„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 23:53 Tony Radakin, aðmíráll og æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands. AP/Henry Nicholls Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. Tony Radakin, aðmíráll, sagði á ráðstefnu í Lundúnum í dag að í þessum breytta heimi stæðu Vesturlönd frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og vandamálum og að verulega hefði verið grafið undan þeim stoðum sem haldið hafa aftur af ógnum síðustu svokölluðu kjarnorkualda. Þetta er meðal þess sem Radakin sagði í ræðu á ráðstefnu bresku hugveitunnar Royal United Services Institute (RUSI) sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Margvísleg og samtengd vandamál Radakin lýsti fyrstu kjarnorkuöldinni sem baráttu tveggja ofurvelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en annarri öldinni sem öld afvopnunar og tilrauna til að sporna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum og hún einkennist af margvíslegum og samtengdum vandamálum,“ sagði Radakin samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísaði hann til útbreiðslu kjarnorkuvopna og breyttrar tækni sem gerði óhefðbundnar árásir mögulegar, eins og tölvuárásir. Vilhjálmur Bretaprins fór nýverið á æfingu með breskum hermönnum.AP/Aaron Chown Meðal þeirra ógna sem Vesturlönd standa frammi fyrir að mati Radakin er möguleg notkun Rússa á svokölluðum „taktískum kjarnorkuvopnum“ í Úkraínu, kjarnorkuvopnauppbygging Kínverja, möguleg þróun kjarnorkuvopna í Íran og „reikul“ hegðun Norður-Kóreu. Samhliða þessu hefði tölvuárásum, skemmdarverkum og áróðursherferðum sem ætlað væri að grafa undan stöðugleika á Vesturlöndum fjölgað verulega. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Radakin sagði aukna óreiðu vera að skipta ríkjum heims í þrjá mismunandi hópa. Í einum hópi væru að mestu alræðisríki sem hefðu það markmið að grafa undan alþjóðasamþykktum og stofnunum. Nefndi hann sérstaklega Rússland, Kína, Norður-Kóreu og Íran í þeim hópi. Í öðrum hópnum sagði Radakin að væru „ábyrgar“ þjóðir. Þar væri að mestu um að ræða lýðræðisríki og nokkur alræðisríki, eins og í Mið-Austurlöndum, sem vildu vinna með öðrum til að viðhalda stöðugleika og öryggi í heiminum. Þriðji hópurinn er svo myndaður ríkjum sem reyndu að feta eigin slóðir milli hinna tveggja hópanna. Sagði aukin fjárútlát nauðsynleg Aðmírállinn sagði að ríki Atlantshafsbandalagsins þyrftu að viðhalda yfirburðum sínum á sviði hernaðar til að tryggja fælingarmátt þeirra og til að sigra óvini sína, ef það reynist nauðsynlegt. BBC hefur eftir Radakin að hann hafi kallað eftir auknum fjárútlátum til varnarmála og endurbóta með tilliti til varnarmála í Bretlandi. Ítrekaði hann að kostnaðurinn við varnir og aukinn fælingarmátt væri ávallt minni en kostnaður vegna óstöðugleika og mögulegra átaka. Ráðamenn í Bretlandi hafa heitið því að auka fjárútlát til varnarmála í 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en vilja ekki segja hvenær til standi að ná því markmiði. Slíkt fæli í sér minni peninga til annarra málaflokka eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu og þyrfti mikinn pólitískan stuðning, eins og fram kemur í frétt BBC. Þess vegna sagðist Radakin vilja gera bresku þjóðinni grein fyrir þeim ógnum sem hún stendur frammi fyrir. „Skiljum við hvað er í húfi? Erum við nægilega staðföst til að bregðast við?“ Bretland Hernaður NATO Bandaríkin Rússland Kína Íran Norður-Kórea Kjarnorka Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Sjá meira
Tony Radakin, aðmíráll, sagði á ráðstefnu í Lundúnum í dag að í þessum breytta heimi stæðu Vesturlönd frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og vandamálum og að verulega hefði verið grafið undan þeim stoðum sem haldið hafa aftur af ógnum síðustu svokölluðu kjarnorkualda. Þetta er meðal þess sem Radakin sagði í ræðu á ráðstefnu bresku hugveitunnar Royal United Services Institute (RUSI) sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Margvísleg og samtengd vandamál Radakin lýsti fyrstu kjarnorkuöldinni sem baráttu tveggja ofurvelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en annarri öldinni sem öld afvopnunar og tilrauna til að sporna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum og hún einkennist af margvíslegum og samtengdum vandamálum,“ sagði Radakin samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísaði hann til útbreiðslu kjarnorkuvopna og breyttrar tækni sem gerði óhefðbundnar árásir mögulegar, eins og tölvuárásir. Vilhjálmur Bretaprins fór nýverið á æfingu með breskum hermönnum.AP/Aaron Chown Meðal þeirra ógna sem Vesturlönd standa frammi fyrir að mati Radakin er möguleg notkun Rússa á svokölluðum „taktískum kjarnorkuvopnum“ í Úkraínu, kjarnorkuvopnauppbygging Kínverja, möguleg þróun kjarnorkuvopna í Íran og „reikul“ hegðun Norður-Kóreu. Samhliða þessu hefði tölvuárásum, skemmdarverkum og áróðursherferðum sem ætlað væri að grafa undan stöðugleika á Vesturlöndum fjölgað verulega. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Radakin sagði aukna óreiðu vera að skipta ríkjum heims í þrjá mismunandi hópa. Í einum hópi væru að mestu alræðisríki sem hefðu það markmið að grafa undan alþjóðasamþykktum og stofnunum. Nefndi hann sérstaklega Rússland, Kína, Norður-Kóreu og Íran í þeim hópi. Í öðrum hópnum sagði Radakin að væru „ábyrgar“ þjóðir. Þar væri að mestu um að ræða lýðræðisríki og nokkur alræðisríki, eins og í Mið-Austurlöndum, sem vildu vinna með öðrum til að viðhalda stöðugleika og öryggi í heiminum. Þriðji hópurinn er svo myndaður ríkjum sem reyndu að feta eigin slóðir milli hinna tveggja hópanna. Sagði aukin fjárútlát nauðsynleg Aðmírállinn sagði að ríki Atlantshafsbandalagsins þyrftu að viðhalda yfirburðum sínum á sviði hernaðar til að tryggja fælingarmátt þeirra og til að sigra óvini sína, ef það reynist nauðsynlegt. BBC hefur eftir Radakin að hann hafi kallað eftir auknum fjárútlátum til varnarmála og endurbóta með tilliti til varnarmála í Bretlandi. Ítrekaði hann að kostnaðurinn við varnir og aukinn fælingarmátt væri ávallt minni en kostnaður vegna óstöðugleika og mögulegra átaka. Ráðamenn í Bretlandi hafa heitið því að auka fjárútlát til varnarmála í 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en vilja ekki segja hvenær til standi að ná því markmiði. Slíkt fæli í sér minni peninga til annarra málaflokka eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu og þyrfti mikinn pólitískan stuðning, eins og fram kemur í frétt BBC. Þess vegna sagðist Radakin vilja gera bresku þjóðinni grein fyrir þeim ógnum sem hún stendur frammi fyrir. „Skiljum við hvað er í húfi? Erum við nægilega staðföst til að bregðast við?“
Bretland Hernaður NATO Bandaríkin Rússland Kína Íran Norður-Kórea Kjarnorka Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Sjá meira