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ég býst hins vegar við þeim í deildinni,“ sagði Slot á blaðamannafundinum.“ City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. „Þetta er leiðinlegt svar en það er það sama og áður. Þetta er ekki rétti staðurinn fyrir mig til þess að tala um samningsmál Salah og nú þegar hef ég kannski sagt of mikið með þessum brandara mínum sem mun að öllum líkindum verða að fyrirsögn. Þetta var grin. Ég endurtek, þetta var grin,” bætti Slot við, hræddur við að ummæli sín um Manchester City yrðu tekin úr samhengi. Forráðamenn Manchester City hafa staðfastlega neitað sök er varðar þessi 115 meintu brot félagsins á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Liverpool gengur vel undir stjórn Slot sem er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. Liverpool er með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, bar sigur úr býtum gegn Manchester City um síðastliðna helgi og er þá einnig á toppi Meistaradeildar Evrópu. Sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, hefur átt fyrirsagnir blaðanna undanfarnar vikur í tengslum við samningsstöðu hans en Egyptinn er að renna út á samningi í Bítlaborginni og bólar ekkert á viðræðum milli hans og félagsins varðandi nýjan samning. Eftir sigurinn á Manchester City um síðustu helgi sagði Salah í viðtali að þetta gæti hafa verið hans síðasti leikur gegn Manchester City og voru þessi ummæli borin undir slot á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool gegn Newcastle United. „Kannski veit hann eitthvað meira varðandi þessar 115 ákærur á hendur félaginu og að þeir verði ekki í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ég býst hins vegar við þeim í deildinni,“ sagði Slot á blaðamannafundinum.“ City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. „Þetta er leiðinlegt svar en það er það sama og áður. Þetta er ekki rétti staðurinn fyrir mig til þess að tala um samningsmál Salah og nú þegar hef ég kannski sagt of mikið með þessum brandara mínum sem mun að öllum líkindum verða að fyrirsögn. Þetta var grin. Ég endurtek, þetta var grin,” bætti Slot við, hræddur við að ummæli sín um Manchester City yrðu tekin úr samhengi. Forráðamenn Manchester City hafa staðfastlega neitað sök er varðar þessi 115 meintu brot félagsins á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor.
Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira