Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar 6. desember 2024 15:02 Þessa dagana er fátt sem sundrar samfélaginu jafn mikið og skoðanir. Skoðanir um öll möguleg málefni hafa skipt fólki í andstæðar og hatursfullar fylkingar. Margir virðast hreinlega vera tilbúnir að standa og falla með skoðunum sínum. En þessir aðilar mættu spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaðan koma skoðanir okkar? Fylgjum við skoðunum fjölskyldu og vina í blindni? Eru skoðanir okkar mótaðar af samfélaginu, hvort heldur á þann hátt að maður þurfi alltaf að vera sammála almenningsálitinu eða alltaf ósammála því? Erum við einfaldlega á móti yfirvöldum og erum þar af leiðandi ósammála öllu sem við teljum þaðan komið? Leyfum við fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og áhrifavöldum að móta skoðanir okkar umhugsunarlaust? Það segir sig sjálft að vel ígrundaðar skoðanir byggja ekki á þessum forsendum. Hvað fær fólk til að skipta um skoðun? Eitt sinn taldi ég mögulegt að breyta skoðunum annarra með rökræðum, en því miður er það yfirleitt ekki hægt. Rökræður geta jafnvel haft þveröfug áhrif. Rannsóknir benda til þess að flestir herðist í afstöðu sinni þegar þeir heyra mótrök gegn skoðunum sínum, sama hversu góð mótrökin eru. Þeir líta á mótrökin sem persónulega ógn eða móðgun, og fara því strax í vörn. Þetta bendir einmitt til þess að skoðanir flestra séu í raun og veru ekki byggðar á rökum, heldur einhverjum af ofangreindum forsendum, sem eru tilfinningalegar og félagslegar. Þeir virðast fyrst tileinka sér skoðanir og beygja síðan og bjaga röksemdarfærslur þeim til stuðnings. Þessi uppgötvun fékk mig til að endurmeta hvernig skoðanir fólks geti breyst. Þegar á hólminn er komið er það aðeins einstaklingurinn sjálfur sem getur breytt eigin skoðunum, og hann þarf að telja sig hafa góða ástæðu til þess. Þótt sumir fylgi rökhyggju fremur en tilfinningum og hópþrýstingi, virðast þeir ekki vera margir. Sumir eru hræddir við að storka nánum vinum og fjölskyldu með því að skipta um skoðun. Aðrir eru hræddir um að skynsamlega afstaðan sé í ósamræmi við siðferðisgildi sem þeir hafa tileinkað sér. En kannski mættu þeir spyrja sig hvort siðferðisgildi þeirra séu í raun og veru skynsamleg. Þessi grein mun ekki breyta skoðunum nokkurs einstaklings. En mögulega mun hún hjálpa einhverjum að ráðast í endurmat á eigin skoðunum og breyta þeim á eigin spýtur. Til meira er ekki hægt að ætlast. Ef við ætlum á annað borð að standa og falla með skoðunum okkar, tryggjum að minnsta kosti að þær byggi á skynsamlegum forsendum. Höfundur er samfélagsrýnir og fyrrverandi sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er fátt sem sundrar samfélaginu jafn mikið og skoðanir. Skoðanir um öll möguleg málefni hafa skipt fólki í andstæðar og hatursfullar fylkingar. Margir virðast hreinlega vera tilbúnir að standa og falla með skoðunum sínum. En þessir aðilar mættu spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaðan koma skoðanir okkar? Fylgjum við skoðunum fjölskyldu og vina í blindni? Eru skoðanir okkar mótaðar af samfélaginu, hvort heldur á þann hátt að maður þurfi alltaf að vera sammála almenningsálitinu eða alltaf ósammála því? Erum við einfaldlega á móti yfirvöldum og erum þar af leiðandi ósammála öllu sem við teljum þaðan komið? Leyfum við fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og áhrifavöldum að móta skoðanir okkar umhugsunarlaust? Það segir sig sjálft að vel ígrundaðar skoðanir byggja ekki á þessum forsendum. Hvað fær fólk til að skipta um skoðun? Eitt sinn taldi ég mögulegt að breyta skoðunum annarra með rökræðum, en því miður er það yfirleitt ekki hægt. Rökræður geta jafnvel haft þveröfug áhrif. Rannsóknir benda til þess að flestir herðist í afstöðu sinni þegar þeir heyra mótrök gegn skoðunum sínum, sama hversu góð mótrökin eru. Þeir líta á mótrökin sem persónulega ógn eða móðgun, og fara því strax í vörn. Þetta bendir einmitt til þess að skoðanir flestra séu í raun og veru ekki byggðar á rökum, heldur einhverjum af ofangreindum forsendum, sem eru tilfinningalegar og félagslegar. Þeir virðast fyrst tileinka sér skoðanir og beygja síðan og bjaga röksemdarfærslur þeim til stuðnings. Þessi uppgötvun fékk mig til að endurmeta hvernig skoðanir fólks geti breyst. Þegar á hólminn er komið er það aðeins einstaklingurinn sjálfur sem getur breytt eigin skoðunum, og hann þarf að telja sig hafa góða ástæðu til þess. Þótt sumir fylgi rökhyggju fremur en tilfinningum og hópþrýstingi, virðast þeir ekki vera margir. Sumir eru hræddir við að storka nánum vinum og fjölskyldu með því að skipta um skoðun. Aðrir eru hræddir um að skynsamlega afstaðan sé í ósamræmi við siðferðisgildi sem þeir hafa tileinkað sér. En kannski mættu þeir spyrja sig hvort siðferðisgildi þeirra séu í raun og veru skynsamleg. Þessi grein mun ekki breyta skoðunum nokkurs einstaklings. En mögulega mun hún hjálpa einhverjum að ráðast í endurmat á eigin skoðunum og breyta þeim á eigin spýtur. Til meira er ekki hægt að ætlast. Ef við ætlum á annað borð að standa og falla með skoðunum okkar, tryggjum að minnsta kosti að þær byggi á skynsamlegum forsendum. Höfundur er samfélagsrýnir og fyrrverandi sósíalisti.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun