Í dagbók lögreglunnar segir að þeir hafi báðir verið í annarlegu ástandi vegna fíkniefnaneyslu.
Þá segir einnig í dagbókinni að lögregluþjónar hafi farið í útkall í Árbænum vegna tilkynningar um hávaða. Þar var rætt við fólk sem sögðu lögregluþjónum að þau hefðu verið að rífast vegna eyðslu þeirra í fíkniefni og að jólin væru á næsta leyti.
Lögregluþjónar handtóku í dag mann sem var í annarlegu ástandi í verslun í Reykjavík. Þar hafði hann brotið hurð og var hann færður í fangaklefa, þar til hægt er að taka af honum skýrslu.
Einnig þurftu lögregluþjónar að skakka leikinn milli tveggja nágranna Í Múlunum sem voru að rífast. Ekki fylgir sögunni um hvað þeir voru að rífast.
Einn slasaðist lítillega þegar hann velti bíl sínum í Hafnarfirði í dag. Aðstandandi sem sótti hann flutti ökumanninn til aðhlynningar.