Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2024 16:31 Laugarnesskóli, Langholtsskóli og Laugalækjaskóli auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Lauganes- og Langholtshverfi eru í fararbroddi í fagstarfi sínu. Þeir hafa allir hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi menntastarf og þar hafa börn hverfisins fengið að blómstra. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar sem nú er kynnt miðar að því að halda áfram að búa skólastarfinu í þessu frábæra hverfi góðan jarðveg fyrir áframhaldandi mikilvægt starf. Víðtækt samráð Þetta er búið að vera flókið ferli, en í rótgrónu borgarhverfi þar sem skólabyggingar eru að hluta til friðaðar er að mörgu að huga. Farið var í víðtækt samráð og í framhaldi af því ákvað skóla- og frístundaráð að falla frá hugmyndum um safnsskóla á unglingastigi og þess í stað byggja við hverfisskólana þrjá. Í kjölfarið var farið í ítarlega skoðun á fýsileika framkvæmda. Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan. Einnig er til skoðunar að stækka leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla og hefur það áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum með tilheyrandi raski fyrir börn og starfsfólk. Það er vel þekkt að framkvæmdir og skólastarf fara ekki vel saman. Erfið en rétt ákvörðun Það var ekki auðveld ákvörðun að taka þetta mál upp aftur, en með hagsmuni skólasamfélagsins og framtíð hverfisins var það engu að síðu nauðsynlegt. Stofnað var til virks samtals við hagaðila í hverfinu og óskað eftir umsögnum um hugmyndir um byggingu nýs unglingaskóla og breytingum á skólahverfum. Tekið er tillit til umsagna í þeim tillögum sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði í dag. Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi. Yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verður í Laugarnesskóla en svo fara börnin í Laugalækjaskóla þar sem kennt verður á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Áfram er lagt til að Langholtsskóli verði fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Nýr safnsskóli fyrir unglingastigið mun rísa í hverfinu og þar eru margvísleg spennandi tækifæri fyrir þróun skólastarfsins. Sterk fagleg rök og spennandi tækifæri Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin markar með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga. Góð reynsla er af öðrum safnskólum í borginni; Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun. Endurbættir skólar og skólaþorp Afar brýnt er að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Við stöndum frammi fyrir því að gera okkar besta til að taka starfsemi Lauganesskóla út úr skólanum í áföngum. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Nauðsynlegt er að tryggja að framgangur framtíðarskipulags verði með sem skilvirkasta hætti og einnig að vandaupplýsingagjöf, leggja mikið upp úr góðum samskiptum við skólasamfélagið og að tryggja samhæfingu allra þeirra sem koma að þessu umfangsmikla og mikilvæga verkefni. Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Laugarnesskóli, Langholtsskóli og Laugalækjaskóli auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Lauganes- og Langholtshverfi eru í fararbroddi í fagstarfi sínu. Þeir hafa allir hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi menntastarf og þar hafa börn hverfisins fengið að blómstra. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar sem nú er kynnt miðar að því að halda áfram að búa skólastarfinu í þessu frábæra hverfi góðan jarðveg fyrir áframhaldandi mikilvægt starf. Víðtækt samráð Þetta er búið að vera flókið ferli, en í rótgrónu borgarhverfi þar sem skólabyggingar eru að hluta til friðaðar er að mörgu að huga. Farið var í víðtækt samráð og í framhaldi af því ákvað skóla- og frístundaráð að falla frá hugmyndum um safnsskóla á unglingastigi og þess í stað byggja við hverfisskólana þrjá. Í kjölfarið var farið í ítarlega skoðun á fýsileika framkvæmda. Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan. Einnig er til skoðunar að stækka leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla og hefur það áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum með tilheyrandi raski fyrir börn og starfsfólk. Það er vel þekkt að framkvæmdir og skólastarf fara ekki vel saman. Erfið en rétt ákvörðun Það var ekki auðveld ákvörðun að taka þetta mál upp aftur, en með hagsmuni skólasamfélagsins og framtíð hverfisins var það engu að síðu nauðsynlegt. Stofnað var til virks samtals við hagaðila í hverfinu og óskað eftir umsögnum um hugmyndir um byggingu nýs unglingaskóla og breytingum á skólahverfum. Tekið er tillit til umsagna í þeim tillögum sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði í dag. Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi. Yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verður í Laugarnesskóla en svo fara börnin í Laugalækjaskóla þar sem kennt verður á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Áfram er lagt til að Langholtsskóli verði fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Nýr safnsskóli fyrir unglingastigið mun rísa í hverfinu og þar eru margvísleg spennandi tækifæri fyrir þróun skólastarfsins. Sterk fagleg rök og spennandi tækifæri Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin markar með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga. Góð reynsla er af öðrum safnskólum í borginni; Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun. Endurbættir skólar og skólaþorp Afar brýnt er að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Við stöndum frammi fyrir því að gera okkar besta til að taka starfsemi Lauganesskóla út úr skólanum í áföngum. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Nauðsynlegt er að tryggja að framgangur framtíðarskipulags verði með sem skilvirkasta hætti og einnig að vandaupplýsingagjöf, leggja mikið upp úr góðum samskiptum við skólasamfélagið og að tryggja samhæfingu allra þeirra sem koma að þessu umfangsmikla og mikilvæga verkefni. Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun