„Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2024 12:58 Margrét Tryggvadóttir er formaður Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. Þótt listi yfir þá sem hljóta ritlaun verði birtur á fimmtudag hafa nokkrir virtir rithöfundar stigið fram á síðustu dögum og greint frá því að þeir fái engin ritlaun á næsta ári. Á meðal þeirra er Elísabet Jökulsdóttir, Dagur Hjartarson, Halldór Armand og Jónas Reynir Gunnarsson, líkt en Vísir hefur rætt við nokkur þeirra sem fengu neikvætt svar. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var spurð hvort einhver breyting hefði orðið á fyrirkomulagi sem gæti skýrt þetta. „Það var auðvitað gerð lagabreyting í vor, þetta er fyrsta úthlutun eftir henni. Það er verið að fjölga mánuðum í áföngum og bæta við tveimur nýjum sjóðum en fyrsta kastið, þá er bara verið að bæta við nýjum sjóðum en það fjölgar ekki mánuðum í öðrum sjóðum. Hins vegar var krafa á nýliðun í hverjum sjóð hækkuð úr fimm prósentum upp í sjö prósent og það bitnar auðvitað á þeim sem hafa fengið áður.“ Nokkrir rithöfundar verða því án launa og fá að vita það með örskömmum fyrirvara. „Fjárhagslega er fullkomlega galið að ætla að vera rithöfundur á Íslandi.“ „Það er bara svoleiðis og mér finnst það í raun alvarlegt mál vegna þess að þau sem geta leyft sér að skrifa þau verða í rauninni að hafa fyrirvinnu eða fjárhagslegan bakhjarl einhvers staðar og þá erum við að sortera hvernig bókmenntir verða til, og það er ekki gott.“ Nú þurfi stjórnvöld að taka við sér og taka meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í tungumálinu. „Við erum á örmarkaði og með örtungumál sem okkur þykir óskaplega vænt um og viljum halda upp á en markaðurinn er ekki að fara að bjarga því fyrir okkur,“ segir Margrét. Hún vill að stjórnvöld ráðist í heildarendurskoðun á fyrirkomulaginu. „Sem myndi þá styðja við skrif, frumsköpun, þýðingar, útgáfu og dreifingu.“ Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensk tunga Kjaramál Tengdar fréttir Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Þótt listi yfir þá sem hljóta ritlaun verði birtur á fimmtudag hafa nokkrir virtir rithöfundar stigið fram á síðustu dögum og greint frá því að þeir fái engin ritlaun á næsta ári. Á meðal þeirra er Elísabet Jökulsdóttir, Dagur Hjartarson, Halldór Armand og Jónas Reynir Gunnarsson, líkt en Vísir hefur rætt við nokkur þeirra sem fengu neikvætt svar. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var spurð hvort einhver breyting hefði orðið á fyrirkomulagi sem gæti skýrt þetta. „Það var auðvitað gerð lagabreyting í vor, þetta er fyrsta úthlutun eftir henni. Það er verið að fjölga mánuðum í áföngum og bæta við tveimur nýjum sjóðum en fyrsta kastið, þá er bara verið að bæta við nýjum sjóðum en það fjölgar ekki mánuðum í öðrum sjóðum. Hins vegar var krafa á nýliðun í hverjum sjóð hækkuð úr fimm prósentum upp í sjö prósent og það bitnar auðvitað á þeim sem hafa fengið áður.“ Nokkrir rithöfundar verða því án launa og fá að vita það með örskömmum fyrirvara. „Fjárhagslega er fullkomlega galið að ætla að vera rithöfundur á Íslandi.“ „Það er bara svoleiðis og mér finnst það í raun alvarlegt mál vegna þess að þau sem geta leyft sér að skrifa þau verða í rauninni að hafa fyrirvinnu eða fjárhagslegan bakhjarl einhvers staðar og þá erum við að sortera hvernig bókmenntir verða til, og það er ekki gott.“ Nú þurfi stjórnvöld að taka við sér og taka meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í tungumálinu. „Við erum á örmarkaði og með örtungumál sem okkur þykir óskaplega vænt um og viljum halda upp á en markaðurinn er ekki að fara að bjarga því fyrir okkur,“ segir Margrét. Hún vill að stjórnvöld ráðist í heildarendurskoðun á fyrirkomulaginu. „Sem myndi þá styðja við skrif, frumsköpun, þýðingar, útgáfu og dreifingu.“
Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensk tunga Kjaramál Tengdar fréttir Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00
Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11