Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2025 20:02 Gunnar Dofri, samskiptastjóri Sorpu, hvetur íbúa til að skila flugeldarusli í þar til gerða gáma. Gámarnir standa uppi fram yfir þrettándann. vísir/sigurjón Sérstökum gámum hefur verið komið fyrir á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar hvattir til að skila notuðum flugeldum þangað. Ruslið er sent til úr landi og notað til að framleiða orku fyrir Svía. Gámarnir eru samstarfsverkefni Sorpu og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og má finna staðsetningu þeirra á vef Sorpu. Um tuttugu gámum hefur verið komið fyrir víðs vegar um svæðið og standa þeir fram yfir þrettándann sem er á mánudaginn næsta. Gámarnir eru víða.grafík/hjalti Flæðir úr gámum „Og eins og þú sérð þá flæðir úr gámnum þannig við erum í rauninni mjög ánægð með að fólk sé svona duglegt að skila þessu, því það er miklu auðveldara að safna þessu saman á einum stað heldur en fyrir utan níutíu þúsund heimili,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. Gámurinn sem sést í fréttinni var settur upp í morgun og er strax orðinn yfirfullur. Þegar fréttastofa var á svæðinu komu starfsmenn borgarinnar og hirtu stútfullan gáminn. Ekkert nema sprungnir flugeldar Hvað á að fara í þennan gám? „Sprungnir flugeldar. Það er mjög sjaldan sem maður getur komið með einföld svör en þetta er mjög einfalt. Það eru bara sprungnir flugeldar. “ Þeir mega væntanlega alls ekki fara í almenna heimilistunnu? „Nei við viljum ekki fá þá í tunnuna og það spilar margt inn í. Eins og þú sérð, ef þú myndir setja 150 skota Bjarma í tunnuna fyrir utan hjá þér þá myndir þú sennilega ekki setja mikið meira í tunnuna þann mánuðinn. Þannig það er mjög gott að geta nýtt þessa auka þjónustu.“ Gámur staðsettur fyrir utan Vesturbæjarlaugina í Reykjavík.vísir/sigurjón Hálfgerður viðbjóður sem eigi ekki heima í pappatunnu Og þó þetta sé pappi þá á þetta heldur ekki heima í papptunnunni? „Nei þetta er illendurvinnanlegt. Það er mikill leir í þessu. Þetta er búið að brenna og safna í sig vatni. Þannig þetta er hálfgerður viðbjóður og á í raun engan annan farveg heldur en þennan.“ Svíar njóta góðs af Ruslið er síðan sent úr landi í brennslufarveg enda ekki hægt að endurvinna það að neinu leyti. „Nei það skásta sem þú getur gert við þetta er að vinna orkuna úr þessu af því að þegar þú brennir þetta þá myndast smá orka og það er notað til að framleiða orku í Svíþjóð.“ Flugeldar Áramót Sorpa Tengdar fréttir Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Gámarnir eru samstarfsverkefni Sorpu og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og má finna staðsetningu þeirra á vef Sorpu. Um tuttugu gámum hefur verið komið fyrir víðs vegar um svæðið og standa þeir fram yfir þrettándann sem er á mánudaginn næsta. Gámarnir eru víða.grafík/hjalti Flæðir úr gámum „Og eins og þú sérð þá flæðir úr gámnum þannig við erum í rauninni mjög ánægð með að fólk sé svona duglegt að skila þessu, því það er miklu auðveldara að safna þessu saman á einum stað heldur en fyrir utan níutíu þúsund heimili,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. Gámurinn sem sést í fréttinni var settur upp í morgun og er strax orðinn yfirfullur. Þegar fréttastofa var á svæðinu komu starfsmenn borgarinnar og hirtu stútfullan gáminn. Ekkert nema sprungnir flugeldar Hvað á að fara í þennan gám? „Sprungnir flugeldar. Það er mjög sjaldan sem maður getur komið með einföld svör en þetta er mjög einfalt. Það eru bara sprungnir flugeldar. “ Þeir mega væntanlega alls ekki fara í almenna heimilistunnu? „Nei við viljum ekki fá þá í tunnuna og það spilar margt inn í. Eins og þú sérð, ef þú myndir setja 150 skota Bjarma í tunnuna fyrir utan hjá þér þá myndir þú sennilega ekki setja mikið meira í tunnuna þann mánuðinn. Þannig það er mjög gott að geta nýtt þessa auka þjónustu.“ Gámur staðsettur fyrir utan Vesturbæjarlaugina í Reykjavík.vísir/sigurjón Hálfgerður viðbjóður sem eigi ekki heima í pappatunnu Og þó þetta sé pappi þá á þetta heldur ekki heima í papptunnunni? „Nei þetta er illendurvinnanlegt. Það er mikill leir í þessu. Þetta er búið að brenna og safna í sig vatni. Þannig þetta er hálfgerður viðbjóður og á í raun engan annan farveg heldur en þennan.“ Svíar njóta góðs af Ruslið er síðan sent úr landi í brennslufarveg enda ekki hægt að endurvinna það að neinu leyti. „Nei það skásta sem þú getur gert við þetta er að vinna orkuna úr þessu af því að þegar þú brennir þetta þá myndast smá orka og það er notað til að framleiða orku í Svíþjóð.“
Flugeldar Áramót Sorpa Tengdar fréttir Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02