Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar 9. desember 2024 07:32 Raforkuöryggi hefur verið heitt umræðuefni undanfarin ár. Þegar orkuskipti eru í fullum gangi og eftirspurn vex dag frá degi, stöndum við frammi fyrir lykilspurningu: Hvernig tryggjum við að almenningur njóti stöðugs raforkuframboðs, jafnvel þegar þrengir að? Afleiðingar ótryggs raforkuframboðs hafa verið áþreifanlegar. Verkefni komast ekki af stað og fyrirtæki sem reiða sig á stöðuga raforku rekast á veggi. Almenningur er þó sá hópur sem er hvað berskjaldaðastur. Þegar þrengir að í raforkukerfinu er fyrst gripið til skerðinga á raforku til þeirra notenda sem samið hafa um slíkt, enda fá þeir notendur raforkuna ódýrari vegna þess. Í framhaldinu eru oft gerðar dýrar ráðstafanir til að afla raforku, s.s. að kaupa hana af stórnotendum. Allt er þetta gert til að komast hjá því að skammta þurfi raforku til heimila og smærri fyrirtækja. Í dag er enginn raforkuframleiðandi skuldbundinn til að tryggja almenningi raforku skv. lögum og er misjafnt eftir framleiðendur hversu mikla raforku þeir framleiða fyrir almenning. Þannig framleiðir Landsvirkjun um 73% af allri raforku á landinu en aðeins um 40-55% af þeirri raforku sem almenningur notar; Orka náttúrunnar framleiðir um 17% af allri raforku landsins en um 20-30% af því sem almenningur notar; HS Orka framleiðir um 7% af raforku landsins og um 5-15% af því sem almenningur notar, samkvæmt tölum Orkustofnunar. Aðrir framleiðendur framleiða svo um 3% af heildar raforku landsins og má ætla að megnið af þeirri raforku fari til almennings. Þótt nýjar virkjanir gætu aukið framboðið, er ekkert sem tryggir að almenningur njóti þess. Þannig ber orkufyrirtækjum landsins í raun ekki nein skylda til að skerða raforku til sinna notenda, kaupa raforku aftur frá þeim eða gera nokkuð annað til þess að svara eftirspurn almennings. Slíkar ráðstafanir tryggja ekki langtíma lausnir og þetta fyrirkomulag er eitt þeirra stóru vandamála sem rædd hafa verið í tengslum við raforkuöryggi á undanförnum árum. Tillögur að lausn Nokkrar tillögur liggja nú þegar fyrir um hvernig bæta megi úr þessu og fjalla þær meðal annars um framboðsskyldu framleiðsluaðila. Það þýðir að raforkuframleiðendum landsins ber að selja einhvern hluta af sinni raforku til almennings. Þannig mætti tryggja bæði stöðugleika og sanngjarnt verð fyrir almenning. Orka náttúrunnar styður það heilshugar að framboðsskylda sé lögð á til að vernda almenning fyrir raforkuskorti en ekki síður til að skapa hvata hjá framleiðendum til að huga ávallt að almenningi í sínum viðskiptum. Til að þessi tillaga gangi upp þarf þó að huga að nokkrum atriðum sem ekki enn er búið að útkljá. Tryggja þarf að skipting ábyrgðar sem lögð er á framleiðendur sé sanngjörn, en ekki síður að hún standist tímans tönn og geti þróast með breytingum í raforkukerfinu. Þann 3. júní 2022 skilaði starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku tillögu að reglugerð til umhverfis-, orku- og loftlagsráherra. Starfshópurinn var settur á laggirnar af frumkvæði stjórnvalda og í honum sátu fulltrúar frá þrem stærstu raforkuframleiðendum landsins (Landsvirkjun, Orku náttúrunnar og HS Orku), Orkustofnun, Landsneti, Neytendasamtökunum og Landvernd og má því segja að starfshópurinn hafi náð yfir eins breiðan hóp hagsmunaaðila og sérfræðinga og hugsast getur. Tillaga hópsins var vel ígrunduð eftir gagnlegt samtal um hvernig best væri að tryggja að heildsala á raforku rati til almennings og að skipting ábyrgðar væri sem sanngjörnust. Tillaga starfshópsins frá 2022 skilgreindi t.d. alþjónustunotendur sem þann hóp sem þyrfti sérstaklega að vernda, það væru þá m.a. heimili og mikilvægir innviðir. Þar var að finna heimildir fyrir Orkustofnun til að setja viðmið um raforkuöryggi og lagður grunnur að því hvernig telja megi að raforkuöryggi sé fullnægt. Skyldur söluaðila til að bjóða alþjónustunotendum raforkusamninga voru skilgreindar og var þeim gert að haga sínum samningum við aðra þannig að þeir gætu uppfyllt þessa skyldu. Einnig þyrftu söluaðilar að upplýsa Orkustofnun um það hvernig þeir hygðust uppfylla þessar skyldur. Síðast en ekki síst innihélt tillagan ákvæði um framboðsskyldu raforkuframleiðanda. Enn fremur var í tillögunni vel útfærð leið til að skipta þessari ábyrgð, en hún skyldi skiptast milli aðila í hlutfalli við framleiðslu þeirra á fyrra ári. Þessi nálgun tryggir, meðal annars, að aukin framleiðsla fari að hluta til í að svara þörfum almennings. Þannig myndi skyldan ekki bara leggjast á þá sem voru framleiðendur árið sem lögin tækju gildi heldur á allar framtíðar virkjanir. Þarna var komin sanngjörn og skýr leið til að skipta þessari ábyrgð til framtíðar. Með slíkri skiptingu á framboðsskyldu verður tryggt að ný framleiðsla fari til grunnþarfa almennings. Þetta hefði ekki aðeins tryggt raforku til almennings heldur einnig staðist sveiflur og áskoranir framtíðarinnar, svo sem breytt veðurfar eða náttúruhamfarir. Breytt veðurfar getur t.d. haft áhrif á framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana; hitastigs- og þrýstingsbreytingar í jarðvarmakerfum geta haft áhrif á framleiðslugetu jarðvarmavirkjana. Og ef það er eitthvað sem eldsumbrot á Reykjanesi hafa minnt okkur á er það að náttúruhamfarir geta haft gríðarleg áhrif á framleiðslugetu. Augljósasta dæmið er auðvitað að virkjun sem fer undir hraun framleiðir ekki mikla raforku, sem hefur sem betur fer ekki gerst. Lausnin er til staðar – nýtum hana Tillagan, sem mótuð var af öllum helstu hagaðilum á sviðinu, er einstakt dæmi um skynsamlega og vel ígrundaða nálgun á raforkuöryggi, þar sem sanngirni var höfð að leiðarljósi. Með því að leggja framboðsskyldu á framleiðendur í hlutfalli við þeirra framleiðslu á fyrri árum var tryggt að ábyrgðin dreifðist á sanngjarnan hátt og að framtíðarframleiðsla myndi alltaf mæta grunnþörfum almennings. Þetta var lausn sem myndi standast tímans tönn – lausn sem myndi tryggja raforkuöryggi til framtíðar. Það er óskiljanlegt hvernig tillaga sem fulltrúar þriggja stærstu framleiðenda landsins, ásamt hagsmunasamtökum og öðrum sérfræðingum, stóðu að, skuli hafa horfið í tómið. Hvorki þingið né samráðsgáttin hafa tekið hana til umræðu, og enn er verið að ræða lausnir sem eru skrefi skemmri en þessi vel útfærða tillaga. Nú, rúmum tveimur árum síðar, er málið enn óleyst. Við stöndum frammi fyrir sama vanda og sömu umræðum, með hugmyndum sem endurspegla tillögu starfshópsins en ná ekki sama þroska. Við getum ekki leyft okkur að tefja lengur. Með því að grípa til þessarar skynsamlegu nálgunar núna getum við tryggt raforkuöryggi almennings til framtíðar. Af hverju bíðum við? Það er kominn tími til að afgreiða málið og tryggja raforkuöryggi almennings með lausn sem allir helstu hagaðilar hafa þegar sammælst um. Það er ekki bara skynsamlegt – það er nauðsynlegt. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Raforkuöryggi hefur verið heitt umræðuefni undanfarin ár. Þegar orkuskipti eru í fullum gangi og eftirspurn vex dag frá degi, stöndum við frammi fyrir lykilspurningu: Hvernig tryggjum við að almenningur njóti stöðugs raforkuframboðs, jafnvel þegar þrengir að? Afleiðingar ótryggs raforkuframboðs hafa verið áþreifanlegar. Verkefni komast ekki af stað og fyrirtæki sem reiða sig á stöðuga raforku rekast á veggi. Almenningur er þó sá hópur sem er hvað berskjaldaðastur. Þegar þrengir að í raforkukerfinu er fyrst gripið til skerðinga á raforku til þeirra notenda sem samið hafa um slíkt, enda fá þeir notendur raforkuna ódýrari vegna þess. Í framhaldinu eru oft gerðar dýrar ráðstafanir til að afla raforku, s.s. að kaupa hana af stórnotendum. Allt er þetta gert til að komast hjá því að skammta þurfi raforku til heimila og smærri fyrirtækja. Í dag er enginn raforkuframleiðandi skuldbundinn til að tryggja almenningi raforku skv. lögum og er misjafnt eftir framleiðendur hversu mikla raforku þeir framleiða fyrir almenning. Þannig framleiðir Landsvirkjun um 73% af allri raforku á landinu en aðeins um 40-55% af þeirri raforku sem almenningur notar; Orka náttúrunnar framleiðir um 17% af allri raforku landsins en um 20-30% af því sem almenningur notar; HS Orka framleiðir um 7% af raforku landsins og um 5-15% af því sem almenningur notar, samkvæmt tölum Orkustofnunar. Aðrir framleiðendur framleiða svo um 3% af heildar raforku landsins og má ætla að megnið af þeirri raforku fari til almennings. Þótt nýjar virkjanir gætu aukið framboðið, er ekkert sem tryggir að almenningur njóti þess. Þannig ber orkufyrirtækjum landsins í raun ekki nein skylda til að skerða raforku til sinna notenda, kaupa raforku aftur frá þeim eða gera nokkuð annað til þess að svara eftirspurn almennings. Slíkar ráðstafanir tryggja ekki langtíma lausnir og þetta fyrirkomulag er eitt þeirra stóru vandamála sem rædd hafa verið í tengslum við raforkuöryggi á undanförnum árum. Tillögur að lausn Nokkrar tillögur liggja nú þegar fyrir um hvernig bæta megi úr þessu og fjalla þær meðal annars um framboðsskyldu framleiðsluaðila. Það þýðir að raforkuframleiðendum landsins ber að selja einhvern hluta af sinni raforku til almennings. Þannig mætti tryggja bæði stöðugleika og sanngjarnt verð fyrir almenning. Orka náttúrunnar styður það heilshugar að framboðsskylda sé lögð á til að vernda almenning fyrir raforkuskorti en ekki síður til að skapa hvata hjá framleiðendum til að huga ávallt að almenningi í sínum viðskiptum. Til að þessi tillaga gangi upp þarf þó að huga að nokkrum atriðum sem ekki enn er búið að útkljá. Tryggja þarf að skipting ábyrgðar sem lögð er á framleiðendur sé sanngjörn, en ekki síður að hún standist tímans tönn og geti þróast með breytingum í raforkukerfinu. Þann 3. júní 2022 skilaði starfshópur um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku tillögu að reglugerð til umhverfis-, orku- og loftlagsráherra. Starfshópurinn var settur á laggirnar af frumkvæði stjórnvalda og í honum sátu fulltrúar frá þrem stærstu raforkuframleiðendum landsins (Landsvirkjun, Orku náttúrunnar og HS Orku), Orkustofnun, Landsneti, Neytendasamtökunum og Landvernd og má því segja að starfshópurinn hafi náð yfir eins breiðan hóp hagsmunaaðila og sérfræðinga og hugsast getur. Tillaga hópsins var vel ígrunduð eftir gagnlegt samtal um hvernig best væri að tryggja að heildsala á raforku rati til almennings og að skipting ábyrgðar væri sem sanngjörnust. Tillaga starfshópsins frá 2022 skilgreindi t.d. alþjónustunotendur sem þann hóp sem þyrfti sérstaklega að vernda, það væru þá m.a. heimili og mikilvægir innviðir. Þar var að finna heimildir fyrir Orkustofnun til að setja viðmið um raforkuöryggi og lagður grunnur að því hvernig telja megi að raforkuöryggi sé fullnægt. Skyldur söluaðila til að bjóða alþjónustunotendum raforkusamninga voru skilgreindar og var þeim gert að haga sínum samningum við aðra þannig að þeir gætu uppfyllt þessa skyldu. Einnig þyrftu söluaðilar að upplýsa Orkustofnun um það hvernig þeir hygðust uppfylla þessar skyldur. Síðast en ekki síst innihélt tillagan ákvæði um framboðsskyldu raforkuframleiðanda. Enn fremur var í tillögunni vel útfærð leið til að skipta þessari ábyrgð, en hún skyldi skiptast milli aðila í hlutfalli við framleiðslu þeirra á fyrra ári. Þessi nálgun tryggir, meðal annars, að aukin framleiðsla fari að hluta til í að svara þörfum almennings. Þannig myndi skyldan ekki bara leggjast á þá sem voru framleiðendur árið sem lögin tækju gildi heldur á allar framtíðar virkjanir. Þarna var komin sanngjörn og skýr leið til að skipta þessari ábyrgð til framtíðar. Með slíkri skiptingu á framboðsskyldu verður tryggt að ný framleiðsla fari til grunnþarfa almennings. Þetta hefði ekki aðeins tryggt raforku til almennings heldur einnig staðist sveiflur og áskoranir framtíðarinnar, svo sem breytt veðurfar eða náttúruhamfarir. Breytt veðurfar getur t.d. haft áhrif á framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana; hitastigs- og þrýstingsbreytingar í jarðvarmakerfum geta haft áhrif á framleiðslugetu jarðvarmavirkjana. Og ef það er eitthvað sem eldsumbrot á Reykjanesi hafa minnt okkur á er það að náttúruhamfarir geta haft gríðarleg áhrif á framleiðslugetu. Augljósasta dæmið er auðvitað að virkjun sem fer undir hraun framleiðir ekki mikla raforku, sem hefur sem betur fer ekki gerst. Lausnin er til staðar – nýtum hana Tillagan, sem mótuð var af öllum helstu hagaðilum á sviðinu, er einstakt dæmi um skynsamlega og vel ígrundaða nálgun á raforkuöryggi, þar sem sanngirni var höfð að leiðarljósi. Með því að leggja framboðsskyldu á framleiðendur í hlutfalli við þeirra framleiðslu á fyrri árum var tryggt að ábyrgðin dreifðist á sanngjarnan hátt og að framtíðarframleiðsla myndi alltaf mæta grunnþörfum almennings. Þetta var lausn sem myndi standast tímans tönn – lausn sem myndi tryggja raforkuöryggi til framtíðar. Það er óskiljanlegt hvernig tillaga sem fulltrúar þriggja stærstu framleiðenda landsins, ásamt hagsmunasamtökum og öðrum sérfræðingum, stóðu að, skuli hafa horfið í tómið. Hvorki þingið né samráðsgáttin hafa tekið hana til umræðu, og enn er verið að ræða lausnir sem eru skrefi skemmri en þessi vel útfærða tillaga. Nú, rúmum tveimur árum síðar, er málið enn óleyst. Við stöndum frammi fyrir sama vanda og sömu umræðum, með hugmyndum sem endurspegla tillögu starfshópsins en ná ekki sama þroska. Við getum ekki leyft okkur að tefja lengur. Með því að grípa til þessarar skynsamlegu nálgunar núna getum við tryggt raforkuöryggi almennings til framtíðar. Af hverju bíðum við? Það er kominn tími til að afgreiða málið og tryggja raforkuöryggi almennings með lausn sem allir helstu hagaðilar hafa þegar sammælst um. Það er ekki bara skynsamlegt – það er nauðsynlegt. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun