TMZ greinir frá sambandslitunum, en samkvæmt heimildum miðilsins hættu þau saman um Þakkargjörðarhelgina þegar þau dvöldu saman í Colorado-ríki Bandaríkjanna.
Leikkonan Megan Fox er sögð hafa fundið óskilgreint efni sem henni þótti truflandi á síma tónlistarmannsins Machine Gun Kelly, sem heitir réttu nafni Colson Baker.
Fox og Kelly byrjuðu saman árið 2022. Tveimur árum seinna trúlofuðust þau, en greint var frá því í byrjun árs að þau hefðu slitið trúlofuninni. Þá hefur áður verið greint frá því að þau hafi hætt saman, til að mynda í fyrra.