Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 13:31 Ómar Ingi Magnússon var fyrirliði íslenska landsliðsins í leikjunum gegn Bosníu og Georgíu. vísir/anton Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir það mikið högg ef Ómar Ingi Magnússon verður ekki með á HM í næsta mánuði. Hann er samt ekki tilbúinn að útiloka þátttöku hans á mótinu. Ómar Ingi sneri sig illa á ökkla í sigri Magdeburg á Bietigheim á sunnudaginn. Hann var borinn af velli og í dag greindi Magdeburg frá því að hann yrði frá næstu þrjá mánuðina. Samkvæmt því er HM úr sögunni hjá Selfyssingnum. „Ég vissi svo sem alveg í hvað stefndi. Ég heyrði strax í honum eftir að þetta gerðist og var líka í sambandi við hann í gær. Hakan fór ekkert í gólfið þegar niðurstaðan kom. Það segir sjálft að þetta er högg og leiðinlegt en ekkert við því að gera. Þetta er bara gangur leiksins og getur gerst,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi í dag. „Það er ekkert leyndarmál að Ómar er búinn að vera í öllum þeim landsliðshópum sem ég hef valið og er lykilmaður. Ég hef viljað hafa hann sem lykilmann og hann kemur fyrir í mörgum vangaveltum. Auðvitað þarf ég að hugsa þetta eitthvað upp á nýtt. Viggó [Kristjánsson] er líka alltaf búinn að vera með okkur og hefur reynst mér og liðinu frábærlega. Ég er alveg rólegur hvað það varðar en auðvitað er þetta alltaf missir. En að því sögðu ætla ég ekki alveg að útiloka hann.“ Bíddu, bíddu. Koma þá fleyg orð Lloyds Christmas upp í hausinn: Ertu að segja mér að það sé séns? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=nFTRwD85AQ4">watch on YouTube</a> „Þetta er tiltölulega nýskeð og undraverðir hlutir geta gerst. Hann verður pottþétt ekki í hópnum sem ég tilkynni fyrst. Það getur allt gerst. Batinn getur verið svo mismunandi,“ sagði Snorri Steinn. „Okkar læknar eiga eftir að skoða myndirnar og allt þetta. Þetta er enn nýskeð.“ Snorri Steinn Guðjónsson er á leið með íslenska landsliðið á annað stórmótið eftir að hann tók við því.vísir/anton Hvort sem Ómar verður með eða ekki, þá breyta meiðsli Ómars landslaginu aðeins fyrir Snorra. „Mínar vangaveltur og pælingar um HM þurfa að snúast um eitthvað annað en Ómar núna. Auðvitað snerist þetta ekki allt um hann en það segir sig auðvitað sjálft að þegar einn besti handboltamaður í heiminum meiðist breytir það dýnamíkinni,“ sagði Snorri Steinn. Hann á von á því að velja æfingahóp fyrir HM um miðjan desember. Landsliðið kemur svo saman til æfinga milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramótið hefst 14. janúar og fyrsti leikur Íslands er gegn Grænhöfðaeyjum tveimur dögum seinna. Auk Ómars og Viggós voru þrjár aðrar örvhentar skyttur í stóra HM-hópnum: Kristján Örn Kristjánsson, Teitur Örn Einarsson og Arnór Snær Óskarsson. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða núna,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvort hann muni hafa fleiri örvhentar skyttur í æfingahópnum en ella vegna meiðsla Ómars Inga. „Ómar og Viggó hafa virkað vel saman þrátt fyrir að vera ekki mjög ólíkir. Ég hef verið mjög ánægður með þá og gengið vel að mínu mati. Við þurfum að sjá hvað við viljum og hvernig við nálgumst þetta.“ Ómar Ingi hefur skorað 317 mörk í 88 landsleikjum.vísir/anton En þótt vonin sé enn til staðar veit Snorri Steinn að meiri líkur en minni séu á því að Ómar verði ekki með á HM. „Auðvitað veit ég hver staðan er. Það eru minni líkur en meiri en ég er ekki tilbúinn að útiloka, að því gefnu að við komumst áfram, að hann geti á einhverjum tímapunkti tekið þátt á HM.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Sjá meira
Ómar Ingi sneri sig illa á ökkla í sigri Magdeburg á Bietigheim á sunnudaginn. Hann var borinn af velli og í dag greindi Magdeburg frá því að hann yrði frá næstu þrjá mánuðina. Samkvæmt því er HM úr sögunni hjá Selfyssingnum. „Ég vissi svo sem alveg í hvað stefndi. Ég heyrði strax í honum eftir að þetta gerðist og var líka í sambandi við hann í gær. Hakan fór ekkert í gólfið þegar niðurstaðan kom. Það segir sjálft að þetta er högg og leiðinlegt en ekkert við því að gera. Þetta er bara gangur leiksins og getur gerst,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi í dag. „Það er ekkert leyndarmál að Ómar er búinn að vera í öllum þeim landsliðshópum sem ég hef valið og er lykilmaður. Ég hef viljað hafa hann sem lykilmann og hann kemur fyrir í mörgum vangaveltum. Auðvitað þarf ég að hugsa þetta eitthvað upp á nýtt. Viggó [Kristjánsson] er líka alltaf búinn að vera með okkur og hefur reynst mér og liðinu frábærlega. Ég er alveg rólegur hvað það varðar en auðvitað er þetta alltaf missir. En að því sögðu ætla ég ekki alveg að útiloka hann.“ Bíddu, bíddu. Koma þá fleyg orð Lloyds Christmas upp í hausinn: Ertu að segja mér að það sé séns? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=nFTRwD85AQ4">watch on YouTube</a> „Þetta er tiltölulega nýskeð og undraverðir hlutir geta gerst. Hann verður pottþétt ekki í hópnum sem ég tilkynni fyrst. Það getur allt gerst. Batinn getur verið svo mismunandi,“ sagði Snorri Steinn. „Okkar læknar eiga eftir að skoða myndirnar og allt þetta. Þetta er enn nýskeð.“ Snorri Steinn Guðjónsson er á leið með íslenska landsliðið á annað stórmótið eftir að hann tók við því.vísir/anton Hvort sem Ómar verður með eða ekki, þá breyta meiðsli Ómars landslaginu aðeins fyrir Snorra. „Mínar vangaveltur og pælingar um HM þurfa að snúast um eitthvað annað en Ómar núna. Auðvitað snerist þetta ekki allt um hann en það segir sig auðvitað sjálft að þegar einn besti handboltamaður í heiminum meiðist breytir það dýnamíkinni,“ sagði Snorri Steinn. Hann á von á því að velja æfingahóp fyrir HM um miðjan desember. Landsliðið kemur svo saman til æfinga milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramótið hefst 14. janúar og fyrsti leikur Íslands er gegn Grænhöfðaeyjum tveimur dögum seinna. Auk Ómars og Viggós voru þrjár aðrar örvhentar skyttur í stóra HM-hópnum: Kristján Örn Kristjánsson, Teitur Örn Einarsson og Arnór Snær Óskarsson. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða núna,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvort hann muni hafa fleiri örvhentar skyttur í æfingahópnum en ella vegna meiðsla Ómars Inga. „Ómar og Viggó hafa virkað vel saman þrátt fyrir að vera ekki mjög ólíkir. Ég hef verið mjög ánægður með þá og gengið vel að mínu mati. Við þurfum að sjá hvað við viljum og hvernig við nálgumst þetta.“ Ómar Ingi hefur skorað 317 mörk í 88 landsleikjum.vísir/anton En þótt vonin sé enn til staðar veit Snorri Steinn að meiri líkur en minni séu á því að Ómar verði ekki með á HM. „Auðvitað veit ég hver staðan er. Það eru minni líkur en meiri en ég er ekki tilbúinn að útiloka, að því gefnu að við komumst áfram, að hann geti á einhverjum tímapunkti tekið þátt á HM.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Sjá meira