Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2024 08:56 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í vikunni átta mánaða skilorðsbundinn dóm karlmanns fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart dóttur sinni, en líka hótanir gagnvart syni sínum. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að slá dóttur sína í andlitið, elta hana inn í svefnherbergi og þar sparka í búk hennar í ágúst 2016. Fyrir vikið mun dóttirin hafa hlotið ýmsa áverka. Hins vegar var honum gefið að sök að hóta dóttur sinni „svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergi sitt“, og svo í kjölfarið hótað syni sínum barsmíðum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að fjölskyldan hefði búið erlendis en flutt til Íslands árið 2016, en þau hefðu þó áður búið hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu gömul börnin voru þegar brotin voru framin. Sagði erlenda leyniþjónustu viðloðna málið Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu. Hann hefði aldrei beitt ofbeldi og „aldrei einu sinni skammað“ börnin. Þá sagði hann málið snúast um peninga og að heiðarlegra væri að afla sér peninga með öðru móti. Hann sagði dóttur sína hafa verið sjáaldur augna sinna, og kenndi henni ekki um neitt. Hann sagði fyrrverandi eiginkonu sína hafa „misnotað hreint hjarta“ dótturinnar til að „heilaþvo saklausu börnin“ og breytt þeim í óvini sína. Hann sagði konuna hafa leyft „allt þetta“. Hún hefði farið milli Íslands og ótilgreinds erlends lands þar sem hægt væri að „falsa og breyta öllum skjölum“ og sagði leyniþjónustu þessa lands gera slíkt fyrir hana. Rifjaði upp ofbeldi frá því að hún var fjögurra ára Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að eiginkonan fyrrverandi væri einhvers konar driffjöður ásakanana í málinu. Í lögregluskýrslu sagði dóttirin að hún gæti ekki talið upp öll þau tilvik þar sem faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi en sagðist muna eftir því að hann hafi slegið hana utan undir þegar hún var fjögurra ára gömul, eftir að hún missti niður glas. Þá hefði faðirinn beitt fjölskylduna miklu andlegu ofbeldi. Dómurinn sakfelldi manninn í báðum ákæruliðunum. Héraðsdómur dæmdi hann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða dóttur sinni eina milljón króna, og syninum 400 þúsund. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að slá dóttur sína í andlitið, elta hana inn í svefnherbergi og þar sparka í búk hennar í ágúst 2016. Fyrir vikið mun dóttirin hafa hlotið ýmsa áverka. Hins vegar var honum gefið að sök að hóta dóttur sinni „svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergi sitt“, og svo í kjölfarið hótað syni sínum barsmíðum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að fjölskyldan hefði búið erlendis en flutt til Íslands árið 2016, en þau hefðu þó áður búið hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu gömul börnin voru þegar brotin voru framin. Sagði erlenda leyniþjónustu viðloðna málið Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu. Hann hefði aldrei beitt ofbeldi og „aldrei einu sinni skammað“ börnin. Þá sagði hann málið snúast um peninga og að heiðarlegra væri að afla sér peninga með öðru móti. Hann sagði dóttur sína hafa verið sjáaldur augna sinna, og kenndi henni ekki um neitt. Hann sagði fyrrverandi eiginkonu sína hafa „misnotað hreint hjarta“ dótturinnar til að „heilaþvo saklausu börnin“ og breytt þeim í óvini sína. Hann sagði konuna hafa leyft „allt þetta“. Hún hefði farið milli Íslands og ótilgreinds erlends lands þar sem hægt væri að „falsa og breyta öllum skjölum“ og sagði leyniþjónustu þessa lands gera slíkt fyrir hana. Rifjaði upp ofbeldi frá því að hún var fjögurra ára Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að eiginkonan fyrrverandi væri einhvers konar driffjöður ásakanana í málinu. Í lögregluskýrslu sagði dóttirin að hún gæti ekki talið upp öll þau tilvik þar sem faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi en sagðist muna eftir því að hann hafi slegið hana utan undir þegar hún var fjögurra ára gömul, eftir að hún missti niður glas. Þá hefði faðirinn beitt fjölskylduna miklu andlegu ofbeldi. Dómurinn sakfelldi manninn í báðum ákæruliðunum. Héraðsdómur dæmdi hann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða dóttur sinni eina milljón króna, og syninum 400 þúsund. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms.
Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira