Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. desember 2024 20:01 Sigríður Hermannsdóttir, til hægri, var að opna ljósmyndasýningu sem byggir á reynslu hennar sem hinsegin kona í sundi. Með henni á myndinni er Unnur kærasta hennar. Instagram „Ég er nokkuð viss um að ef við værum gagnkynhneigt par hefði þessi maður ekki haft svona mikinn áhuga á okkur,“ segir ljósmyndarinn Sigríður Hermannsdóttir. Hún var að ljúka við nám í Ljósmyndaskólanum og hefur útskrifarverk hennar „Can I be next?“ vakið athygli. Verkið byggir á upplifun Sigríðar sem hinsegin manneskja í sundi en hún og kærasta hennar hafa þar orðið fyrir áreiti og aðkasti. Vissi seint að ljósmyndun gæti verið list „Ég fékk fyrstu myndavélina mína þegar ég var sjö ára og byrjaði í raun þá að taka myndir en þó alls ekki í sama tilgangi og í dag. Ég hef alltaf heillast að list en vissi frekar seint að ljósmyndir gætu verið list. Ég fór í ljósmyndaáfanga í MH og þá byrjaði allt að rúlla,“ segir Sigríður um kveikjuna að ljósmyndaáhuganum. „Það var eitthvað sem small, þetta urðu uppáhalds tímarnir mínir og ég fékk mikla hvatningu og hrós fyrir verkefnin sem ég vann. Á þessum tíma tók ég mest portret myndir og götuljósmyndir og fer í raun inn í Ljósmyndaskólann með það markmið að verða betri í því. Það er mjög fyndið að líta til baka og sjá að ég hef ekki tekið eina götuljósmynd síðan ég byrjaði í náminu,“ bætir Sigríður við kímin. Sigríður á opnun sýningarinnar.Aðsend Femínísk listastefna mikill innblástur Á fyrsta árinu sínu í Ljósmyndaskólanum fór Sigríður í listasöguáfanga hjá Aðalheiði Lilju Guðmundsdóttur sem hún er mjög þakklát fyrir. „Hún kenndi okkur meðal annars um femínsku listastefnuna og sýndi okkur mikið af listakonum sem börðust fyrir stöðu kvenna innan listheimsins. Þessar konur veittu mér mikinn innblástur í gegnum námið og einnig fyrir þessa sýningu. Ég væri örugglega að gera allt öðruvísi verk ef ég hefði ekki farið í þennan áfanga.“ View this post on Instagram A post shared by S I G R I D U R 🦋 (@sigridurhermannsss) Áreittar af ókunnugum manni Útskrifarverkið er alfarið byggt á persónulegri reynslu Sigríðar. „Ég og kærastan mín förum í sund nánast daglega og höfum nokkrum sinnum orðið fyrir áreitni fyrir það að vera hinsegin. Í eitt skipti sátum við saman í heita pottinum þreyttar eftir daginn og ég bið Unni að nudda á mér axlirnar. Ég sný mér við og þakka henni fyrir með kossi á kinnina. Ég fann að maðurinn sem sat nálægt hafði verið að horfa á okkur, meðvitað veittum við honum ekki athygli. Um leið og ég kyssi Unni segir hann við okkur: Do that again, eða gerið þetta aftur. Ég er nokkuð viss um að ef við værum gagnkynhneigt par hefði þessi maður ekki haft svona mikinn áhuga á okkur. Við svöruðum honum ekki en hann hélt áfram: Kiss her for me, eða kysstu hana fyrir mig.“ Meðal verka Sigríðar á sýningunni.Sigríður Hermanns Engin rétt viðbrögð við áreitni Sigríður segist í kjölfarið hafa frosið. „Hann ákvað að reyna einu sinni enn og sagði: Can I be next? Ég vil ekki þakka þessum manni fyrir neitt en hann má eiga það að síðustu orðin sem hann sagði við okkur urðu nafnið á sýningunni. Ég hugsaði oft til baka og vildi að ég hefði sagt eitthvað eða brugðist öðruvísi við en það eru engin rétt viðbrögð eða svör við áreitni. Þetta verk er besta svarið sem ég fann.“ Hún segir að það sé óumflýjanlega berskjaldandi að opna sýningu sem þessa. „Þegar ég skapa listaverk beint frá hjartanu finnst mér alltaf berskjaldandi að sýna það. Ferlið var samt lang erfiðast. Mér fannst erfitt að fara til baka í atvikin og kryfja þau. Spyrja mig endalaust að því af hverju ég vildi fjalla um þetta málefni og hvort ég hefði rétt á því. Það kemur alltaf tímapunktur þar sem manni finnst allt ömurlegt sem maður er að gera. Ég hugsaði mikið um áhorfandann og hvernig fólk myndi taka í þetta.“ Verk úr sundseríu Sigríðar.Sigríður Hermanns Fjölbreyttar reynslusögur staðfesti mikilvægi verksins Hún segist þó hafa lært að viðbrögð annarra skipti í raun engu máli. „Því um leið og verkið er komið upp get ekki breytt því og fólki er frjálst að túlka það á sinn hátt. Ég minnti mig líka reglulega á að þetta væri byggt á minni reynslu og að ég væri að gera þetta fyrir mig. Ég fékk góð viðbrögð á opnuninni og það komu aðrir hinsegin einstaklingar sem höfðu sínar eigin sögur af áreitni í sundi sem er auðvitað hræðilegt en á sama tíma staðfesti það mikilvægi verksins.“ Sigríður segist ekki alltaf hafa átt auðvelt með að tjá sig í gegnum listina en síðastliðin þrjú ár hafa þó valdið straumhvörfum í hennar lífi. „Ég hef þróast svo mikið og lært margt. Ég hef skoðað hvernig annað listafólk tjáir sig og út frá því fundið mína leið. Það er oft talað um að læra allar reglurnar til þess að geta brotið þær og mér finnst ég vera kominn á þann stað. Ég gerði það að einhverju leyti með þessu verki. Ég held líka að það eigi ekki að vera auðvelt að tjá sig með list, annars myndum við öll gera það,“ segir Sigríður að lokum. Sýningin stendur til 6. janúar næstkomandi og er staðsett á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ljósmyndun Menning Hinsegin Sundlaugar og baðlón Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Vissi seint að ljósmyndun gæti verið list „Ég fékk fyrstu myndavélina mína þegar ég var sjö ára og byrjaði í raun þá að taka myndir en þó alls ekki í sama tilgangi og í dag. Ég hef alltaf heillast að list en vissi frekar seint að ljósmyndir gætu verið list. Ég fór í ljósmyndaáfanga í MH og þá byrjaði allt að rúlla,“ segir Sigríður um kveikjuna að ljósmyndaáhuganum. „Það var eitthvað sem small, þetta urðu uppáhalds tímarnir mínir og ég fékk mikla hvatningu og hrós fyrir verkefnin sem ég vann. Á þessum tíma tók ég mest portret myndir og götuljósmyndir og fer í raun inn í Ljósmyndaskólann með það markmið að verða betri í því. Það er mjög fyndið að líta til baka og sjá að ég hef ekki tekið eina götuljósmynd síðan ég byrjaði í náminu,“ bætir Sigríður við kímin. Sigríður á opnun sýningarinnar.Aðsend Femínísk listastefna mikill innblástur Á fyrsta árinu sínu í Ljósmyndaskólanum fór Sigríður í listasöguáfanga hjá Aðalheiði Lilju Guðmundsdóttur sem hún er mjög þakklát fyrir. „Hún kenndi okkur meðal annars um femínsku listastefnuna og sýndi okkur mikið af listakonum sem börðust fyrir stöðu kvenna innan listheimsins. Þessar konur veittu mér mikinn innblástur í gegnum námið og einnig fyrir þessa sýningu. Ég væri örugglega að gera allt öðruvísi verk ef ég hefði ekki farið í þennan áfanga.“ View this post on Instagram A post shared by S I G R I D U R 🦋 (@sigridurhermannsss) Áreittar af ókunnugum manni Útskrifarverkið er alfarið byggt á persónulegri reynslu Sigríðar. „Ég og kærastan mín förum í sund nánast daglega og höfum nokkrum sinnum orðið fyrir áreitni fyrir það að vera hinsegin. Í eitt skipti sátum við saman í heita pottinum þreyttar eftir daginn og ég bið Unni að nudda á mér axlirnar. Ég sný mér við og þakka henni fyrir með kossi á kinnina. Ég fann að maðurinn sem sat nálægt hafði verið að horfa á okkur, meðvitað veittum við honum ekki athygli. Um leið og ég kyssi Unni segir hann við okkur: Do that again, eða gerið þetta aftur. Ég er nokkuð viss um að ef við værum gagnkynhneigt par hefði þessi maður ekki haft svona mikinn áhuga á okkur. Við svöruðum honum ekki en hann hélt áfram: Kiss her for me, eða kysstu hana fyrir mig.“ Meðal verka Sigríðar á sýningunni.Sigríður Hermanns Engin rétt viðbrögð við áreitni Sigríður segist í kjölfarið hafa frosið. „Hann ákvað að reyna einu sinni enn og sagði: Can I be next? Ég vil ekki þakka þessum manni fyrir neitt en hann má eiga það að síðustu orðin sem hann sagði við okkur urðu nafnið á sýningunni. Ég hugsaði oft til baka og vildi að ég hefði sagt eitthvað eða brugðist öðruvísi við en það eru engin rétt viðbrögð eða svör við áreitni. Þetta verk er besta svarið sem ég fann.“ Hún segir að það sé óumflýjanlega berskjaldandi að opna sýningu sem þessa. „Þegar ég skapa listaverk beint frá hjartanu finnst mér alltaf berskjaldandi að sýna það. Ferlið var samt lang erfiðast. Mér fannst erfitt að fara til baka í atvikin og kryfja þau. Spyrja mig endalaust að því af hverju ég vildi fjalla um þetta málefni og hvort ég hefði rétt á því. Það kemur alltaf tímapunktur þar sem manni finnst allt ömurlegt sem maður er að gera. Ég hugsaði mikið um áhorfandann og hvernig fólk myndi taka í þetta.“ Verk úr sundseríu Sigríðar.Sigríður Hermanns Fjölbreyttar reynslusögur staðfesti mikilvægi verksins Hún segist þó hafa lært að viðbrögð annarra skipti í raun engu máli. „Því um leið og verkið er komið upp get ekki breytt því og fólki er frjálst að túlka það á sinn hátt. Ég minnti mig líka reglulega á að þetta væri byggt á minni reynslu og að ég væri að gera þetta fyrir mig. Ég fékk góð viðbrögð á opnuninni og það komu aðrir hinsegin einstaklingar sem höfðu sínar eigin sögur af áreitni í sundi sem er auðvitað hræðilegt en á sama tíma staðfesti það mikilvægi verksins.“ Sigríður segist ekki alltaf hafa átt auðvelt með að tjá sig í gegnum listina en síðastliðin þrjú ár hafa þó valdið straumhvörfum í hennar lífi. „Ég hef þróast svo mikið og lært margt. Ég hef skoðað hvernig annað listafólk tjáir sig og út frá því fundið mína leið. Það er oft talað um að læra allar reglurnar til þess að geta brotið þær og mér finnst ég vera kominn á þann stað. Ég gerði það að einhverju leyti með þessu verki. Ég held líka að það eigi ekki að vera auðvelt að tjá sig með list, annars myndum við öll gera það,“ segir Sigríður að lokum. Sýningin stendur til 6. janúar næstkomandi og er staðsett á Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Ljósmyndun Menning Hinsegin Sundlaugar og baðlón Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira