Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. desember 2024 08:00 Wayne Rooney og Frank Lampard sneru sér báðir að þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk. Wayne Rooney og Frank Lampard unnu sér inn goðsagnastimpil sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Nú stýra þeir báðir liðum í næstefstu deild og munu mætast á morgun í fyrsta sinn sem þjálfarar, eftir að hafa eldað grátt silfur sem leikmenn um árabil. Lampard tók nýlega við liði Coventry en hann hafði verið án starfs síðan í lok tímabilsins 2022/23 þegar hann stýrði Chelsea tímabundið. Rooney tók síðasta vor við Plymouth Argyle, liðinu sem landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson leikur með. Liðin mætast á morgun, á öðrum degi jóla klukkan þrjú. Plymouth er í neðsta sæti Championship deildarinnar en Coventry er sjö sætum og sex stigum ofar. Þjálfararnir höfðu ekki annað en hrósorð að segja um hvorn annan fyrir leikinn. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég mæti Frank sem þjálfari, þannig að ég er spenntur,“ sagði Rooney. Rooney og Lampard mættust oft sem leikmenn Manchester United og Chelsea.Alex Livesey/Getty Images „Það var algjör ánægja að spila með honum fyrir England – og gegn honum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er einn besti leikmaður sögunnar hér á landi, framlag hans skal aldrei vanmetið,“ sagði Lampard. Hvorugur þeirra hefur náð eins góðum árangri sem þjálfari eins og þeir gerðu sem leikmenn. Þeir voru hluti af „gullkynslóð“ Englands sem mikils var ætlast af, en komst aldrei langt á stórmóti. Rooney og Lampard stilla sér upp fyrir aukaspyrnu með enska landsliðinu. Leighton Baines er með þeim á myndinni.Steve Bardens - The FA/The FA via Getty Images Fleiri af þeirri kynslóð hafa stigið inn í þjálfun eftir að leikmannaferillinn endaði; Steven Gerrard, Michael Carrick og Gary Neville til dæmis. En enginn hefur náð sömu hæðum á hliðarlínunni eins og inni á vellinum. „Við erum öllu vanir eftir leikmannaferilinn og kippum okkur ekki upp við slæma umfjöllun fjölmiðla, eða þegar þeir hrósa okkur. Fyrir okkur sem spiluðum fyrir England og á hæsta stigi fótboltans er þetta daglegt brauð. Það skiptir engu máli fyrir mig allavega, og ég held að það sé eins hjá hinum,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Lampard tók nýlega við liði Coventry en hann hafði verið án starfs síðan í lok tímabilsins 2022/23 þegar hann stýrði Chelsea tímabundið. Rooney tók síðasta vor við Plymouth Argyle, liðinu sem landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson leikur með. Liðin mætast á morgun, á öðrum degi jóla klukkan þrjú. Plymouth er í neðsta sæti Championship deildarinnar en Coventry er sjö sætum og sex stigum ofar. Þjálfararnir höfðu ekki annað en hrósorð að segja um hvorn annan fyrir leikinn. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég mæti Frank sem þjálfari, þannig að ég er spenntur,“ sagði Rooney. Rooney og Lampard mættust oft sem leikmenn Manchester United og Chelsea.Alex Livesey/Getty Images „Það var algjör ánægja að spila með honum fyrir England – og gegn honum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er einn besti leikmaður sögunnar hér á landi, framlag hans skal aldrei vanmetið,“ sagði Lampard. Hvorugur þeirra hefur náð eins góðum árangri sem þjálfari eins og þeir gerðu sem leikmenn. Þeir voru hluti af „gullkynslóð“ Englands sem mikils var ætlast af, en komst aldrei langt á stórmóti. Rooney og Lampard stilla sér upp fyrir aukaspyrnu með enska landsliðinu. Leighton Baines er með þeim á myndinni.Steve Bardens - The FA/The FA via Getty Images Fleiri af þeirri kynslóð hafa stigið inn í þjálfun eftir að leikmannaferillinn endaði; Steven Gerrard, Michael Carrick og Gary Neville til dæmis. En enginn hefur náð sömu hæðum á hliðarlínunni eins og inni á vellinum. „Við erum öllu vanir eftir leikmannaferilinn og kippum okkur ekki upp við slæma umfjöllun fjölmiðla, eða þegar þeir hrósa okkur. Fyrir okkur sem spiluðum fyrir England og á hæsta stigi fótboltans er þetta daglegt brauð. Það skiptir engu máli fyrir mig allavega, og ég held að það sé eins hjá hinum,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira