Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. desember 2024 12:21 Fasteignamarkaðurinn á fyrri hluta ársins var gjörólíkur markaðnum á seinni hluta ársins, segir Páll Pálsson, fasteignasali. Vísir/Vilhelm Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. Páll Pálsson, fasteignasali, segir fasteignamarkaðinn í ár hafa skipst í tvo gjörólíka markaði; fyrstu sex mánuði ársins og seinni. Á fyrri helmingnum seldust nærri helmingi fleiri fasteignir en árið áður. „Það er náttúrulega út af hamförunum í Grindavík sem byrjuðu í nóvember í fyrra sem ollu því að heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað heimili. Þetta er ekki eins og í Vestmannaeyjum á sínum tíma þegar gaus þar. Þá voru bara flutt inn um fimm hundruð hús, einingahús og þau byggð. Ekkert slíkt var gert fyrir Grindvíkinga heldur kom þetta bara sem auka pressa inn á markaðinn,“ segir Páll. Rýming Grindavíkurbæjar hafi gríðarleg áhrif á fasteignamarkaðinn á árinu.vísir/Vilhelm Árið sé sögulegt að mörgu leyti og maímánuður hafi verið meðal söluhæstu mánaða frá upphafi. „Yfir það heila heila var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en 2023 en auðvitað var 2023 mjög rólegt ár. Það stefnir í að það verði rúmlega þrettán þúsund kausamningar á landinu öllu á þessu ári en á metárinu 2021 voru samningarnir um 14.300,“ segir Páll. Þessi umsvif höfðu áhrif á fasteignaverð sem hækkaði um níu og hálft prósent á árinu. Meirihluti hækkunarinnar, eða sjö prósent, kom fram á fyrri hluta ársins þegar hamagangurinn var sem mestur. Í heildina er árshækkunin nærri meðaltalinu sem Páll segir þó vera óvenjulegt í ljósi hárra vaxta. „Í raun og veru hefði fasteignaverð ekki átt að hækka svona mikið og hefði aldrei hækkað svona mikið nema út af því að það komu svo margir kaupendur inn á markaðinn. Annars hefði markaðurinn hækkað kannski bara um þrjú til fjögur prósent á þessu ári.“ Páll gerir ráð fyrir áframhaldandi skort á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Því komi áhugasamir kaupendur til með að halda áfram að leita í jaðarinn, allt frá Akranesi að Selfoss og á Reykjanes.vísir/Vilhelm Páll gerir ráð fyrir um sjö til tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári miðað við spár greiningardeilda og að verð á sérbýlum haldi áfram að hækka umfram verð á fjölbýli vegna skorts „Það eru mjög fá hverfi sem eru með sem eru með skipulag upp á einbýlishús. Það er þá helst Hnoðraholt í Garðabæ en þær lóðir eru ofboðslega dýrar og það verður mjög dýrt hverfi. Flestir sem eru að byggja í dag eru að byggja fjölbýlishús,“ segir Páll og bendir á að þessi þróun verði líklega til þess að þau sem hafi áhuga á sérbýli haldi áfram að leita í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Páll Pálsson, fasteignasali, segir fasteignamarkaðinn í ár hafa skipst í tvo gjörólíka markaði; fyrstu sex mánuði ársins og seinni. Á fyrri helmingnum seldust nærri helmingi fleiri fasteignir en árið áður. „Það er náttúrulega út af hamförunum í Grindavík sem byrjuðu í nóvember í fyrra sem ollu því að heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað heimili. Þetta er ekki eins og í Vestmannaeyjum á sínum tíma þegar gaus þar. Þá voru bara flutt inn um fimm hundruð hús, einingahús og þau byggð. Ekkert slíkt var gert fyrir Grindvíkinga heldur kom þetta bara sem auka pressa inn á markaðinn,“ segir Páll. Rýming Grindavíkurbæjar hafi gríðarleg áhrif á fasteignamarkaðinn á árinu.vísir/Vilhelm Árið sé sögulegt að mörgu leyti og maímánuður hafi verið meðal söluhæstu mánaða frá upphafi. „Yfir það heila heila var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en 2023 en auðvitað var 2023 mjög rólegt ár. Það stefnir í að það verði rúmlega þrettán þúsund kausamningar á landinu öllu á þessu ári en á metárinu 2021 voru samningarnir um 14.300,“ segir Páll. Þessi umsvif höfðu áhrif á fasteignaverð sem hækkaði um níu og hálft prósent á árinu. Meirihluti hækkunarinnar, eða sjö prósent, kom fram á fyrri hluta ársins þegar hamagangurinn var sem mestur. Í heildina er árshækkunin nærri meðaltalinu sem Páll segir þó vera óvenjulegt í ljósi hárra vaxta. „Í raun og veru hefði fasteignaverð ekki átt að hækka svona mikið og hefði aldrei hækkað svona mikið nema út af því að það komu svo margir kaupendur inn á markaðinn. Annars hefði markaðurinn hækkað kannski bara um þrjú til fjögur prósent á þessu ári.“ Páll gerir ráð fyrir áframhaldandi skort á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Því komi áhugasamir kaupendur til með að halda áfram að leita í jaðarinn, allt frá Akranesi að Selfoss og á Reykjanes.vísir/Vilhelm Páll gerir ráð fyrir um sjö til tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári miðað við spár greiningardeilda og að verð á sérbýlum haldi áfram að hækka umfram verð á fjölbýli vegna skorts „Það eru mjög fá hverfi sem eru með sem eru með skipulag upp á einbýlishús. Það er þá helst Hnoðraholt í Garðabæ en þær lóðir eru ofboðslega dýrar og það verður mjög dýrt hverfi. Flestir sem eru að byggja í dag eru að byggja fjölbýlishús,“ segir Páll og bendir á að þessi þróun verði líklega til þess að þau sem hafi áhuga á sérbýli haldi áfram að leita í jaðar höfuðborgarsvæðisins.
Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira