107 ára gömul og dansar eins og unglamb Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2024 20:06 Þórhildur var kát og hress í dag eins og alltaf en hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, eða 107 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir fagnar 107 ára afmæli sínu í dag og að sjálfsögðu bauð hún til afmælisveislu. Þórhildur er sextándi Íslendingurinn, sem nær því að verða 107 ára. Það skemmtilegasta, sem Þórhildur gerir er að dansa. Það þykir ekki tiltökumál ef fólk nær því að vera 100 ára í dag en um 900 Íslendingar hafa náð þeim aldri en aðeins fimmtán hafa náð því að verða 107 ára og er Þórhildur sextándi Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hún er alltaf kát og hress en hún býr á Sléttuveginum í Reykjavík í þjónustuíbúð hjá Hrafnistu. Þórhildur er fædd 22. desember 1917 í Biskupstungum í Miðhúsum en fjölskyldan flutti fljótlega þaðan að Vatnsholti í Grímsnesi og bjó þar í um tvö ár áður en þau fluttu til Reykjavíkur 1923 þar sem Þórhildur hefur búið síðan. Eiginmaður Þórhildar var Gústaf Adólf Lárusson húsasmíðameistara frá Efri – Vaðli á Barðaströnd en hann dó 2013. Þórhildur og Gústaf eignuðust sex dætur en fimm þeirra eru á lífi á aldrinum 74 til 82 ára. En hvernig er að verða orðin 107 ára? "Það er bara gott þegar heilsan er í lagi og þá er allt fínt, bara ljómandi gott,” segir Þórhildur. Hverju þakkar þú fyrir hvað þú ert hraust og hress? „Að fara þokkalega með sig og hafa nóg að gera,” segir hún brosandi. Þórhildur hefur alltaf haft gaman af því að dansa og hún var fljót að bjóða fréttamanni upp í dans í dag. Henni hlakkar til jólanna en þar sé númer eitt, tvö og þrjú að fjölskyldan komi saman. Jólagjafirnar skipti engu máli þegar maður er orðinn 107 ára. „Já, leggja meira upp úr því að koma saman og eiga góða samveru.” En hvað stefnir Þórhildur á að verða gömul? „110 ára, þannig að ég er að seilast í áttina,“ segir hún hlæjandi. Þórhildur ætlar að njóta jólanna með fjölskyldunni því hún segir að samveran sé það mikilvægast um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessum skilaboðum vildi Þórhildur koma á framfæri til landsmanna á 107 ára afmælisdeginum. „Vera trúar sjálfum sér og vita hvað er rétt og hvað er rangt, það er bara svoleiðis.” Og hvað haldið þið, jólasveinn mætti óvænt í afmælið og söng að sjálfsögðu afmælissönginn með Þórhildi og gestum hennar. Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tímamót Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira
Það þykir ekki tiltökumál ef fólk nær því að vera 100 ára í dag en um 900 Íslendingar hafa náð þeim aldri en aðeins fimmtán hafa náð því að verða 107 ára og er Þórhildur sextándi Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hún er alltaf kát og hress en hún býr á Sléttuveginum í Reykjavík í þjónustuíbúð hjá Hrafnistu. Þórhildur er fædd 22. desember 1917 í Biskupstungum í Miðhúsum en fjölskyldan flutti fljótlega þaðan að Vatnsholti í Grímsnesi og bjó þar í um tvö ár áður en þau fluttu til Reykjavíkur 1923 þar sem Þórhildur hefur búið síðan. Eiginmaður Þórhildar var Gústaf Adólf Lárusson húsasmíðameistara frá Efri – Vaðli á Barðaströnd en hann dó 2013. Þórhildur og Gústaf eignuðust sex dætur en fimm þeirra eru á lífi á aldrinum 74 til 82 ára. En hvernig er að verða orðin 107 ára? "Það er bara gott þegar heilsan er í lagi og þá er allt fínt, bara ljómandi gott,” segir Þórhildur. Hverju þakkar þú fyrir hvað þú ert hraust og hress? „Að fara þokkalega með sig og hafa nóg að gera,” segir hún brosandi. Þórhildur hefur alltaf haft gaman af því að dansa og hún var fljót að bjóða fréttamanni upp í dans í dag. Henni hlakkar til jólanna en þar sé númer eitt, tvö og þrjú að fjölskyldan komi saman. Jólagjafirnar skipti engu máli þegar maður er orðinn 107 ára. „Já, leggja meira upp úr því að koma saman og eiga góða samveru.” En hvað stefnir Þórhildur á að verða gömul? „110 ára, þannig að ég er að seilast í áttina,“ segir hún hlæjandi. Þórhildur ætlar að njóta jólanna með fjölskyldunni því hún segir að samveran sé það mikilvægast um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessum skilaboðum vildi Þórhildur koma á framfæri til landsmanna á 107 ára afmælisdeginum. „Vera trúar sjálfum sér og vita hvað er rétt og hvað er rangt, það er bara svoleiðis.” Og hvað haldið þið, jólasveinn mætti óvænt í afmælið og söng að sjálfsögðu afmælissönginn með Þórhildi og gestum hennar.
Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tímamót Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira