Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 21:01 Pep Guardiola tekur utan um Erling Haaland eftir tap gegn Liverpool á dögunum. Visionhaus/Getty Images Pep Guardiola hefur klórað sér í höfði undanfarið yfir gengi Manchester City, hann segir vandamál liðsins ekki Erling Haaland einum að kenna. Liðið allt verði að stíga upp, en það gæti reynst erfitt gegn Everton, sem fær varla á sig mark þessa dagana. „Þetta snýst um okkur, ekki einn leikmann. Þegar við skoruðum mikið af mörkum áður og Erling var afkastamikill, var það liðinu að þakka. Og þegar við erum í vandræðum varnarlega, á miðsvæðinu, þá er það öllum að kenna,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, til upphitunar fyrir leikinn gegn Everton þann 26. desember. Norðmaðurinn sem um ræðir er að öllu jafnan markavél. Hann byrjaði tímabilið á tíu mörkum í fimm deildarleikjum en hefur síðan aðeins skorað þrjú mörk í tólf leikjum. Á sama tíma hefur City sigið niður í sjöunda sæti deildarinnar og núna tapað sex af síðustu átta leikjum. „Ef þetta snerist bara um einn leikmann væri leikurinn auðveldur. Það er ekki svo. Erling er mikilvægur fyrir okkur, hefur verið það og verður áfram mikilvægur fyrir okkur og við munum reyna að gera hlutina betur, koma honum betur að notum.“ Spurningum um ástæður þess að gengi liðsins hefur ekki verið gott gat Guardiola ekki svarað en vonar að liðið rétti sig aftur á sigurbraut, þó Everton gæti reynst erfiður andstæðingur. „Við fáum annað tækifæri á öðrum degi jóla til að reyna að vinna, annað tækifæri fyrir leikmennina að sýna hvað í þeim býr, koma til baka. Við verðum betri með tímanum... Sean Dyche [þjálfarinn] er með gott varnarskipulag, virkilega góðar færslur varnarlega og sóknarlega,“ sagði Pep um Everton sem hefur haldið hreinu í fimm af síðustu sex deildarleikjum, nú síðast gegn Arsenal og Chelsea. Um meiðsli hjá Manchester liðinu sagði Guardiola John Stones, Matheus Nunes og Ederson verði tilbúnir til átaka þegar City tekur á móti Everton. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt á öðrum degi jóla, 26. desember, og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Sjá meira
„Þetta snýst um okkur, ekki einn leikmann. Þegar við skoruðum mikið af mörkum áður og Erling var afkastamikill, var það liðinu að þakka. Og þegar við erum í vandræðum varnarlega, á miðsvæðinu, þá er það öllum að kenna,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, til upphitunar fyrir leikinn gegn Everton þann 26. desember. Norðmaðurinn sem um ræðir er að öllu jafnan markavél. Hann byrjaði tímabilið á tíu mörkum í fimm deildarleikjum en hefur síðan aðeins skorað þrjú mörk í tólf leikjum. Á sama tíma hefur City sigið niður í sjöunda sæti deildarinnar og núna tapað sex af síðustu átta leikjum. „Ef þetta snerist bara um einn leikmann væri leikurinn auðveldur. Það er ekki svo. Erling er mikilvægur fyrir okkur, hefur verið það og verður áfram mikilvægur fyrir okkur og við munum reyna að gera hlutina betur, koma honum betur að notum.“ Spurningum um ástæður þess að gengi liðsins hefur ekki verið gott gat Guardiola ekki svarað en vonar að liðið rétti sig aftur á sigurbraut, þó Everton gæti reynst erfiður andstæðingur. „Við fáum annað tækifæri á öðrum degi jóla til að reyna að vinna, annað tækifæri fyrir leikmennina að sýna hvað í þeim býr, koma til baka. Við verðum betri með tímanum... Sean Dyche [þjálfarinn] er með gott varnarskipulag, virkilega góðar færslur varnarlega og sóknarlega,“ sagði Pep um Everton sem hefur haldið hreinu í fimm af síðustu sex deildarleikjum, nú síðast gegn Arsenal og Chelsea. Um meiðsli hjá Manchester liðinu sagði Guardiola John Stones, Matheus Nunes og Ederson verði tilbúnir til átaka þegar City tekur á móti Everton. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt á öðrum degi jóla, 26. desember, og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Sjá meira