Tveir fréttamenn RÚV söðla um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2024 20:23 Valur og Benedikt hafa starfað saman í tæp tvö ár en nú skilja leiðir. Benedikt Sigurðsson og Valur Grettisson, fréttamenn á Ríkisútvarpinu, hafa ákveðið að segja skilið við fréttastofu RÚV. Annar er hættur en hinn að vinna sínar síðustu vaktir. Þeir hófu störf á svipuðum tíma í ársbyrjun 2023. Valur gekk á dögunum til liðs við Heimildina eftir að hafa starfað í Efstaleiti í tæplega tvö ár. Þar áður var hann um árabil ritstjóri The Reykjavík Grapevine. Benedikt Sigurðsson kveður nú RÚV í annað skipti en hann starfaði í Efstaleiti upp úr aldamótum áður en hann færði sig yfir til Kaupþings í aðdraganda hrunsins. Þá var hann aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um tíma, bæði þegar Sigmundur var formaður Framsóknarflokksins og svo forsætisráðherra. Benedikt vildi í samtali við Eirík Jónsson ekki tjá sig um ástæður brotthvarfsins eða hvað væri fram undan. Þetta væri orðið gott í bili. Benedikt var á vettvangi við Skógá í Rangárþingi ytra í kvöldfréttum RÚV þar sem hann var að fjalla um ástæður rafmagnsleysis í Mýrdalshreppi. RÚV hefur auglýst eftir fréttamanni til starfa á fréttastofunni. Fleiri vistaskipti eiga sér stað í Efstaleiti um þessar mundir. Arnar Björnsson fréttamaður hætti störfum sökum aldurs en hann vann sína síðustu vakt 31. október. Þá hefur Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps, ákveðið að láta af störfum um áramót eins og Vísir greindi frá í dag. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Valur gekk á dögunum til liðs við Heimildina eftir að hafa starfað í Efstaleiti í tæplega tvö ár. Þar áður var hann um árabil ritstjóri The Reykjavík Grapevine. Benedikt Sigurðsson kveður nú RÚV í annað skipti en hann starfaði í Efstaleiti upp úr aldamótum áður en hann færði sig yfir til Kaupþings í aðdraganda hrunsins. Þá var hann aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um tíma, bæði þegar Sigmundur var formaður Framsóknarflokksins og svo forsætisráðherra. Benedikt vildi í samtali við Eirík Jónsson ekki tjá sig um ástæður brotthvarfsins eða hvað væri fram undan. Þetta væri orðið gott í bili. Benedikt var á vettvangi við Skógá í Rangárþingi ytra í kvöldfréttum RÚV þar sem hann var að fjalla um ástæður rafmagnsleysis í Mýrdalshreppi. RÚV hefur auglýst eftir fréttamanni til starfa á fréttastofunni. Fleiri vistaskipti eiga sér stað í Efstaleiti um þessar mundir. Arnar Björnsson fréttamaður hætti störfum sökum aldurs en hann vann sína síðustu vakt 31. október. Þá hefur Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps, ákveðið að láta af störfum um áramót eins og Vísir greindi frá í dag.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira