„Ég hélt að þú værir að fara að benda á að ég hef tapað og gert jafntefli [í leikjum gegn van Nistelrooy], en þú gerðir þetta jákvætt og bentir á að við [hjá Feyenoord] unnum deildina. Sem er bæði satt. Cody Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna, ég held að hann hafi skorað í báðum leikjunum“ sagði Slot á blaðamannafundi fyrir leik.
"Nice person, good manager, and looking forward to seeing him" 🤝
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 26, 2024
Arne Slot speaks about his relationship with Ruud van Nistelrooy, ahead of Liverpool's Premier League clash with Leicester 🔴🔵 pic.twitter.com/XGHany3sfn

„Ruud er frábær manneskja fyrst og fremst, ég hef hitt hann einu sinni eða tvisvar áður. Hann gerði frábæra hluti hjá PSV, liðið tapaði varla seinni hluta tímabilsins eftir að hann tók við,“ sagði Slot einnig.
Ruud van Nistelrooy tók við Leicester í nóvember eftir að hafa stýrt Manchester United í smá stund.
Leicester byrjaði vel undir hans stjórn og tók fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum, en hefur nú tapað tveimur í röð. Eftir sautján umferðir er liðið í sautjánda sæti deildarinnar með fjórtán stig.
„Frábær manneskja, góður þjálfari. Gerði líka vel hjá [Manchester] United. Ég hlakka til að sjá hann, sérstaklega ef við vinnum“ sagði Slot að lokum en hans menn eru í efsta sæti deildarinnar.
Leikur Liverpool og Leicester hefst klukkan átta í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.