Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2025 09:03 Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, (t.v.) líkir Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, (t.h.) við trúð og kallar veitingahúsaeigendur og viðskiptavini þeirra sníkjudýr. Vísir Framkvæmdastjóri SVEIT segir málflutning stjórnarmanns í Eflingu verkalýðshreyfingunni til skammar. Stjórnarmaðurinn líkti veitingahúsaeigendum og viðskiptavinum veitingahúsa við sníkjudýr. Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, lýsti veitingageiranum sem „leikvelli fyrir misheppnuð börn auðmanna“ í færslu sem hann skrifaði á Facebook á mánudag. Eigendur veitingahúsa krefðust hagnaðar af þeim til þess að fjármagna „íburðarmikinn lífsstíl“ sinn. „Eigendur eru sníkjudýraflokkur, sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra,“ skrifaði Sæþór sem situr einnig í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Fyrr í færslunni hélt Sæþór því fram að miðstéttarfólki sem sækti veitingastaði hefði verið „mútað“ með löngum hádegisverði, stuttum vinnudögum og háum launum. Með færslunni fylgdi mynd af Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sem Sæþór hafði teiknað á trúðsgervi. Skjáskot af færslu Sæþórs Benjamíns Randalssonar, stjórnarmanns Eflingar.Skjáskot Aðalgeir segir ummæli Sæþórs sýna viðhorf forsvarsmanna Eflingar svart á hvítu í aðsendri grein sem hann skrifaði á Vísi í morgun. Þau einkennist af málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. „Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira,“ skrifar Aðalgeir. Deilur um meintan „gervikjarasamning“ Forsvarsfólk Eflingar og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman að undanförnu. Efling hefur ítrekað sakað SVEIT um að standa að baki Virðingu sem sé „gervistéttarfélag“ sem hlunnfari starfsfólk veitingahúsa. Kjarasamningur sem SVEIT og Virðing hafi undirritað sé „gervikjarasamningur“. Á Þorláksmessu nafngreindi Efling fimm veitingastaði sem félagið hélt fram að stæði að baki Virðingu. Í kjölfarið skrifaði Aðalgeir grein þar sem hann sagði Eflingu stærstu ógnina við starfsöryggi starfsfólks veitingahúsa. Ummæli Sæþórs á mánudags voru sett fram í samhengi við þau orð. Í grein sinni í dag endurbirtir Aðalgeir nokkur ummæla Sæþórs, meðal annars um sníkjudýr og þar sem starfsfólki veitingahúsa var líkt við fanga. „Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða á milli handanna þegar svona hugsanir ráða för?“ skrifar Aðalgeir. Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30 Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. 23. desember 2024 13:40 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, lýsti veitingageiranum sem „leikvelli fyrir misheppnuð börn auðmanna“ í færslu sem hann skrifaði á Facebook á mánudag. Eigendur veitingahúsa krefðust hagnaðar af þeim til þess að fjármagna „íburðarmikinn lífsstíl“ sinn. „Eigendur eru sníkjudýraflokkur, sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra,“ skrifaði Sæþór sem situr einnig í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Fyrr í færslunni hélt Sæþór því fram að miðstéttarfólki sem sækti veitingastaði hefði verið „mútað“ með löngum hádegisverði, stuttum vinnudögum og háum launum. Með færslunni fylgdi mynd af Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sem Sæþór hafði teiknað á trúðsgervi. Skjáskot af færslu Sæþórs Benjamíns Randalssonar, stjórnarmanns Eflingar.Skjáskot Aðalgeir segir ummæli Sæþórs sýna viðhorf forsvarsmanna Eflingar svart á hvítu í aðsendri grein sem hann skrifaði á Vísi í morgun. Þau einkennist af málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. „Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira,“ skrifar Aðalgeir. Deilur um meintan „gervikjarasamning“ Forsvarsfólk Eflingar og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman að undanförnu. Efling hefur ítrekað sakað SVEIT um að standa að baki Virðingu sem sé „gervistéttarfélag“ sem hlunnfari starfsfólk veitingahúsa. Kjarasamningur sem SVEIT og Virðing hafi undirritað sé „gervikjarasamningur“. Á Þorláksmessu nafngreindi Efling fimm veitingastaði sem félagið hélt fram að stæði að baki Virðingu. Í kjölfarið skrifaði Aðalgeir grein þar sem hann sagði Eflingu stærstu ógnina við starfsöryggi starfsfólks veitingahúsa. Ummæli Sæþórs á mánudags voru sett fram í samhengi við þau orð. Í grein sinni í dag endurbirtir Aðalgeir nokkur ummæla Sæþórs, meðal annars um sníkjudýr og þar sem starfsfólki veitingahúsa var líkt við fanga. „Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða á milli handanna þegar svona hugsanir ráða för?“ skrifar Aðalgeir.
Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30 Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. 23. desember 2024 13:40 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30
Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. 23. desember 2024 13:40