Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 27. desember 2024 13:02 Ég bý svo gott sem í Múmíndal. Svo ég einfaldi, helstu áhyggjuefnin eru hvort ég eigi að kaupa nýjan síma í bænum eða úti á Leifsstöð. Stríðsátök hafa aldrei klagað upp á mig þó ég lesi um slíkt í blöðum og bókum. Maður furðar sig, er forvitinn og fær í magann. En aldrei hef ég fundið fyrir þessu á eigin skinni. Ég get því ómögulega gert mér í hugarlund hvernig það er að lifa við stríðshörmungar og það stöðugt. Mörg vitum við hvernig það er að missa og ábyggilega hefur gefið allhressilega á lífsbátinn í gegnum tíðina líka. Ef við erum heppin, er hægt að rétta kúrsinn af. Og halda áfram að lifa. Stríð er annað. Eitthvað allt annað. Þar eru engar hendingar, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Ekki er hægt að tala um stríð í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“, sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Og orðhengilsháttur er óþarfi hér. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan í Palestínu í dag er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Alþjóðasamfélagið hefur reynt af veikum mætti að álykta gegn þessu,sporna við þessu, en allt kemur fyrir ekki. Er mennska valkvæð? Svo virðist vera. Ríkisstjórnir „velja“ sér stríð. Grátbólgnir ráðamenn hérlendis barma sér yfir óréttætinu sem verið að beita viss lönd og allt kapp er sett á stuðning og það að verja „vestræn gildi“. Á nákvæmlega sama tíma heyrist ekki múkk yfir þeim óskapnaði sem í gangi er á Gaza, litla fingri ekki lyft af þeim löndum sem hampa áðurnefndum gildum. Tvískinnungurinn alger. Ég sá myndband af brosandi palestínskum blaðamanni fyrir nokkrum dögum. Hann og félagar hans voru að matast og það var gleði í lofti, enda átti kona hans von á þeirra fyrsta barni hvað úr hverju. Hann og félagar hans voru allir drepnir skömmu síðar. Í kjölfarið hélt ísraelski herinn svo áfram að sprengja í kringum síðasta starfhæfa sjúkrahúsið í norður-Gaza. Það var eitthvað undarlega róandi – þó ekki nema í andartak – að sjá þennan mann, sem nú er látinn, brosandi. Hann var með sama brosið og við öll. Því mennska er ekki valkvæð, getur ekki verið það. Í síðasta pistli mínum sagði ég: „Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og ég sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau.“ Nei, ég hef ekki fundið fyrir neinu af þessu á eigin skinni en samt sé ég, veit og skil. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý svo gott sem í Múmíndal. Svo ég einfaldi, helstu áhyggjuefnin eru hvort ég eigi að kaupa nýjan síma í bænum eða úti á Leifsstöð. Stríðsátök hafa aldrei klagað upp á mig þó ég lesi um slíkt í blöðum og bókum. Maður furðar sig, er forvitinn og fær í magann. En aldrei hef ég fundið fyrir þessu á eigin skinni. Ég get því ómögulega gert mér í hugarlund hvernig það er að lifa við stríðshörmungar og það stöðugt. Mörg vitum við hvernig það er að missa og ábyggilega hefur gefið allhressilega á lífsbátinn í gegnum tíðina líka. Ef við erum heppin, er hægt að rétta kúrsinn af. Og halda áfram að lifa. Stríð er annað. Eitthvað allt annað. Þar eru engar hendingar, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Ekki er hægt að tala um stríð í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“, sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Og orðhengilsháttur er óþarfi hér. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan í Palestínu í dag er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Alþjóðasamfélagið hefur reynt af veikum mætti að álykta gegn þessu,sporna við þessu, en allt kemur fyrir ekki. Er mennska valkvæð? Svo virðist vera. Ríkisstjórnir „velja“ sér stríð. Grátbólgnir ráðamenn hérlendis barma sér yfir óréttætinu sem verið að beita viss lönd og allt kapp er sett á stuðning og það að verja „vestræn gildi“. Á nákvæmlega sama tíma heyrist ekki múkk yfir þeim óskapnaði sem í gangi er á Gaza, litla fingri ekki lyft af þeim löndum sem hampa áðurnefndum gildum. Tvískinnungurinn alger. Ég sá myndband af brosandi palestínskum blaðamanni fyrir nokkrum dögum. Hann og félagar hans voru að matast og það var gleði í lofti, enda átti kona hans von á þeirra fyrsta barni hvað úr hverju. Hann og félagar hans voru allir drepnir skömmu síðar. Í kjölfarið hélt ísraelski herinn svo áfram að sprengja í kringum síðasta starfhæfa sjúkrahúsið í norður-Gaza. Það var eitthvað undarlega róandi – þó ekki nema í andartak – að sjá þennan mann, sem nú er látinn, brosandi. Hann var með sama brosið og við öll. Því mennska er ekki valkvæð, getur ekki verið það. Í síðasta pistli mínum sagði ég: „Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og ég sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau.“ Nei, ég hef ekki fundið fyrir neinu af þessu á eigin skinni en samt sé ég, veit og skil. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun