Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2024 23:03 Peter Wright sendi heimsmeistarann heim og er kominn í átta manna úrslit. James Fearn/Getty Images Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, er úr leik á HM í pílu eftir 4-1 tap gegn Peter „Snakebite“ Wright. 32-manna úrslitin kláruðust í fyrsta leik kvöldsins þar Englendingurinn Ricky Evans og Walesverjinn Robert Owen áttust við. Evans vann tvö af fyrstu þremur settunum, en Owen reyndist sterkari í heildina og vann nokkuð öruggan sigur, 4-2. Þá varð Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í 8-manna úrslitum er hann vann landa sinn frá Wales, Jonny Clayton, 4-2. Hvorki Price né Clayton áttu sinn besta leik, en Price kláraði sitt og mætir Kevin Doets eða Chris Dobey í fjórðungsúrslitum. Gerwyn Price is our first Quarter-Finalist as he beats Jonny Clayton 4-2 in the all-Welsh tie!#WCDarts pic.twitter.com/vd67vlAAhC— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2024 Að lokum áttust Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, við í viðureign sem hafði verið beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Wright og Humphries höfðu verið að munnhöggvast fyrir viðureignina og sagði sá síðarnefndi meðal annars að hann væri aðeins einum heimsmeistaratitli frá því að jafna allt það sem Wright hefði gert á ferlinum. Peter „Snakebite“ Wright mætti hins vegar með hnífana á lofti í viðureign þeirra félaga í kvöld og virtist einfaldlega ekki geta klikkað á útskoti. Wright og Humphries unnu sitt hvort settið í upphafi leiks áður en sá fyrrnefndi vann næstu tvö og kom sér í 3-1 þar sem hann var búinn að hitta 11 af 16 útskotum sínum. Heimsmeistarinn Humphries var því kominn með bakið upp við vegg. Wright hélt hins vegar bara uppteknum hætti, kláraði fyrsta legginn og svo annan legginn gegn kasti áður en hann kláraði settið 3-0 og sendi heimsmeistarann heim, með skottið á milli lappanna. Pílukast Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
32-manna úrslitin kláruðust í fyrsta leik kvöldsins þar Englendingurinn Ricky Evans og Walesverjinn Robert Owen áttust við. Evans vann tvö af fyrstu þremur settunum, en Owen reyndist sterkari í heildina og vann nokkuð öruggan sigur, 4-2. Þá varð Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í 8-manna úrslitum er hann vann landa sinn frá Wales, Jonny Clayton, 4-2. Hvorki Price né Clayton áttu sinn besta leik, en Price kláraði sitt og mætir Kevin Doets eða Chris Dobey í fjórðungsúrslitum. Gerwyn Price is our first Quarter-Finalist as he beats Jonny Clayton 4-2 in the all-Welsh tie!#WCDarts pic.twitter.com/vd67vlAAhC— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2024 Að lokum áttust Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, við í viðureign sem hafði verið beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Wright og Humphries höfðu verið að munnhöggvast fyrir viðureignina og sagði sá síðarnefndi meðal annars að hann væri aðeins einum heimsmeistaratitli frá því að jafna allt það sem Wright hefði gert á ferlinum. Peter „Snakebite“ Wright mætti hins vegar með hnífana á lofti í viðureign þeirra félaga í kvöld og virtist einfaldlega ekki geta klikkað á útskoti. Wright og Humphries unnu sitt hvort settið í upphafi leiks áður en sá fyrrnefndi vann næstu tvö og kom sér í 3-1 þar sem hann var búinn að hitta 11 af 16 útskotum sínum. Heimsmeistarinn Humphries var því kominn með bakið upp við vegg. Wright hélt hins vegar bara uppteknum hætti, kláraði fyrsta legginn og svo annan legginn gegn kasti áður en hann kláraði settið 3-0 og sendi heimsmeistarann heim, með skottið á milli lappanna.
Pílukast Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða