Smartland greinir frá þessu. Þar kemur fram að parið hafi síðan í sumar nýtt hverja lausa stund til þess að vera saman. Þau hafa jafnframt opinberað sambandið á samfélagsmiðlinum Facebook.
Egill hefur undanfarin ár verið einn duglegasti leikstjóri landsins og komið að uppsetningu á hinum ýmsu leikhússýningum víða um Evrópu. Nú gegnir hann starfi leikhússtjóra í Hålogaland leikhúsinu í Trömsö í Noregi.
Kittý hefur um árabil verið athafnakona í veitingabransanum og rekið veitingastaðinn Bombay Bazaar. Nú vinnur hún að opnun veitingastaðarins Indian Bites í Kringlunni.