„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 11:54 Fyrirliðinn Aron Pálmarsson á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. vísir/Ívar „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. Aron hefur reyndar ekki verið með af fullum krafti á fyrstu tveimur æfingum landsliðsins, í gær og í dag, en í viðtali við Vísi í Víkinni í dag segir hann ekkert að óttast: „Ég fékk aðeins of langt jólafrí og fór aðeins fram úr mér í æfingum, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Bara að passa að fara ekki aftur fram úr sér. Ég verð hundrað prósent klár í æfingu á mánudaginn.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron á æfingu fyrir HM Íslenska liðið varð þó fyrir áfalli í byrjun síðasta mánaðar þegar Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður ársins 2024 hjá HSÍ, meiddist í ökkla. Hann missir því af HM, sem Ísland byrjar með leik við Grænhöfðaeyjar 16. janúar: „Það er hrikalegt. Ömurlegt bæði fyrir hann og liðið. Við gætum alveg notað Ómar. Leikmaður sem er í heimsklassa og það myndu öll lið sakna hans. En við erum auðvitað með breidd í þessari stöðu. Viggó [Kristjánsson] hefur spilað frábærlega í mörg ár og það er hans tími til að skína núna. Ég hef engar áhyggjur af því svo sem,“ sagði Aron. „Hefur verið algjör veisla“ Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu FH síðasta vor fór Aron óvænt aftur í atvinnumennsku í október, og sneri þá aftur til ungverska stórveldisins Veszprém. Hann nýtur þess í botn að vera mættur aftur í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu, sem hann hefur þrívegis unnið með Kiel og Barcelona: „Það hefur verið algjör veisla. Ég fann að ég saknaði þess pínu. Ég var fljótur að aðlagast, þekkti klúbbinn vel, þjálfarann mjög vel og hafði spilað með mörgum leikmönnum þarna. Það er fínt að vera kominn í atvinnumannaumhverfið aftur. Auðvitað fylgja þessu smábreytingar fjölskyldulega, en ég á frábært fólk að sem styður við þetta. Þannig að þetta er bara jákvætt,“ sagði Aron. „Notaði þetta til að mótivera mig“ Mikið var rætt og ritað um viðskilnað hans við Veszprém á sínum tíma, en forráðamenn félagsins á þeim tíma virtust þá vægast sagt afar óánægðir með framkomu Arons, en honum var afar vel tekið við endurkomuna: „Ég reyndar tók eftir því núna að það eru eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp,“ sagði Aron léttur í viðtali við nafna sinn, Aron Guðmundsson, á æfingu í dag. „Það var enginn með eitthvað vesen og allir bara mjög ánægðir að sjá mig. Enda er langt síðan. Ný stjórn og nýr þjálfari, og búnir að vera nokkrir þjálfarar síðan. Það bar enginn nokkurn kala til mín þegar ég kom aftur en ég notaði þetta samt aðeins í byrjun til að mótivera mig.“ HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46 Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Aron hefur reyndar ekki verið með af fullum krafti á fyrstu tveimur æfingum landsliðsins, í gær og í dag, en í viðtali við Vísi í Víkinni í dag segir hann ekkert að óttast: „Ég fékk aðeins of langt jólafrí og fór aðeins fram úr mér í æfingum, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Bara að passa að fara ekki aftur fram úr sér. Ég verð hundrað prósent klár í æfingu á mánudaginn.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron á æfingu fyrir HM Íslenska liðið varð þó fyrir áfalli í byrjun síðasta mánaðar þegar Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður ársins 2024 hjá HSÍ, meiddist í ökkla. Hann missir því af HM, sem Ísland byrjar með leik við Grænhöfðaeyjar 16. janúar: „Það er hrikalegt. Ömurlegt bæði fyrir hann og liðið. Við gætum alveg notað Ómar. Leikmaður sem er í heimsklassa og það myndu öll lið sakna hans. En við erum auðvitað með breidd í þessari stöðu. Viggó [Kristjánsson] hefur spilað frábærlega í mörg ár og það er hans tími til að skína núna. Ég hef engar áhyggjur af því svo sem,“ sagði Aron. „Hefur verið algjör veisla“ Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu FH síðasta vor fór Aron óvænt aftur í atvinnumennsku í október, og sneri þá aftur til ungverska stórveldisins Veszprém. Hann nýtur þess í botn að vera mættur aftur í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu, sem hann hefur þrívegis unnið með Kiel og Barcelona: „Það hefur verið algjör veisla. Ég fann að ég saknaði þess pínu. Ég var fljótur að aðlagast, þekkti klúbbinn vel, þjálfarann mjög vel og hafði spilað með mörgum leikmönnum þarna. Það er fínt að vera kominn í atvinnumannaumhverfið aftur. Auðvitað fylgja þessu smábreytingar fjölskyldulega, en ég á frábært fólk að sem styður við þetta. Þannig að þetta er bara jákvætt,“ sagði Aron. „Notaði þetta til að mótivera mig“ Mikið var rætt og ritað um viðskilnað hans við Veszprém á sínum tíma, en forráðamenn félagsins á þeim tíma virtust þá vægast sagt afar óánægðir með framkomu Arons, en honum var afar vel tekið við endurkomuna: „Ég reyndar tók eftir því núna að það eru eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp,“ sagði Aron léttur í viðtali við nafna sinn, Aron Guðmundsson, á æfingu í dag. „Það var enginn með eitthvað vesen og allir bara mjög ánægðir að sjá mig. Enda er langt síðan. Ný stjórn og nýr þjálfari, og búnir að vera nokkrir þjálfarar síðan. Það bar enginn nokkurn kala til mín þegar ég kom aftur en ég notaði þetta samt aðeins í byrjun til að mótivera mig.“
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46 Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32
Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46
Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti