Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2024 13:00 Fréttamaður heldur á útprentuðu eintaki af frétt frá 2016. Í þessari frétt birtist fyrsta skráða tilvikið af notkun Ingu á textabroti úr Stuðmannalaginu Sigurjón digri. Í það minnsta eftir því sem fréttamaður kemst næst. „Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga Sæland, sigurreifur formaður Flokks fólksins, á nýliðna kosninganótt þegar tölur tóku að birtast. Þarna kvað við kunnuglegan tón í Ingu, sem ítrekað vitnar í hið ástsæla Stuðmannalag þegar andinn kemur yfir hana. Eftir því sem fréttamaður kemst næst er elsta skráða tilfellið af notkun Ingu á textabrotinu úr þessari frétt sem birtist á Vísi á kosninganótt 2016, þegar Flokkur fólksins bauð fyrst fram lista. „Við erum komin til að vera. Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga þá í samtali við fréttamann, og vísaði í lagið Sigurjón digri sem flokksmenn höfðu verið að syngja á kosningavökunni í Faxafeni „þar sem harðasti kjarninn var enn í góðum gír,“ segir í fréttinni. Inga og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði í þeim kosningum en sigldu inn á þing í kosningum ári síðar. Ljóst er að textabrotið er Ingu tamt. Á ferli hennar sem þingmaður hefur hún ítrekað gripið til þess í pontu á Alþingi, eins og tekið er saman í fyrsta annál fréttastofu sem horfa má á hér fyrir neðan. Samantektin hefst um það bil á mínútu 2:30. Þá sveif andi Stuðmanna einnig yfir vötnum á fyrsta blaðamannafundi „Valkyrjanna“ svokölluðu, sem nú standa í stjórnarmyndunarviðræðum, á dögunum. Þar vísaði Inga ekki aðeins í Sigurjón digra heldur söng einnig brot úr laginu Íslenskir karlmenn, við undirtektir Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Fréttamaður má svo til með að minna á ítarlega umfjöllun um annan áberandi frasa úr orðabók Ingu Sæland, sem birtist hér á Vísi í haust. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Eftir því sem fréttamaður kemst næst er elsta skráða tilfellið af notkun Ingu á textabrotinu úr þessari frétt sem birtist á Vísi á kosninganótt 2016, þegar Flokkur fólksins bauð fyrst fram lista. „Við erum komin til að vera. Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga þá í samtali við fréttamann, og vísaði í lagið Sigurjón digri sem flokksmenn höfðu verið að syngja á kosningavökunni í Faxafeni „þar sem harðasti kjarninn var enn í góðum gír,“ segir í fréttinni. Inga og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði í þeim kosningum en sigldu inn á þing í kosningum ári síðar. Ljóst er að textabrotið er Ingu tamt. Á ferli hennar sem þingmaður hefur hún ítrekað gripið til þess í pontu á Alþingi, eins og tekið er saman í fyrsta annál fréttastofu sem horfa má á hér fyrir neðan. Samantektin hefst um það bil á mínútu 2:30. Þá sveif andi Stuðmanna einnig yfir vötnum á fyrsta blaðamannafundi „Valkyrjanna“ svokölluðu, sem nú standa í stjórnarmyndunarviðræðum, á dögunum. Þar vísaði Inga ekki aðeins í Sigurjón digra heldur söng einnig brot úr laginu Íslenskir karlmenn, við undirtektir Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Fréttamaður má svo til með að minna á ítarlega umfjöllun um annan áberandi frasa úr orðabók Ingu Sæland, sem birtist hér á Vísi í haust.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira