Benedikt var rekinn af velli í leik Tindastóls og Álftaness í síðustu viku. Í dag kom svo niðurstaða Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ að búið væri að dæma Benedikt í eins leiks bann.
Hann getur því ekki stýrt Tindastóli þegar liðið sækir Keflavík heim í 9. umferð Bónus deildarinnar annað kvöld.
Eftir að hafa tapað fyrir KR-ingum í 1. umferð Bónus deildarinnar hafa Stólarnir unnið sjö leiki í röð. Þeir eru á toppi deildarinnar.
Leikur Keflavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.