Fitusmánuð á rauða dreglinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2024 16:13 Kate Winslet á rauða dreglinum við Golden Globes verðlaunahátíðina 1998 með James Cameron leikstjóra Titanic og meðleikurum sínum líkt og Leonardo DiCaprio. Vinnie Zuffante/Getty Images Breska leikkonan Kate Winslet segir að hún hafi verið fitusmánuð af fréttafólki þar sem hún var stödd á rauða dreglinum í aðdraganda afhendingar Golden Globes verðlaunanna árið 1998. Þar var hún stödd ásamt öðrum aðstandendum stórmyndarinnar Titanic sem sópaði til sín verðlaunum þetta árið. Þetta kemur fram í viðtali við leikkonuna í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Hún er þessa dagana að kynna bíómynd sína Lee þar sem hún fer með hlutverk hins magnaða stríðsfréttaljósmyndara Lee Miller. Í fréttaskýringaþættinum er sýnd klippa frá 1998 þar sem fréttamaður segir við Winslet að kjóllinn sem leikkonan sé í líti ekki nógu vel út og að hún hefði mátt vera í stærri kjól. „Þetta er algjörlega ógeðfellt,“ segir Winslet í þættinum um þessi samskipti. „Hvernig manneskja þarftu að vera til þess að gera ungri leikkonu þetta sem er bara að átta sig á hlutnum?“ Lét hann heyra það Leikkonan segir að á þessum tíma hafi svona samskipti viðgengist á hverjum einasta degi. Hún hafi aldrei tjáð sig opinberlega um þetta en hún hafi hinsvegar látið viðkomandi fréttamann heyra það í einrúmi. „Ég lét þau heyra það. Ég sagði: Ég vona að þetta ásæki ykkur. Þetta var frábær stund. Þetta var fyrir alla sem verða fyrir svona áreiti. Þetta var hrikalegt.“ Winslet segir að hún hafi lengi orðið fyrir svona framkomu, meðal annars af hálfu leiklistarkennara sem hafi sagt henni að sætta sig einfaldlega við það, að hún væri feit. Ef hún ætlaði sér að líta svona út yrði hún að sætta sig við hlutverk feitra kvenna. Hún segir að hún sé löngu hætt að hlusta á álit annarra á útliti sínu og rifjar upp eitt atriði í kvikmyndinni Lee þar sem hún hafi verið beðin um að sitja bein í baki þannig að ekki sæist í fituna á maganum hennar. Það hafi henni þótt furðulegar leiðbeiningar og því virti hún þær alfarið að vettugi. „Starf mitt fólst í því að vera eins og Lee. Hún var ekki að lyfta lóðum og fara í pílates, hún borðaði osta, brauð og drakk vín án þess að spá í því, auðvitað væri hún ekki mössuð.“ Hollywood Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við leikkonuna í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Hún er þessa dagana að kynna bíómynd sína Lee þar sem hún fer með hlutverk hins magnaða stríðsfréttaljósmyndara Lee Miller. Í fréttaskýringaþættinum er sýnd klippa frá 1998 þar sem fréttamaður segir við Winslet að kjóllinn sem leikkonan sé í líti ekki nógu vel út og að hún hefði mátt vera í stærri kjól. „Þetta er algjörlega ógeðfellt,“ segir Winslet í þættinum um þessi samskipti. „Hvernig manneskja þarftu að vera til þess að gera ungri leikkonu þetta sem er bara að átta sig á hlutnum?“ Lét hann heyra það Leikkonan segir að á þessum tíma hafi svona samskipti viðgengist á hverjum einasta degi. Hún hafi aldrei tjáð sig opinberlega um þetta en hún hafi hinsvegar látið viðkomandi fréttamann heyra það í einrúmi. „Ég lét þau heyra það. Ég sagði: Ég vona að þetta ásæki ykkur. Þetta var frábær stund. Þetta var fyrir alla sem verða fyrir svona áreiti. Þetta var hrikalegt.“ Winslet segir að hún hafi lengi orðið fyrir svona framkomu, meðal annars af hálfu leiklistarkennara sem hafi sagt henni að sætta sig einfaldlega við það, að hún væri feit. Ef hún ætlaði sér að líta svona út yrði hún að sætta sig við hlutverk feitra kvenna. Hún segir að hún sé löngu hætt að hlusta á álit annarra á útliti sínu og rifjar upp eitt atriði í kvikmyndinni Lee þar sem hún hafi verið beðin um að sitja bein í baki þannig að ekki sæist í fituna á maganum hennar. Það hafi henni þótt furðulegar leiðbeiningar og því virti hún þær alfarið að vettugi. „Starf mitt fólst í því að vera eins og Lee. Hún var ekki að lyfta lóðum og fara í pílates, hún borðaði osta, brauð og drakk vín án þess að spá í því, auðvitað væri hún ekki mössuð.“
Hollywood Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira