Arnór er 25 ára og þykir með huggulegri piparsveinum landsins. Hann er óhræddur við að gefa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum innsýn inn í líf sitt, innan sem utan vallarins.

Arnór er uppalinn Skagamaður og flutti ungur erlendis í atvinnumennsku. Árið 2017 samdi hann við IFK Norrköping í Svíþjóð. Ári síðar hélt hann til CSKA í Moskvu þar sem hann gerði samning til fimm ára.
Hann gekk til liðs við Blackburn Rovers á Englandi í fyrra en hefur aðeins náð að koma við sögu í sjö leikjum með liðinu. Þrálát veikindi sem stóðu yfir í rúma tvo mánuði settu strik í reikninginn. Skagamaðurinn nálgast nú þann tímapunkt að geta snúið aftur á völlinn.
Sjá: Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“
Í byrjun október birti Vísir lista af einhleypum og sjóðheitum karlmönnum og er óhætt að segja að Arnór sé flott viðbót við þann glæsilega hóp. Umfjöllunina má sjá að neðan.