Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 10:48 Björgunarsveitir eru víða í viðbragðsstöðu vegna vetrarveðursins. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum hafði setið fastur í rúman sólarhring. Óskað var eftir aðstoð á sjöunda tímanum í morgun en lítið var eftir af eldsneyti og vistum hjá hópnum, að sögn upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar voru með töluverðan viðbúnað og stórir björgunarbílar sendir á staðinn auk snjóbíla. Upp úr hádegi var björgunarsveitarfólk búið að losa bílana fimm og allir ferðalangar á leið til byggða. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði ekki upplýsingar um það hvort um væri að ræða Íslendinga eða erlenda ferðamenn. Aftakaveður víða Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra. Þá er gul viðvörun í flestum öðrum landshlutum. Lítið hefur verið um útköll vegna veðurs fram að þessu. „Svo bara fylgjast menn með veðrinu og sveitirnar eru svosem alltaf til taks ef á þarf að halda,“ segir Jón Þór. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir vegi víða flughála á meðan snjó og klaka leysir. Hvöss sunnanátt og sumstaðar séu snarpir vindstrengir norðvestantil. Bæti í vind um norðanvert landið síðdegis og í kvöld, fyrst vestantil, með hviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Dregur úr vindi í nótt. Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út upp úr miðnætti til að aðstoða ökumenn sem höfðu lent í í vandræðum við Fróðá, Búlandshöfða og á Fróðárheiði nærri Ólafsvík. Sveitin greinir frá því að nokkrir bílar hafi verið losaðir og sumum ökumönnum snúið við eða þeir aðstoðaðir við að komast í gistingu. Lífsbjörg birti eftirfarandi myndskeið frá aðgerðunum á Facebook-síðu sinni. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:14. Björgunarsveitir Færð á vegum Hrunamannahreppur Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Óskað var eftir aðstoð á sjöunda tímanum í morgun en lítið var eftir af eldsneyti og vistum hjá hópnum, að sögn upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar voru með töluverðan viðbúnað og stórir björgunarbílar sendir á staðinn auk snjóbíla. Upp úr hádegi var björgunarsveitarfólk búið að losa bílana fimm og allir ferðalangar á leið til byggða. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði ekki upplýsingar um það hvort um væri að ræða Íslendinga eða erlenda ferðamenn. Aftakaveður víða Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra. Þá er gul viðvörun í flestum öðrum landshlutum. Lítið hefur verið um útköll vegna veðurs fram að þessu. „Svo bara fylgjast menn með veðrinu og sveitirnar eru svosem alltaf til taks ef á þarf að halda,“ segir Jón Þór. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir vegi víða flughála á meðan snjó og klaka leysir. Hvöss sunnanátt og sumstaðar séu snarpir vindstrengir norðvestantil. Bæti í vind um norðanvert landið síðdegis og í kvöld, fyrst vestantil, með hviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Dregur úr vindi í nótt. Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út upp úr miðnætti til að aðstoða ökumenn sem höfðu lent í í vandræðum við Fróðá, Búlandshöfða og á Fróðárheiði nærri Ólafsvík. Sveitin greinir frá því að nokkrir bílar hafi verið losaðir og sumum ökumönnum snúið við eða þeir aðstoðaðir við að komast í gistingu. Lífsbjörg birti eftirfarandi myndskeið frá aðgerðunum á Facebook-síðu sinni. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:14.
Björgunarsveitir Færð á vegum Hrunamannahreppur Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira