Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 13:07 Framkvæmdastjórar Samtaka iðnaðarins og Landverndar tókust á um framtíð orkumála í Sprengisandi. Vísir/Samsett Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir kyrrstöðuna í orkumálunum hafa loksins rofna á því kjörtímabili sem var að ljúka og að nú bíði næstu ríkisstjórn aðeins það að hrinda áætlunum í framkvæmd. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segist harma það að umræða um orkumál sé ekki á hærra plani og að málið sé ekki svo einfalt. „Það er verkefni stjórnvalda að búa þannig um hnútana að orkuinnviðir nýtist samfélaginu, nýtist almenningi og þetta sé ekki þessi ofboðlsega virkjanapressa sem á að leysa allt mögulegt. Dæmið er miklu, miklu flóknara en það og það vitum við öll,“ segir Björg. Stórnotendur eigi ekki heima á almennum markaði Hún segir hættu á því að stórnotendur komi inn á þann orkumarkað heimilanna og smærri fyrirtækja og tekur til dæmis gagnaver og rafmyntaframleiðslu. Sigurður segir þó umsvif orkunotkunar gagnavera hafa dregist saman um 40 prósent á síðastliðnum sjö árum og að rafmyntaframleiðsla sé á útleið á Íslandi. Björg segir nauðsynlegt að orkuöryggi almennings sé tryggt og að það sé ekki gert nema að hemil verði komið á verðlagið. Sigurður segir Samtök iðnaðarins hafa áhyggjur af því að lagasetning komi til með að hafa ófyrirséð áhrif. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið afstöðu til þess nákvæmlega hvaða leið eigi að fara en við höfum auðvitað bent á að sú leið sem verði farin má ekki leiða til þess að það komist á einhver skonar ójafnvægi á markaðinn,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun viðameiri með hverju árinu Sigurður segir það liggja fyrir að virkja þurfi meira. „Það er of lítið framleitt. Það er sannarlega þannig. Við erum ekki að sjá nýja stórnotendur að koma inn á markaðinn. Framboðið hefur bara ekki fylgt veksti og viðgangi samfélagsins,“ segir hann. Minnst tvö ár séu í að orkuframleiðsla hefjist í Búrfellslundi og enn lengur í að Hvammsvirkjun verði tekin í gagnið. „Þannig við verðum því miður í erfiðri stöðu þangað til,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun verða viðameiri með hverju árinu sem framleiðsla sé ekki aukin, að sögn Sigurðar, og mikilvægt sé að bregðast tímanlega við. „Skerðingar voru fyrir 3 eða 4 árum fyrst fyrir alvöru. Þá var talað um það að þetta væri tilfallandi út af lélegum vatnsárum. En einhverra hluta vegna hafa þessar skerðingar verið á hverju einasta ári og þær verða viðameiri með tímanum. Kostnaðurinn við þetta er mikill. Við mátum það að síðasta vetur hefðu tapaðar útflutningstekjur numið 14 til 17 milljörðum. Gætu orðið meiri núna í vetur. Þetta skiptir okkur máli. Svo er það sú staðreynd að verð til almennings er að hækka,“ segir hann. Stóriðjan stundi hræðsluáróður Björg segir auðvelt fyrir stóriðjuna að hræða almenning með umræðu um yfirvofandi orkuskort. „Það getur alveg verið að það séu hagsmunir þeirra sem vilja virkja endalaust að hræða almenning með þessum orkuskorti vegna þess að virkjanavilji almennings hlýtur að vaxa í jöfnu hlutfalli við það að manni sé sagt að maður fái bara ekki orku,“ segir hún. Sigurður segir að lausnin liggi augum uppi. „Lausnin við því hlýtur að vera sú að virkja meira. Við erum ekki að finna upp á því í þessum þætti hvernig lögmál framboðs og eftirspurnar virki,“ segir hann. „Við þurfum einstöku sinnum að standa skil á fleiri hlutum en bara því,“ segir Björg þá. Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir kyrrstöðuna í orkumálunum hafa loksins rofna á því kjörtímabili sem var að ljúka og að nú bíði næstu ríkisstjórn aðeins það að hrinda áætlunum í framkvæmd. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segist harma það að umræða um orkumál sé ekki á hærra plani og að málið sé ekki svo einfalt. „Það er verkefni stjórnvalda að búa þannig um hnútana að orkuinnviðir nýtist samfélaginu, nýtist almenningi og þetta sé ekki þessi ofboðlsega virkjanapressa sem á að leysa allt mögulegt. Dæmið er miklu, miklu flóknara en það og það vitum við öll,“ segir Björg. Stórnotendur eigi ekki heima á almennum markaði Hún segir hættu á því að stórnotendur komi inn á þann orkumarkað heimilanna og smærri fyrirtækja og tekur til dæmis gagnaver og rafmyntaframleiðslu. Sigurður segir þó umsvif orkunotkunar gagnavera hafa dregist saman um 40 prósent á síðastliðnum sjö árum og að rafmyntaframleiðsla sé á útleið á Íslandi. Björg segir nauðsynlegt að orkuöryggi almennings sé tryggt og að það sé ekki gert nema að hemil verði komið á verðlagið. Sigurður segir Samtök iðnaðarins hafa áhyggjur af því að lagasetning komi til með að hafa ófyrirséð áhrif. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið afstöðu til þess nákvæmlega hvaða leið eigi að fara en við höfum auðvitað bent á að sú leið sem verði farin má ekki leiða til þess að það komist á einhver skonar ójafnvægi á markaðinn,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun viðameiri með hverju árinu Sigurður segir það liggja fyrir að virkja þurfi meira. „Það er of lítið framleitt. Það er sannarlega þannig. Við erum ekki að sjá nýja stórnotendur að koma inn á markaðinn. Framboðið hefur bara ekki fylgt veksti og viðgangi samfélagsins,“ segir hann. Minnst tvö ár séu í að orkuframleiðsla hefjist í Búrfellslundi og enn lengur í að Hvammsvirkjun verði tekin í gagnið. „Þannig við verðum því miður í erfiðri stöðu þangað til,“ segir Sigurður. Skerðingar á orkunotkun verða viðameiri með hverju árinu sem framleiðsla sé ekki aukin, að sögn Sigurðar, og mikilvægt sé að bregðast tímanlega við. „Skerðingar voru fyrir 3 eða 4 árum fyrst fyrir alvöru. Þá var talað um það að þetta væri tilfallandi út af lélegum vatnsárum. En einhverra hluta vegna hafa þessar skerðingar verið á hverju einasta ári og þær verða viðameiri með tímanum. Kostnaðurinn við þetta er mikill. Við mátum það að síðasta vetur hefðu tapaðar útflutningstekjur numið 14 til 17 milljörðum. Gætu orðið meiri núna í vetur. Þetta skiptir okkur máli. Svo er það sú staðreynd að verð til almennings er að hækka,“ segir hann. Stóriðjan stundi hræðsluáróður Björg segir auðvelt fyrir stóriðjuna að hræða almenning með umræðu um yfirvofandi orkuskort. „Það getur alveg verið að það séu hagsmunir þeirra sem vilja virkja endalaust að hræða almenning með þessum orkuskorti vegna þess að virkjanavilji almennings hlýtur að vaxa í jöfnu hlutfalli við það að manni sé sagt að maður fái bara ekki orku,“ segir hún. Sigurður segir að lausnin liggi augum uppi. „Lausnin við því hlýtur að vera sú að virkja meira. Við erum ekki að finna upp á því í þessum þætti hvernig lögmál framboðs og eftirspurnar virki,“ segir hann. „Við þurfum einstöku sinnum að standa skil á fleiri hlutum en bara því,“ segir Björg þá.
Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira