Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2024 15:44 Arnaldur Indriðason er söluhæstur þó hann hafi gefið glæpasögunni frí þetta árið. Hann er nú tilnefndur til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna og verður spennandi að sjá, í næsta mánuði, hvernig fer með þau. vísir/vilhelm Þó Arnaldur Indriðason hafi gefið glæpasögunni frí þessi jólin, og sendi frá sér bók um Jónas Hallgrímsson, þá er hann öruggur á toppi bóksölunnar. Þjóðin elskar Arnald. Fyrir þremur árum síðan kom út bókin Sigurverkið, fyrsta skáldverk Arnaldar Indriðasonar sem ekki flokkaðist sem glæpasaga. Þetta stökk milli bókmenntaflokka dró ekki mikið úr áhuga lesenda á Arnaldi. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Hún er að taka blaðamann Vísis með sér í stutta sögustund. En Vísir gefur út bóksölulista í samstarfi við Félag bókaútgefenda og nú er komið að þeim síðasta fyrir þessi jól. „Sigurverkið var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og endaði sem önnur mest selda bók ársins 2021, næst á eftir Lok, lok og læs eftir Yrsu Sigurðardóttur. Í ár bætir Arnaldur um betur, skáldverkið Ferðalok er mest selda bók ársins til þessa, hefur setið í fyrsta sæti Bóksölulistans frá því hún kom út, að undanskildum einum lista þegar Ævisaga Geirs H. Haarde hafði betur.“ Ferðalok hefur einnig verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Ekki er hægt annað en að óska Arnaldi til hamingju með árangurinn, hann er einfaldlega sá höfundur sem haldið hefur þjóðinni allra manna best að lestri á liðnum áratugum, ótvíræður konungur jólabókaflóðsins. Skáldverkin safna vopnum sínum Bryndís er ánægð með vaxandi veg skáldverkanna en af tíu mest seldu bókum síðustu viku eru sjö skáldverk, þar af fjórar glæpasögur og þrjú bókmenntaverk. Að sama skapa má nefna að aðeins ein barnabók er á meðal tíu mest seldu bóka vikunnar, Orri óstöðvandi – Heimsfrægur á Íslandi. Enginn á Íslandi veit meira um bóksölu en Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, en áður en hún tók við starfi hjá útgefendum starfaði hún sem verslunarstjóri í bókabúð Eymundsson. vísir/vilhelm „Orri situr nú í sjöunda sæti listans en sú var tíðin að barnabækur röðuðu sér ofar á listann í aðdraganda jóla og áttu oftast tvo til þrjá af tíu mest seldu titlunum. Hvort þetta sé afleiðing aukinnar sölu skáldverka, merki að sala barnabóka dreifist á fleiri titla eða að sala þeirra sé að dragast saman verður að koma í ljós við ársuppgjörið í janúar,“ segir Bryndís. Hástökkvari vikunnar er svo Gólem eftir Steinar Braga. Hún kemur ný inn á skáldverkalistann og fer beint upp í 11. sæti. Moldin heit eftir Birgittu Björg Guðmundsdóttur og Synir himnasmiðsins eftir Guðmund Andra Thorsson koma einnig nýjar inn á skáldverkalistann. Íþróttahetjurnar taka hástökk á bóksölulistum „Markmaður þjóðarinnar, Hannes Þór Halldórsson tekur einnig risastökk upp listann, hækkar sig um 10 sæti og situr nú í áttunda sæti fræðibókalistans. Ný á lista þar er ráðgátubókin Morðleikir, 100 auðveldar til ómögulegar gátur til að leysa með rökhugsun, leikni og ályktunarhæfni í þýðingu Ingunnar Snædal.“ Sveindís Jane – saga af stelpu í landsliði tekur sama stökkið og Hannes, fer einnig upp um 10 sæti og situr í áttunda sæti barnabókalistans. Nýjar bækur þar á lista eru Disney Jólasyrpa 2024, Dótarímur Þórarins Eldjárns og Fótboltaspurningar 2024 í samantekt Guðjóns Inga Eiríkssonar. „Við hvetjum landsmenn til þess að halda í hefðina og gefa bækur til jólagjafa. Það mætir enginn ólesinn í jólaboðinn í ár,“ segir Bryndís. Bóksölulistinn 16.-22. desember Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Hulda - Ragnar Jónasson Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Ævisaga - Geir H. Haarde Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Stella segir bless - Gunnar Helgason Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Skáldverk Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Hulda - Ragnar Jónasson Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir Þegar sannleikurinn sefur - Nanna Rögnvaldardóttir Gólem - Steinar Bragi Jólabústaðurinn - Sarah Morgan,þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir Rétt áðan - Illugi Jökulsson Kul - Sunna Dís Másdóttir Hittu mig í Hellisgerði - Ása Marin Speglahúsið - Benný Sif Ísleifsdóttir Moldin heit - Birgitta Björg Guðmarsdóttir Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir Synir himnasmiðs - Guðmundur Andri Thorsson Hjartabein - Colleen Hoover, þýð. Sunna Dís Másdóttir Fræðbækur og rit almenns efnis Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Ævisaga - Geir H. Haarde Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson Duna - Saga kvikmyndagerðarkonu - Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar Öxin, Agnes og Friðrik - Síðasta aftakan á Íslandi - Magnús Ólafsson Hannes - Handritið mitt - Magnús Örn Helgason Churchill - Stjórnvitringurinn framsýni - James C. Humes, þýð. Magnús Þór Hafsteinsson Fangar Breta - Sindri Freysson Ullaræði: Villahullu 2 - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen Frasabókin – ný og endurbætt íslensk snjallyrði - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Til taks - Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson og Páll Halldórsson Fólk og flakk - Sagnakvöld af baksviði stjórnmálanna - Steingrímur J. Sigfússon Í veiði með Árna Bald - Árni Baldursson Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave - Ólafur Ragnar Grímsson Ég átti að heita Bjólfur - Æskuminningar - Jón Ársæll Þórðarson Morðleikir 100 auðveldar til ómögulegar gátur - G.T. Karper, þýð. Ingunn Snædal Fótboltaspurningar Illuga Jökulssonar - Illugi Jökulsson Ég skal hjálpa þér - Saga Auriar - Herdís Magnea Hübner Barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Stella segir bless - Gunnar Helgason Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Sveindís Jane: Saga af stelpu í landsliði - Sveindís Jane Jónsdóttir og Sæmundur Norðfjörð Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson Kærókeppnin - Embla Bachmann, myndir Blær Guðmundsdóttir Jólasyrpa 2024 - Walt Disney Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Dagbók Kidda klaufa 18: Ekkert mál - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson Þegar Trölli stal jólunum - Dr. Seuss, þýð. Þorsteinn Valdimarsson Risaeðlugengið 6: Leyndarmálið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer Fóboltastjörnur - Ronaldo er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson Dótarímur - Þórarinn Eldjárn Fótboltaspurningar 2024 - Guðjón Ingi Eiríksson Vörubílar og vinnuvélar - Örn Sigurðsson Uppsafnað frá áramótum Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Ævisaga - Geir H. Haarde Hulda - Ragnar Jónasson Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Stella segir bless - Gunnar Helgason Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndir Wiebke Rauers Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir,myndir Halldór Baldursson Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti Það er tíðindalítið á toppnum, Arnaldur og Yrsa í fyrsta og öðru sæti líkt og í síðustu viku og Bjarni Fritzsson læðir Orra óstöðvandi upp um eitt sæti og er nú kominn upp í þriðja sæti listans. 17. desember 2024 14:10 Yrsa reykspólar fram úr Geir Vísir birtir annan bóksölulistann á þessari vertíð. Nú eru línur teknar að skýrast þó enn séu æsispennandi tímar framundan í bóksölunni. 10. desember 2024 14:32 Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Vísir birtir, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, fyrsta bóksölulista ársins. Hann endurspeglar að þessu sinni sölu íslenskra bóka í nóvember. 3. desember 2024 14:12 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fyrir þremur árum síðan kom út bókin Sigurverkið, fyrsta skáldverk Arnaldar Indriðasonar sem ekki flokkaðist sem glæpasaga. Þetta stökk milli bókmenntaflokka dró ekki mikið úr áhuga lesenda á Arnaldi. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Hún er að taka blaðamann Vísis með sér í stutta sögustund. En Vísir gefur út bóksölulista í samstarfi við Félag bókaútgefenda og nú er komið að þeim síðasta fyrir þessi jól. „Sigurverkið var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og endaði sem önnur mest selda bók ársins 2021, næst á eftir Lok, lok og læs eftir Yrsu Sigurðardóttur. Í ár bætir Arnaldur um betur, skáldverkið Ferðalok er mest selda bók ársins til þessa, hefur setið í fyrsta sæti Bóksölulistans frá því hún kom út, að undanskildum einum lista þegar Ævisaga Geirs H. Haarde hafði betur.“ Ferðalok hefur einnig verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Ekki er hægt annað en að óska Arnaldi til hamingju með árangurinn, hann er einfaldlega sá höfundur sem haldið hefur þjóðinni allra manna best að lestri á liðnum áratugum, ótvíræður konungur jólabókaflóðsins. Skáldverkin safna vopnum sínum Bryndís er ánægð með vaxandi veg skáldverkanna en af tíu mest seldu bókum síðustu viku eru sjö skáldverk, þar af fjórar glæpasögur og þrjú bókmenntaverk. Að sama skapa má nefna að aðeins ein barnabók er á meðal tíu mest seldu bóka vikunnar, Orri óstöðvandi – Heimsfrægur á Íslandi. Enginn á Íslandi veit meira um bóksölu en Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, en áður en hún tók við starfi hjá útgefendum starfaði hún sem verslunarstjóri í bókabúð Eymundsson. vísir/vilhelm „Orri situr nú í sjöunda sæti listans en sú var tíðin að barnabækur röðuðu sér ofar á listann í aðdraganda jóla og áttu oftast tvo til þrjá af tíu mest seldu titlunum. Hvort þetta sé afleiðing aukinnar sölu skáldverka, merki að sala barnabóka dreifist á fleiri titla eða að sala þeirra sé að dragast saman verður að koma í ljós við ársuppgjörið í janúar,“ segir Bryndís. Hástökkvari vikunnar er svo Gólem eftir Steinar Braga. Hún kemur ný inn á skáldverkalistann og fer beint upp í 11. sæti. Moldin heit eftir Birgittu Björg Guðmundsdóttur og Synir himnasmiðsins eftir Guðmund Andra Thorsson koma einnig nýjar inn á skáldverkalistann. Íþróttahetjurnar taka hástökk á bóksölulistum „Markmaður þjóðarinnar, Hannes Þór Halldórsson tekur einnig risastökk upp listann, hækkar sig um 10 sæti og situr nú í áttunda sæti fræðibókalistans. Ný á lista þar er ráðgátubókin Morðleikir, 100 auðveldar til ómögulegar gátur til að leysa með rökhugsun, leikni og ályktunarhæfni í þýðingu Ingunnar Snædal.“ Sveindís Jane – saga af stelpu í landsliði tekur sama stökkið og Hannes, fer einnig upp um 10 sæti og situr í áttunda sæti barnabókalistans. Nýjar bækur þar á lista eru Disney Jólasyrpa 2024, Dótarímur Þórarins Eldjárns og Fótboltaspurningar 2024 í samantekt Guðjóns Inga Eiríkssonar. „Við hvetjum landsmenn til þess að halda í hefðina og gefa bækur til jólagjafa. Það mætir enginn ólesinn í jólaboðinn í ár,“ segir Bryndís. Bóksölulistinn 16.-22. desember Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Hulda - Ragnar Jónasson Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Ævisaga - Geir H. Haarde Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Stella segir bless - Gunnar Helgason Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Skáldverk Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Hulda - Ragnar Jónasson Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir Þegar sannleikurinn sefur - Nanna Rögnvaldardóttir Gólem - Steinar Bragi Jólabústaðurinn - Sarah Morgan,þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir Rétt áðan - Illugi Jökulsson Kul - Sunna Dís Másdóttir Hittu mig í Hellisgerði - Ása Marin Speglahúsið - Benný Sif Ísleifsdóttir Moldin heit - Birgitta Björg Guðmarsdóttir Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir Synir himnasmiðs - Guðmundur Andri Thorsson Hjartabein - Colleen Hoover, þýð. Sunna Dís Másdóttir Fræðbækur og rit almenns efnis Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Ævisaga - Geir H. Haarde Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson Duna - Saga kvikmyndagerðarkonu - Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar Öxin, Agnes og Friðrik - Síðasta aftakan á Íslandi - Magnús Ólafsson Hannes - Handritið mitt - Magnús Örn Helgason Churchill - Stjórnvitringurinn framsýni - James C. Humes, þýð. Magnús Þór Hafsteinsson Fangar Breta - Sindri Freysson Ullaræði: Villahullu 2 - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen Frasabókin – ný og endurbætt íslensk snjallyrði - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Til taks - Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson og Páll Halldórsson Fólk og flakk - Sagnakvöld af baksviði stjórnmálanna - Steingrímur J. Sigfússon Í veiði með Árna Bald - Árni Baldursson Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave - Ólafur Ragnar Grímsson Ég átti að heita Bjólfur - Æskuminningar - Jón Ársæll Þórðarson Morðleikir 100 auðveldar til ómögulegar gátur - G.T. Karper, þýð. Ingunn Snædal Fótboltaspurningar Illuga Jökulssonar - Illugi Jökulsson Ég skal hjálpa þér - Saga Auriar - Herdís Magnea Hübner Barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Stella segir bless - Gunnar Helgason Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Sveindís Jane: Saga af stelpu í landsliði - Sveindís Jane Jónsdóttir og Sæmundur Norðfjörð Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson Kærókeppnin - Embla Bachmann, myndir Blær Guðmundsdóttir Jólasyrpa 2024 - Walt Disney Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Dagbók Kidda klaufa 18: Ekkert mál - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson Þegar Trölli stal jólunum - Dr. Seuss, þýð. Þorsteinn Valdimarsson Risaeðlugengið 6: Leyndarmálið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer Fóboltastjörnur - Ronaldo er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson Dótarímur - Þórarinn Eldjárn Fótboltaspurningar 2024 - Guðjón Ingi Eiríksson Vörubílar og vinnuvélar - Örn Sigurðsson Uppsafnað frá áramótum Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Ævisaga - Geir H. Haarde Hulda - Ragnar Jónasson Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Stella segir bless - Gunnar Helgason Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndir Wiebke Rauers Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir,myndir Halldór Baldursson Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson
Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti Það er tíðindalítið á toppnum, Arnaldur og Yrsa í fyrsta og öðru sæti líkt og í síðustu viku og Bjarni Fritzsson læðir Orra óstöðvandi upp um eitt sæti og er nú kominn upp í þriðja sæti listans. 17. desember 2024 14:10 Yrsa reykspólar fram úr Geir Vísir birtir annan bóksölulistann á þessari vertíð. Nú eru línur teknar að skýrast þó enn séu æsispennandi tímar framundan í bóksölunni. 10. desember 2024 14:32 Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Vísir birtir, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, fyrsta bóksölulista ársins. Hann endurspeglar að þessu sinni sölu íslenskra bóka í nóvember. 3. desember 2024 14:12 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti Það er tíðindalítið á toppnum, Arnaldur og Yrsa í fyrsta og öðru sæti líkt og í síðustu viku og Bjarni Fritzsson læðir Orra óstöðvandi upp um eitt sæti og er nú kominn upp í þriðja sæti listans. 17. desember 2024 14:10
Yrsa reykspólar fram úr Geir Vísir birtir annan bóksölulistann á þessari vertíð. Nú eru línur teknar að skýrast þó enn séu æsispennandi tímar framundan í bóksölunni. 10. desember 2024 14:32
Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Vísir birtir, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, fyrsta bóksölulista ársins. Hann endurspeglar að þessu sinni sölu íslenskra bóka í nóvember. 3. desember 2024 14:12