Hjónin hafa búið sér og börnum sínum þremur afar fallegt og sjarmerandi heimili í Skerjafirðinum.
„Höll sumarlandsins er komin á sölu. Ég sem hélt við yrðum hér að eilífu,“ skrifar Dóri og deilir eigninni á miðlinum X.
Um er að ræða 132 fermetra íbúð í reisulegu húsi sem var byggt árið 1940. Eldhús, stofa og borðstofa er í opnu og rúmgóðu rými með fallegu útsýni til suðurs í átt að Öskjuhlíð og Bláfjöllum. Frá eldhúsi er útgengt á suðvestur svalir. Samtals eru fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Djarfir litir, falleg listaverk og formfögur húsgögn eru í forgrunni á heimilinu sem býr yfir miklum sjarma og karakter.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.



