„Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2024 14:47 Skarphéðinn þekkir sinn vitjunartíma. Hann lýkur störfum hjá RÚV um áramót og veit ekki hvað tekur við. Kolbrún Vaka Skarphéðinn Guðmundsson hefur sagt starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins Sjónvarps lausu. Hann hættir um áramótin og segist ekki vita hvað taki við. „Allir eiga sinn vitjunartíma. En þetta hefur verið langur og góður tími,“ segir Skarphéðinn sem hefur sent samstarfsmönnum sínum kveðjubréf. DV greindi frá starfslokunum en þar kemur fram að Skarphéðinn sé sagnfræðingur að mennt og að hann hafi starfað sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá árinu 2012. Þar áður var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá 2005. Þar áður var hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi. Ertu þá hættur í fjölmiðlum? „Framtíðin á eftir að leiða það í ljós, ég útiloka ekki neitt í þessum efnum,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. „Það er óráðið en í janúar er ég búinn að vera akkúrat 25 ár í fjölmiðlun. Sú tilhugsun skelfir mann, að segja skilið við fjölmiðla, ég veit hvers konar tómarúm það skilur eftir sig. Það á eftir að láta á það reyna, hvort ég treysti mér til þess. Veltur á því hvaða tækifæri sýna sig.“ Skarphéðinn segir áramótin ljómandi tíma til að þess að skipta um starf. „Áramót eru gjarnan tími kaflaskila og þetta er eitthvað sem hefur verið að blunda í mér um einhvern tíma.“ Ekki haft tök á því að velta framhaldinu fyrir sér Skarphéðinn segir starf dagskrárstjóra krefjandi og því fylgi mikið álag. Það hefur hann fundið frá fyrsta degi síðan steig fæti inn í Efstaleitið. „Það er kominn góður tími og tími á annars konar áskoranir fyrir mig. Og tími fyrir nýtt blóð, í starf sem er krefjandi. Það kallar á endurnýjun reglulega. Þetta er þýðingarmikið starf og mikilvægt að sjá til þess að það væri kominn tími á endurnýjun og nýtt blóð.“ Skarphéðinn segir ekkert liggja fyrir með önnur störf en það sé vissulega margt spennandi sem hann hefur verið að íhuga. Skarphéðinn hefur verið hartnær 25 ár í fjölmiðlum. Nú á eftir að koma í ljós hvort hann þoli það tómarúm sem myndast þegar menn hverfa þaðan.Kolbrún Vaka „Ég er ekki að láta af störfum vegna einhvers annars starfs sem bíður. Þetta tekur upp allan manns huga og athygli og ekki mikið svigrúm til að velta fyrir sér öðrum störfum. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart vinnustaðnum og ég er fyrst og fremst að horfa fram á þessi kaflaskil og geta nú velt því fyrir mér hvað tekur við næst.“ Hluti af starfinu að svara blaðamönnum Starfið verður auglýst laust til umsóknar en eftir að Skarphéðinn hverfur á braut mun Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri sinna starfi Skarphéðins. Þar til formlega verður gengið frá arftaka hans. „Um áramótin fer ég. Það er ekkert drama í þessu. Þetta er ákvörðun sem ég tók. Ég rýk ekkert á dyr. Það er ýmsu ólokið og ég vil klára það í samvinnu við samstarfsfólk.“ Þá er eiginlega ekki annað eftir en þakka Skarphéðni það hversu liðlegur hann hefur verið að svara blaðamönnum þegar einhver málefni hafa komið upp sem krefjast skýringa. „Það er ekki hægt að svara þessu öðru vísi en svo að ég vinn við það, það er hluti af starfinu að vera til taks og svara fyrir þær ákvarðanir sem hér eru teknar.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
„Allir eiga sinn vitjunartíma. En þetta hefur verið langur og góður tími,“ segir Skarphéðinn sem hefur sent samstarfsmönnum sínum kveðjubréf. DV greindi frá starfslokunum en þar kemur fram að Skarphéðinn sé sagnfræðingur að mennt og að hann hafi starfað sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá árinu 2012. Þar áður var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá 2005. Þar áður var hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi. Ertu þá hættur í fjölmiðlum? „Framtíðin á eftir að leiða það í ljós, ég útiloka ekki neitt í þessum efnum,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. „Það er óráðið en í janúar er ég búinn að vera akkúrat 25 ár í fjölmiðlun. Sú tilhugsun skelfir mann, að segja skilið við fjölmiðla, ég veit hvers konar tómarúm það skilur eftir sig. Það á eftir að láta á það reyna, hvort ég treysti mér til þess. Veltur á því hvaða tækifæri sýna sig.“ Skarphéðinn segir áramótin ljómandi tíma til að þess að skipta um starf. „Áramót eru gjarnan tími kaflaskila og þetta er eitthvað sem hefur verið að blunda í mér um einhvern tíma.“ Ekki haft tök á því að velta framhaldinu fyrir sér Skarphéðinn segir starf dagskrárstjóra krefjandi og því fylgi mikið álag. Það hefur hann fundið frá fyrsta degi síðan steig fæti inn í Efstaleitið. „Það er kominn góður tími og tími á annars konar áskoranir fyrir mig. Og tími fyrir nýtt blóð, í starf sem er krefjandi. Það kallar á endurnýjun reglulega. Þetta er þýðingarmikið starf og mikilvægt að sjá til þess að það væri kominn tími á endurnýjun og nýtt blóð.“ Skarphéðinn segir ekkert liggja fyrir með önnur störf en það sé vissulega margt spennandi sem hann hefur verið að íhuga. Skarphéðinn hefur verið hartnær 25 ár í fjölmiðlum. Nú á eftir að koma í ljós hvort hann þoli það tómarúm sem myndast þegar menn hverfa þaðan.Kolbrún Vaka „Ég er ekki að láta af störfum vegna einhvers annars starfs sem bíður. Þetta tekur upp allan manns huga og athygli og ekki mikið svigrúm til að velta fyrir sér öðrum störfum. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart vinnustaðnum og ég er fyrst og fremst að horfa fram á þessi kaflaskil og geta nú velt því fyrir mér hvað tekur við næst.“ Hluti af starfinu að svara blaðamönnum Starfið verður auglýst laust til umsóknar en eftir að Skarphéðinn hverfur á braut mun Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri sinna starfi Skarphéðins. Þar til formlega verður gengið frá arftaka hans. „Um áramótin fer ég. Það er ekkert drama í þessu. Þetta er ákvörðun sem ég tók. Ég rýk ekkert á dyr. Það er ýmsu ólokið og ég vil klára það í samvinnu við samstarfsfólk.“ Þá er eiginlega ekki annað eftir en þakka Skarphéðni það hversu liðlegur hann hefur verið að svara blaðamönnum þegar einhver málefni hafa komið upp sem krefjast skýringa. „Það er ekki hægt að svara þessu öðru vísi en svo að ég vinn við það, það er hluti af starfinu að vera til taks og svara fyrir þær ákvarðanir sem hér eru teknar.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira