Brást of harkalega við dyraati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2024 11:27 Barnabarn konunnar, ung stelpa, var í heimsókn hjá henni. Hún sagði strákana hafa kastað steinum í húsið en strákarnir sögðu stelpuna hafa gert grín að sér út um gluggann. Vísir/Rakel Ósk Kona hefur verið sakfelld fyrir að draga ungan dreng sem hafði gert dyraat hjá henni frá leikvelli og upp tröppur að heimili hennar gegn vilja drengsins. Konan sagði háttsemina eins og þá sem viðhöfð sé í grunnskóla þar sem hún starfi en héraðsdómur sagði aðstæður ekki samanburðarhæfar. Það var dag nokkurn á höfuðborgarsvæðinu árið 2020 sem málið kom upp. Tveir drengir á grunnskólaaldri voru við leik á leikvelli við hlið heimilis konunnar. Hún hafði verið ökklabrotin og lent endurtekið í því að krakkar voru að gera dyraat hjá henni og fylgjast með henni koma til dyra á hækjum. Drengirnir léku sér með frisbídisk sem hafnaði á einhverjum tímapunkti á þaki við hús konunnar. Hún heyrði hljóð og um svipað leyti var bjöllunni hringt. Enginn var við útidyrnar en svo sá hún dreng fela sig. Hún fór til drengsins og dró hann í átt að húsi sínu. Drengurinn sagðist hafa barist á móti og grátið mikið en konan sagðist hafa beðið drenginn um að koma og ræða við sig, tekið í hönd hans og hann ekki hreyft við mótmælum. Framburður vitna studdi frásögn drengsins um að hann hefði ekki fylgt konunni sjálfviljugur og reynt að losna frá henni. Konan starfar sem grunnskólakennari og sagði fyrir dómi að sú háttsemi sem hún hefði viðhaft væri að öllu leyti í samræmi við vinnureglur í skóla þar sem hún starfi. Þar séu börn sem sýni af sér óæskilega hegðun leidd úr aðstæðum til samræðna. Héraðsdómur taldi aðstæður allt aðrar í þessu tilfelli. Konan hefði ekki umsjón með drengnum og var honum alveg ókunnug. Hann væri ungur drengur en hún fullorðin kona sem hefði þar af leiðandi mikla yfirburði í aðstæðunum. Skiljanlegt væri að konunni hefði gramist hátterni barna í hverfinu í hennar garð og haft ástæðu til að veita þeim tiltal. Háttsemi hennar hefði þó gengið of langt. Drengurinn hefði verið mjög skelkaður og grátið sáran. Engu að síður hafi konan ekki sleppt honum fyrr en fullorðin kona skarst í leikinn. Héraðsdómur ákvað þó að gera konunni ekki refsingu og skilorðsbinda dóminn til tveggja ára. Var litið til þess hve langt væri liðið frá atvikum en málið var látið niður falla áður en ríkissaksóknari sneri þeirri ákvörðun lögreglu við. Ákæra var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir atvik. Konan var dæmd til að greiða drengnum 400 þúsund krónur í miskabætur. Líkamlegar afleiðingar hefðu verið minniháttar en þó nokkrar andlegar afleiðingar. Þetta er þriðji dómurinn á skömmum tíma á höfuðborgarsvæðinu þar sem fullorðinn einstaklingur er sakfelldur fyrir ofbeldi gagnvart börnum. Fréttir af hinum dómunum má sjá í tenglum hér að ofan. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Það var dag nokkurn á höfuðborgarsvæðinu árið 2020 sem málið kom upp. Tveir drengir á grunnskólaaldri voru við leik á leikvelli við hlið heimilis konunnar. Hún hafði verið ökklabrotin og lent endurtekið í því að krakkar voru að gera dyraat hjá henni og fylgjast með henni koma til dyra á hækjum. Drengirnir léku sér með frisbídisk sem hafnaði á einhverjum tímapunkti á þaki við hús konunnar. Hún heyrði hljóð og um svipað leyti var bjöllunni hringt. Enginn var við útidyrnar en svo sá hún dreng fela sig. Hún fór til drengsins og dró hann í átt að húsi sínu. Drengurinn sagðist hafa barist á móti og grátið mikið en konan sagðist hafa beðið drenginn um að koma og ræða við sig, tekið í hönd hans og hann ekki hreyft við mótmælum. Framburður vitna studdi frásögn drengsins um að hann hefði ekki fylgt konunni sjálfviljugur og reynt að losna frá henni. Konan starfar sem grunnskólakennari og sagði fyrir dómi að sú háttsemi sem hún hefði viðhaft væri að öllu leyti í samræmi við vinnureglur í skóla þar sem hún starfi. Þar séu börn sem sýni af sér óæskilega hegðun leidd úr aðstæðum til samræðna. Héraðsdómur taldi aðstæður allt aðrar í þessu tilfelli. Konan hefði ekki umsjón með drengnum og var honum alveg ókunnug. Hann væri ungur drengur en hún fullorðin kona sem hefði þar af leiðandi mikla yfirburði í aðstæðunum. Skiljanlegt væri að konunni hefði gramist hátterni barna í hverfinu í hennar garð og haft ástæðu til að veita þeim tiltal. Háttsemi hennar hefði þó gengið of langt. Drengurinn hefði verið mjög skelkaður og grátið sáran. Engu að síður hafi konan ekki sleppt honum fyrr en fullorðin kona skarst í leikinn. Héraðsdómur ákvað þó að gera konunni ekki refsingu og skilorðsbinda dóminn til tveggja ára. Var litið til þess hve langt væri liðið frá atvikum en málið var látið niður falla áður en ríkissaksóknari sneri þeirri ákvörðun lögreglu við. Ákæra var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir atvik. Konan var dæmd til að greiða drengnum 400 þúsund krónur í miskabætur. Líkamlegar afleiðingar hefðu verið minniháttar en þó nokkrar andlegar afleiðingar. Þetta er þriðji dómurinn á skömmum tíma á höfuðborgarsvæðinu þar sem fullorðinn einstaklingur er sakfelldur fyrir ofbeldi gagnvart börnum. Fréttir af hinum dómunum má sjá í tenglum hér að ofan.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02