Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. desember 2024 07:02 Guðný Björk, Erna Hrund, Gummi Kíró og Chanel Björk fóru yfir eftirminnileg jólaföt. SAMSETT Löngum hefur verið hefð að klæða sig upp á aðfangadag og ýta þjóðsögur um jólaköttinn undir mikilvægi þess. Lífið á Vísi ræddi við nokkra tískuspegúlanta um eftirminnileg jólaklæði og hvaða föt verða fyrir valinu í ár. Virðist rauði þráðurinn vera að þeir sæki meira í þægindin nú en áður. Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi Kíró: „Ég ætla þessi jólin að vera í þægilegu svörtu setti, buxum og skyrtu, sem ég hef stundum notað ef ég vill vera fínn og pínu glamorous en er á sama sjúklega þægilegt. Gummi ætlar að rokka þægilegt en smart lúkk um jólin.Aðsend Það er hægt að hafa skyrtuna yfir buxurnar sem frekar afslappaðar víbrur en líka girtar ofan í buxurnar með fínu belti eins og ég mun hafa það þessi jólin. Ég man eftir þeim tíma sem ég var oft í þriggja laga (3 piece) jakkafötum og úr ullarblöndu. Þá var mér bæði allt of heitt og einnig sniðin alltof þröng þannig að ég var að drepast úr hita og buxurnar skárust inn í magan á mér eftir matinn. Fínu fötin sem voru ekki mjög þægileg.Aðsend Ég held að margir kannist við það að geta varla beðið eftir því henda sér úr fínu fötunum og beint í náttfötin eftir að hafa opna alla pakkana aðfangadagskvöld. Í dag klæði ég mig aðeins í eitthvað sem er þægilegt.“ Guðný Björk Halldórsdóttir, DJ Guðný: „Jólafötin voru heilagt fyrirbæri og mikið mál þegar maður var yngri. Þrátt fyrir að jólaföt síðustu ára hafi verið glæsilegri þá situr ekkert jafn fast í minni eins og þau sem maður valdi í samvinnu við mömmu, röltandi milli búða, mátandi allt mögulegt og reyna að ná sáttum. Eftirminnilegustu jólafötin mín eru þó úr fimmta bekk, þegar ég fékk í fyrsta sinn algjört listrænt frelsi til að velja þau sjálf. Mér fannst ég svo svakalega flott og „edgy“ í silfurlituðu pilsi úr Outfitters í Kringlunni sem ég óska þess að ég gæti ennþá passað í, svörtum kvartermabol með rúllukraga og fjólubláu bindi úr strákadeildinni í Hagkaup. Mynd af þessum efitrminnilegu klæðum sem Guðný Björk birti á Instagram hjá sér.Instagram Punkturinn yfir i-ið var svo hárgreiðslan; svakalegur toppur en restin af hárinu bundin í tagl. Þetta var alveg hrikalegt jólalúkk en ég er þakklát fyrir að hafa fengið að velja það sjálf. Á þeim tíma fannst mér ég flottust í heimi og núna hef ég eitthvað til að hlæja að þegar ég rifja þetta upp. Guðný var í skýjunum með fjólubláa bindið.Aðsend Ég má líka til með að minnast á jólakjólinn úr Debenhams í fjórða bekk. Hann var ein af fyrstu flíkunum sem opnuðu augu mín fyrir því hversu mikilvæg góð snið eru. Kjóllinn var svo ótrúlega fallegur í sniðinu og passaði svo fullkomlega að ég fékk engan frið frá frænkum í jólaboðunum. Í ár ætla ég að klæðast þægilegum fötum. Fyrst skelli ég mér í sett sem ég saumaði sjálf og svo er alltaf best að skella sér í nýju jólanáttfötin. Hátíðarhöldin hafa breyst með árunum og nú er ég farin að leggja meiri vinnu í áramótafötin en jólafötin.“ Guðný í settinu sem hún saumaði.Aðsend Chanel Björk, fjölmiðlakona: „Eftirminnilegustu fötin held ég að séu örugglega jólaföt sem ég var í sem unglingur en um sumarið þá förum við fjölskyldan til Ítalíu og ég keypti blússu frá Prada á einhverjum hönnunar markaði (e. Designer outlet). Chanel glæsileg í Prada blússunni góðu.Aðsend Ég var örugglega bara fjórtán ára en þetta var mjög eftirminnilegt því þetta var fyrsta hátísku flíkin mín. Þetta var hvít blússa með smá riffluðu hálsmáli. Ég var í henni við svartar þröngar gallabuxur. Í ár verð ég líklegast í rauðum síðum kjól frá uppáhalds merkinu mínu Line by K. Ég á í raun ekkert rautt í fataskápnum þannig þetta er smá áhætta (er meira fyrir nútral liti), en ég ákvað að breyta aðeins til í ár og krossa fingur að þetta fari mér. Ég er líka mjög hrifin af því að leika sér með litríkar sokkabuxur og blanda saman ólíkum litum eða mynstrum.“ View this post on Instagram A post shared by Chanel Björk (@chanelbjork) Erna Hrund, sölustjóri Collab: „Eftirminnilegustu jólafötin er rauður kjóll sem amma mín og nafna saumaði handa mér. Þetta er kjóllinn sem fer aldrei úr huga mér þegar ég hugsa til baka, ætli þetta hafi ekki verið jólin sem ég var fimm ára. Erna fimm ára í jólakjól sem amma hennar og nafna saumaði á hana.Aðsend Amma var áskrifandi af dönsku blöðunum eins og hún kallaði þau, Alt for damene og þess háttar tímarit sem komu til hennar í hverjum mánuði full af alls konar sniðum af klæðum sem hún saumaði svo af hennar einstöku fagmennsku. Yfirleitt heklaði hún svo fallegan kraga við kjólana. Í ár hefur kjóllinn ekki enn verið valinn, það er yfirleitt það síðasta því ég er það heppin að besta vinkona mín er fatahönnuður og á eina fallegustu verslunina í landinu svo ég geri mér ferð þangað á Þorláksmessu, við skiptumst á jólagjöfum og ég kaupi mér jólakjólinn. Erna kaupir jólakjólinn gjarnan í verslun Andreu í Hafnarfirði. Hún hefur bersýnilega alltaf verið hrifin af rauða litnum.Aðsend Í ár kemur þessi rauði sem heitir Habanera sterklega til greina svo er hann líka eldrauður eins og sá sem ég klæddist fyrir þrjátíu árum síðan svo það ætti vel við.“ Jól Tíska og hönnun Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi Kíró: „Ég ætla þessi jólin að vera í þægilegu svörtu setti, buxum og skyrtu, sem ég hef stundum notað ef ég vill vera fínn og pínu glamorous en er á sama sjúklega þægilegt. Gummi ætlar að rokka þægilegt en smart lúkk um jólin.Aðsend Það er hægt að hafa skyrtuna yfir buxurnar sem frekar afslappaðar víbrur en líka girtar ofan í buxurnar með fínu belti eins og ég mun hafa það þessi jólin. Ég man eftir þeim tíma sem ég var oft í þriggja laga (3 piece) jakkafötum og úr ullarblöndu. Þá var mér bæði allt of heitt og einnig sniðin alltof þröng þannig að ég var að drepast úr hita og buxurnar skárust inn í magan á mér eftir matinn. Fínu fötin sem voru ekki mjög þægileg.Aðsend Ég held að margir kannist við það að geta varla beðið eftir því henda sér úr fínu fötunum og beint í náttfötin eftir að hafa opna alla pakkana aðfangadagskvöld. Í dag klæði ég mig aðeins í eitthvað sem er þægilegt.“ Guðný Björk Halldórsdóttir, DJ Guðný: „Jólafötin voru heilagt fyrirbæri og mikið mál þegar maður var yngri. Þrátt fyrir að jólaföt síðustu ára hafi verið glæsilegri þá situr ekkert jafn fast í minni eins og þau sem maður valdi í samvinnu við mömmu, röltandi milli búða, mátandi allt mögulegt og reyna að ná sáttum. Eftirminnilegustu jólafötin mín eru þó úr fimmta bekk, þegar ég fékk í fyrsta sinn algjört listrænt frelsi til að velja þau sjálf. Mér fannst ég svo svakalega flott og „edgy“ í silfurlituðu pilsi úr Outfitters í Kringlunni sem ég óska þess að ég gæti ennþá passað í, svörtum kvartermabol með rúllukraga og fjólubláu bindi úr strákadeildinni í Hagkaup. Mynd af þessum efitrminnilegu klæðum sem Guðný Björk birti á Instagram hjá sér.Instagram Punkturinn yfir i-ið var svo hárgreiðslan; svakalegur toppur en restin af hárinu bundin í tagl. Þetta var alveg hrikalegt jólalúkk en ég er þakklát fyrir að hafa fengið að velja það sjálf. Á þeim tíma fannst mér ég flottust í heimi og núna hef ég eitthvað til að hlæja að þegar ég rifja þetta upp. Guðný var í skýjunum með fjólubláa bindið.Aðsend Ég má líka til með að minnast á jólakjólinn úr Debenhams í fjórða bekk. Hann var ein af fyrstu flíkunum sem opnuðu augu mín fyrir því hversu mikilvæg góð snið eru. Kjóllinn var svo ótrúlega fallegur í sniðinu og passaði svo fullkomlega að ég fékk engan frið frá frænkum í jólaboðunum. Í ár ætla ég að klæðast þægilegum fötum. Fyrst skelli ég mér í sett sem ég saumaði sjálf og svo er alltaf best að skella sér í nýju jólanáttfötin. Hátíðarhöldin hafa breyst með árunum og nú er ég farin að leggja meiri vinnu í áramótafötin en jólafötin.“ Guðný í settinu sem hún saumaði.Aðsend Chanel Björk, fjölmiðlakona: „Eftirminnilegustu fötin held ég að séu örugglega jólaföt sem ég var í sem unglingur en um sumarið þá förum við fjölskyldan til Ítalíu og ég keypti blússu frá Prada á einhverjum hönnunar markaði (e. Designer outlet). Chanel glæsileg í Prada blússunni góðu.Aðsend Ég var örugglega bara fjórtán ára en þetta var mjög eftirminnilegt því þetta var fyrsta hátísku flíkin mín. Þetta var hvít blússa með smá riffluðu hálsmáli. Ég var í henni við svartar þröngar gallabuxur. Í ár verð ég líklegast í rauðum síðum kjól frá uppáhalds merkinu mínu Line by K. Ég á í raun ekkert rautt í fataskápnum þannig þetta er smá áhætta (er meira fyrir nútral liti), en ég ákvað að breyta aðeins til í ár og krossa fingur að þetta fari mér. Ég er líka mjög hrifin af því að leika sér með litríkar sokkabuxur og blanda saman ólíkum litum eða mynstrum.“ View this post on Instagram A post shared by Chanel Björk (@chanelbjork) Erna Hrund, sölustjóri Collab: „Eftirminnilegustu jólafötin er rauður kjóll sem amma mín og nafna saumaði handa mér. Þetta er kjóllinn sem fer aldrei úr huga mér þegar ég hugsa til baka, ætli þetta hafi ekki verið jólin sem ég var fimm ára. Erna fimm ára í jólakjól sem amma hennar og nafna saumaði á hana.Aðsend Amma var áskrifandi af dönsku blöðunum eins og hún kallaði þau, Alt for damene og þess háttar tímarit sem komu til hennar í hverjum mánuði full af alls konar sniðum af klæðum sem hún saumaði svo af hennar einstöku fagmennsku. Yfirleitt heklaði hún svo fallegan kraga við kjólana. Í ár hefur kjóllinn ekki enn verið valinn, það er yfirleitt það síðasta því ég er það heppin að besta vinkona mín er fatahönnuður og á eina fallegustu verslunina í landinu svo ég geri mér ferð þangað á Þorláksmessu, við skiptumst á jólagjöfum og ég kaupi mér jólakjólinn. Erna kaupir jólakjólinn gjarnan í verslun Andreu í Hafnarfirði. Hún hefur bersýnilega alltaf verið hrifin af rauða litnum.Aðsend Í ár kemur þessi rauði sem heitir Habanera sterklega til greina svo er hann líka eldrauður eins og sá sem ég klæddist fyrir þrjátíu árum síðan svo það ætti vel við.“
Jól Tíska og hönnun Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira