Áður en Elma Sif hóf störf hjá Stika Solutions starfaði hún hjá Iceland Seafood sem verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála og bar þar ábyrgð á gagnasöfnun og umbótum fyrir alla þætti sjálfbærni innan samstæðunnar. Þar áður starfaði hún sem sérfræðingur á sviði loftslagsmála og viðskiptakerfis hjá Umhverfisstofnun og sem umhverfisstjóri hjá PCC BakkiSilicon.
„Við erum mjög ánægð að fá Elmu í Stiku teymið. Víðtæk reynsla hennar og þekking á sviði sjálfbærni mun nýtast vel við að innleiða og þróa þær lausnir sem Stika hefur upp á að bjóða. Við ætlum okkur stóra hluti og erum að horfa á nýja markaði, bæði hér heima og erlendis og þessi ráðning er mikilvægur liður í þeirri vegferð,” segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Stika Solutions, í tilkynningu.
Stika Solutions var stofnað árið 2022 og í dag eru starfsmenn þess sex. Meðal hluthafa eru starfsmenn, Ísfélagið, Brim og Fisk Seafood.