Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. janúar 2025 07:00 Caitlin Clark vonast til að fagna þriðja meistaratitli Kansas City Chiefs í röð áður en WNBA-deildin hefst á nýjan leik. Matthew Holst/Getty Images Caitlin Clark, ein þekktasta íþróttakona heims um þessar mundir, er harður aðdáandi tvöfaldra NFL-meistara Kansas City Chiefs. Hún tekur þó ekki í mál að fólk haldi hana aðeins halda með liðinu eftir gríðarlega velgengni undanfarin ár. Clark var þegar orðin heimsfræg þegar hún var valin fyrst allra í nýliðavali WNBA-deildarinnar fyrir síðasta keppnistímabil. Hún hafði brotið hvert metið á fætur öðru í háskólaboltanum og gerði slíkt hið sama með Indiana Fever í WNBA. Hún hefur undanfarið notið þess að vera í verðskulduðu fríi enda fór WNBA-deildin af stað nær strax eftir að síðasta tímabili hennar í háskóla lauk. Nýtti Clark þann tíma meðal annars til þess að mæta í hlaðvarpið New Heights en þáttastjórnendur eru bræðurnir Jason og Travis Kelce. Sá síðarnefndi er einn af frægari leikmönnum NFL-deildarinnar og leikur með liðinu sem Caitlin heldur með, meisturum Kansas City Chiefs. Þá er Travis einnig þekktur fyrir að vera í sambandi með tónlistarkonunni Taylor Swift. Í viðtali sínu við þá bræður kom í ljós að Caitlin styður Travis og félaga. Ástæðan er einföld, þegar hún var að alast upp var Chiefs næst heimili hennar af þeim liðum sem spila í NFL. Þá er faðir hennar mikill aðdáandi. Don't ever accuse @CaitlinClark22 of being a bandwagon Chiefs fan NEW EPISODE OUT NOW!!! @audible_com pic.twitter.com/YH6LyRwbau— New Heights (@newheightshow) January 2, 2025 „Við höfum alltaf verið miklir aðdáendur. Árangurinn undanfarin ár hefur gert það enn skemmtilegra. Við reyndum að fara öll saman, frænkur og frændur, á einn leik á tímabili. Við höfum reynt að halda í þá hefð og fórum öll á leikinn á jóladag á síðasta ári,“ sagði Clark meðal annars. Kansas City Chiefs er sem stendur með bestan árangur allra liða í NFL-deildinni, 15 sigra og eitt tap. Þar sem sæti í úrslitakeppninni er tryggt mun liðið hvíla sína bestu menn í lokaumferð NFL-deildarinnar sem fram fer um helgina. Hvað Caitlin Clark og Indiana Fever varðar þá hefst næsta WNBA-tímabil þann 16. maí næstkomandi og vonast liðið til að komast lengur en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar að þessu sinni. Körfubolti WNBA NFL Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
Clark var þegar orðin heimsfræg þegar hún var valin fyrst allra í nýliðavali WNBA-deildarinnar fyrir síðasta keppnistímabil. Hún hafði brotið hvert metið á fætur öðru í háskólaboltanum og gerði slíkt hið sama með Indiana Fever í WNBA. Hún hefur undanfarið notið þess að vera í verðskulduðu fríi enda fór WNBA-deildin af stað nær strax eftir að síðasta tímabili hennar í háskóla lauk. Nýtti Clark þann tíma meðal annars til þess að mæta í hlaðvarpið New Heights en þáttastjórnendur eru bræðurnir Jason og Travis Kelce. Sá síðarnefndi er einn af frægari leikmönnum NFL-deildarinnar og leikur með liðinu sem Caitlin heldur með, meisturum Kansas City Chiefs. Þá er Travis einnig þekktur fyrir að vera í sambandi með tónlistarkonunni Taylor Swift. Í viðtali sínu við þá bræður kom í ljós að Caitlin styður Travis og félaga. Ástæðan er einföld, þegar hún var að alast upp var Chiefs næst heimili hennar af þeim liðum sem spila í NFL. Þá er faðir hennar mikill aðdáandi. Don't ever accuse @CaitlinClark22 of being a bandwagon Chiefs fan NEW EPISODE OUT NOW!!! @audible_com pic.twitter.com/YH6LyRwbau— New Heights (@newheightshow) January 2, 2025 „Við höfum alltaf verið miklir aðdáendur. Árangurinn undanfarin ár hefur gert það enn skemmtilegra. Við reyndum að fara öll saman, frænkur og frændur, á einn leik á tímabili. Við höfum reynt að halda í þá hefð og fórum öll á leikinn á jóladag á síðasta ári,“ sagði Clark meðal annars. Kansas City Chiefs er sem stendur með bestan árangur allra liða í NFL-deildinni, 15 sigra og eitt tap. Þar sem sæti í úrslitakeppninni er tryggt mun liðið hvíla sína bestu menn í lokaumferð NFL-deildarinnar sem fram fer um helgina. Hvað Caitlin Clark og Indiana Fever varðar þá hefst næsta WNBA-tímabil þann 16. maí næstkomandi og vonast liðið til að komast lengur en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar að þessu sinni.
Körfubolti WNBA NFL Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira