„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 23:53 Tony Radakin, aðmíráll og æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands. AP/Henry Nicholls Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. Tony Radakin, aðmíráll, sagði á ráðstefnu í Lundúnum í dag að í þessum breytta heimi stæðu Vesturlönd frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og vandamálum og að verulega hefði verið grafið undan þeim stoðum sem haldið hafa aftur af ógnum síðustu svokölluðu kjarnorkualda. Þetta er meðal þess sem Radakin sagði í ræðu á ráðstefnu bresku hugveitunnar Royal United Services Institute (RUSI) sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Margvísleg og samtengd vandamál Radakin lýsti fyrstu kjarnorkuöldinni sem baráttu tveggja ofurvelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en annarri öldinni sem öld afvopnunar og tilrauna til að sporna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum og hún einkennist af margvíslegum og samtengdum vandamálum,“ sagði Radakin samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísaði hann til útbreiðslu kjarnorkuvopna og breyttrar tækni sem gerði óhefðbundnar árásir mögulegar, eins og tölvuárásir. Vilhjálmur Bretaprins fór nýverið á æfingu með breskum hermönnum.AP/Aaron Chown Meðal þeirra ógna sem Vesturlönd standa frammi fyrir að mati Radakin er möguleg notkun Rússa á svokölluðum „taktískum kjarnorkuvopnum“ í Úkraínu, kjarnorkuvopnauppbygging Kínverja, möguleg þróun kjarnorkuvopna í Íran og „reikul“ hegðun Norður-Kóreu. Samhliða þessu hefði tölvuárásum, skemmdarverkum og áróðursherferðum sem ætlað væri að grafa undan stöðugleika á Vesturlöndum fjölgað verulega. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Radakin sagði aukna óreiðu vera að skipta ríkjum heims í þrjá mismunandi hópa. Í einum hópi væru að mestu alræðisríki sem hefðu það markmið að grafa undan alþjóðasamþykktum og stofnunum. Nefndi hann sérstaklega Rússland, Kína, Norður-Kóreu og Íran í þeim hópi. Í öðrum hópnum sagði Radakin að væru „ábyrgar“ þjóðir. Þar væri að mestu um að ræða lýðræðisríki og nokkur alræðisríki, eins og í Mið-Austurlöndum, sem vildu vinna með öðrum til að viðhalda stöðugleika og öryggi í heiminum. Þriðji hópurinn er svo myndaður ríkjum sem reyndu að feta eigin slóðir milli hinna tveggja hópanna. Sagði aukin fjárútlát nauðsynleg Aðmírállinn sagði að ríki Atlantshafsbandalagsins þyrftu að viðhalda yfirburðum sínum á sviði hernaðar til að tryggja fælingarmátt þeirra og til að sigra óvini sína, ef það reynist nauðsynlegt. BBC hefur eftir Radakin að hann hafi kallað eftir auknum fjárútlátum til varnarmála og endurbóta með tilliti til varnarmála í Bretlandi. Ítrekaði hann að kostnaðurinn við varnir og aukinn fælingarmátt væri ávallt minni en kostnaður vegna óstöðugleika og mögulegra átaka. Ráðamenn í Bretlandi hafa heitið því að auka fjárútlát til varnarmála í 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en vilja ekki segja hvenær til standi að ná því markmiði. Slíkt fæli í sér minni peninga til annarra málaflokka eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu og þyrfti mikinn pólitískan stuðning, eins og fram kemur í frétt BBC. Þess vegna sagðist Radakin vilja gera bresku þjóðinni grein fyrir þeim ógnum sem hún stendur frammi fyrir. „Skiljum við hvað er í húfi? Erum við nægilega staðföst til að bregðast við?“ Bretland Hernaður NATO Bandaríkin Rússland Kína Íran Norður-Kórea Kjarnorka Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Tony Radakin, aðmíráll, sagði á ráðstefnu í Lundúnum í dag að í þessum breytta heimi stæðu Vesturlönd frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og vandamálum og að verulega hefði verið grafið undan þeim stoðum sem haldið hafa aftur af ógnum síðustu svokölluðu kjarnorkualda. Þetta er meðal þess sem Radakin sagði í ræðu á ráðstefnu bresku hugveitunnar Royal United Services Institute (RUSI) sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Margvísleg og samtengd vandamál Radakin lýsti fyrstu kjarnorkuöldinni sem baráttu tveggja ofurvelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en annarri öldinni sem öld afvopnunar og tilrauna til að sporna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum og hún einkennist af margvíslegum og samtengdum vandamálum,“ sagði Radakin samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísaði hann til útbreiðslu kjarnorkuvopna og breyttrar tækni sem gerði óhefðbundnar árásir mögulegar, eins og tölvuárásir. Vilhjálmur Bretaprins fór nýverið á æfingu með breskum hermönnum.AP/Aaron Chown Meðal þeirra ógna sem Vesturlönd standa frammi fyrir að mati Radakin er möguleg notkun Rússa á svokölluðum „taktískum kjarnorkuvopnum“ í Úkraínu, kjarnorkuvopnauppbygging Kínverja, möguleg þróun kjarnorkuvopna í Íran og „reikul“ hegðun Norður-Kóreu. Samhliða þessu hefði tölvuárásum, skemmdarverkum og áróðursherferðum sem ætlað væri að grafa undan stöðugleika á Vesturlöndum fjölgað verulega. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Radakin sagði aukna óreiðu vera að skipta ríkjum heims í þrjá mismunandi hópa. Í einum hópi væru að mestu alræðisríki sem hefðu það markmið að grafa undan alþjóðasamþykktum og stofnunum. Nefndi hann sérstaklega Rússland, Kína, Norður-Kóreu og Íran í þeim hópi. Í öðrum hópnum sagði Radakin að væru „ábyrgar“ þjóðir. Þar væri að mestu um að ræða lýðræðisríki og nokkur alræðisríki, eins og í Mið-Austurlöndum, sem vildu vinna með öðrum til að viðhalda stöðugleika og öryggi í heiminum. Þriðji hópurinn er svo myndaður ríkjum sem reyndu að feta eigin slóðir milli hinna tveggja hópanna. Sagði aukin fjárútlát nauðsynleg Aðmírállinn sagði að ríki Atlantshafsbandalagsins þyrftu að viðhalda yfirburðum sínum á sviði hernaðar til að tryggja fælingarmátt þeirra og til að sigra óvini sína, ef það reynist nauðsynlegt. BBC hefur eftir Radakin að hann hafi kallað eftir auknum fjárútlátum til varnarmála og endurbóta með tilliti til varnarmála í Bretlandi. Ítrekaði hann að kostnaðurinn við varnir og aukinn fælingarmátt væri ávallt minni en kostnaður vegna óstöðugleika og mögulegra átaka. Ráðamenn í Bretlandi hafa heitið því að auka fjárútlát til varnarmála í 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en vilja ekki segja hvenær til standi að ná því markmiði. Slíkt fæli í sér minni peninga til annarra málaflokka eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu og þyrfti mikinn pólitískan stuðning, eins og fram kemur í frétt BBC. Þess vegna sagðist Radakin vilja gera bresku þjóðinni grein fyrir þeim ógnum sem hún stendur frammi fyrir. „Skiljum við hvað er í húfi? Erum við nægilega staðföst til að bregðast við?“
Bretland Hernaður NATO Bandaríkin Rússland Kína Íran Norður-Kórea Kjarnorka Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira