Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2024 23:14 Gerwyn Price þurfti heldur betur að hafa fyrir hlutunum í kvöld. James Fearn/Getty Images Gerwyn Price, Peter Wright og Luke Humphries, sem allir eru fyrrverandi eða ríkjandi heimsmeistarar í pílukasti, komust allir áfram úr viðureignum sínum í 32-manna úrslitum á HM í pílukasti í kvöld. Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, mætti Joe Cullen í fyrsta leik kvöldsins og líklega besta leik mótsins hingað til. Lengst af leit út fyrir að Price myndi komast þægilega áfram, en Cullen lét Ísmanninn svitna. Price vann fyrstu þrjú settin, 3-2, 3-2 og 3-1 og var því aðeins einu setti frá sæti í 16-manna úrslitum. Þá fór hins vegar að halla undan færi hjá Price og útskotin fóru að bregðast honum. Cullen gekk á lagið og vann næstu þrjú sett, öll 3-1. Leikurinn fór því alla leið í oddasett og óhætt er að segja að dramatíkin hafi haldið þar áfram. Price og Cullen skiptust á að vinna gegn kasti og að lokum þurfti að grípa til upphækkunnar til að skera úr um sigurvegara. Áfram hélt dramatíkin þar og úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana þar sem Price hafði að lokum betur og vann oddasettið 6-5, og leikinn 4-3. PRICE WINS A THRILLER!That might just be the game of the tournament so far! 💥Gerwyn Price manages to break the Rockstars throw in the final leg of the game, and beats Joe Cullen 4-3 and books his place in the Last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts pic.twitter.com/VnjnJxP0T0— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2024 Peter Wright, heimsmeistarinn frá árunum 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, áttu hins vegar í heldur minni vandræðum með sínar viðureignir. Peter Wright vann öruggan 4-2 sigur gegn Hollendingnum Jermaine Wattimena áður en Luke Humphries gekk frá Walesverjanum Nick Kenny, 4-0. Price, Wright og Humphries eru því allir komnir í 16-manna úrslit sem leikin verða á sunnudag og mánudag. Price mætir Jonny Clayton og þeir Humphries og Wright eigast við innbirðis. Pílukast Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, mætti Joe Cullen í fyrsta leik kvöldsins og líklega besta leik mótsins hingað til. Lengst af leit út fyrir að Price myndi komast þægilega áfram, en Cullen lét Ísmanninn svitna. Price vann fyrstu þrjú settin, 3-2, 3-2 og 3-1 og var því aðeins einu setti frá sæti í 16-manna úrslitum. Þá fór hins vegar að halla undan færi hjá Price og útskotin fóru að bregðast honum. Cullen gekk á lagið og vann næstu þrjú sett, öll 3-1. Leikurinn fór því alla leið í oddasett og óhætt er að segja að dramatíkin hafi haldið þar áfram. Price og Cullen skiptust á að vinna gegn kasti og að lokum þurfti að grípa til upphækkunnar til að skera úr um sigurvegara. Áfram hélt dramatíkin þar og úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana þar sem Price hafði að lokum betur og vann oddasettið 6-5, og leikinn 4-3. PRICE WINS A THRILLER!That might just be the game of the tournament so far! 💥Gerwyn Price manages to break the Rockstars throw in the final leg of the game, and beats Joe Cullen 4-3 and books his place in the Last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts pic.twitter.com/VnjnJxP0T0— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2024 Peter Wright, heimsmeistarinn frá árunum 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, áttu hins vegar í heldur minni vandræðum með sínar viðureignir. Peter Wright vann öruggan 4-2 sigur gegn Hollendingnum Jermaine Wattimena áður en Luke Humphries gekk frá Walesverjanum Nick Kenny, 4-0. Price, Wright og Humphries eru því allir komnir í 16-manna úrslit sem leikin verða á sunnudag og mánudag. Price mætir Jonny Clayton og þeir Humphries og Wright eigast við innbirðis.
Pílukast Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira