Teitur fylgdist með leikjunum fjórum í Skiptiborðinu ásamt Herði Unnsteinssyni og Ómari Sævarssyni.
Fyrir leik þá fékk Hörður sérfræðinga sína til að spá fyrir sigurvegarana í leikjunum.
Teitur spáði Haukum fyrsta sigri sínum í vetur og það á móti Íslandsmeisturum Vals á þeirra eigin heimavelli.
Hann spáði einnig sigri hjá Njarðvík á móti Grindavík, að ÍR myndi vinna KR í Vesturbænum og að Þór myndi vinna Hött í Þorlákshöfninni.
Allt þetta gekk eftir og eftir að úrslitin voru ljós þá var Teitur áhugasamur að fá vita stuðlana á Lengjunni.
„Ég á eftir að kaupa jólagjafir,“ sagði Teitur léttur þegar hann spáði og talaði síðan um jólagjöf fyrir konuna eftir að úrslitin voru ljós.
Hefði hann sett tíu þúsund krónur á þessi fjögur úrslit þá hefði hann unnið 986 þúsund krónur á Lengjunni.
- Stuðlarnir á leikjunum sem Teitur spáð rétt
- Sigur Hauka á Val: 6,21
- Sigur ÍR á KR: 4,12
- Sigur Þór á Hetti: 1,60
- Sigur Njarðvíkur á Grindavík: 2,41
- Samtals stuðull: 98,65