Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 3. janúar 2025 14:30 Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, nú í upphafi árs 2025 langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi verkefnum sem við í Dalabyggð höfum unnið með íbúum í Dölunum að undanfarin misseri í samstarfi við fleira gott fólk . Annars vegar er um að ræða gerð verkfærakistu í markaðssetningu, sem sveitarfélagið Dalabyggð og fyrirtæki – og í raun allir áhugasamir í Dölunum geta nýtt sér nú í framhaldi. Verkfærakistan er aðallega hugsuð til að miðla heilstæðri sýn á sveitarfélagið og samfélagið allt út á við, þar sem slagorðið er: „Við yrkjum lífsgæði í Dölunum“. Ráðgjafafyrirtækið Cohn&Wolfe á Íslandi var samstarfsaðili okkar við gerð fyrrnefndrar verkfærakistu en verkefnið er í grunninn samstarfsverkefni Dalabyggðar og SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) og styrkt af C1 potti Byggðaáætlunar. Það er ansi margt jákvætt sem hægt er að miðla um Dalina s.s. eins og hvernig hrein náttúra, gott samfélag og mikil landgæði í bland við sterk lýðgæði eru grundvöllur farsæls samfélags sem byggir á lífsgæðum. Frétt um verkefnið og verkfærakistuna má nálgast á heimasíðu Dalabyggðar í gegnum eftirfarandi slóð. Í tengslum við verkefnið var einnig útbúið kynningarmyndband sem margmiðlunarfyrirtækið Broadstone útbjó, byggt m.a. á ofangreindri verkfærakistu og má sjá hér. Myndbandið er afrakstur vinnu sem sveitarfélagið og ferðaþjónar í Dölunum tóku þátt í á árinu 2024. Tekið var upp kynningarefni í Dölunum í febrúar og júlí og er búið að búa til margmiðlunarsíðu úr því þar sem gisting, afþreying og fleira áhugavert í Dölunum er kynnt til leiks. Það er heimamaðurinn, bóndinn og félagsmálafrömuðurinn Steinþór Logi Arnarsson sem er andlit Dalanna í þessu markaðsefni sem sérsniðið er að erlendum markaði, ferðaskrifstofum og þeim sem eru að skipuleggja ferðalag í Dalina. Ég hvet ykkur ágætu lesendur til að kíkja á afraksturinn og í framhaldinu reikna ég með ykkur í heimsókn í Dalina á árinu mín kæru því hér er mannlíf gott og ferðaþjónar og samfélagið allt tilbúið til að taka á móti góðum gestum því hér í Dölunum „yrkjum við lífsgæði“ í einstöku söguhéraði þar sem loftgæði eru einstök og landgæðin sömuleiðis. Dalirnir eru í þessum skilningi eins og falin perla, fagur happafengur þeim sem uppgötva Dalirnir heilla ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Björn Bjarki Þorsteinsson Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, nú í upphafi árs 2025 langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi verkefnum sem við í Dalabyggð höfum unnið með íbúum í Dölunum að undanfarin misseri í samstarfi við fleira gott fólk . Annars vegar er um að ræða gerð verkfærakistu í markaðssetningu, sem sveitarfélagið Dalabyggð og fyrirtæki – og í raun allir áhugasamir í Dölunum geta nýtt sér nú í framhaldi. Verkfærakistan er aðallega hugsuð til að miðla heilstæðri sýn á sveitarfélagið og samfélagið allt út á við, þar sem slagorðið er: „Við yrkjum lífsgæði í Dölunum“. Ráðgjafafyrirtækið Cohn&Wolfe á Íslandi var samstarfsaðili okkar við gerð fyrrnefndrar verkfærakistu en verkefnið er í grunninn samstarfsverkefni Dalabyggðar og SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) og styrkt af C1 potti Byggðaáætlunar. Það er ansi margt jákvætt sem hægt er að miðla um Dalina s.s. eins og hvernig hrein náttúra, gott samfélag og mikil landgæði í bland við sterk lýðgæði eru grundvöllur farsæls samfélags sem byggir á lífsgæðum. Frétt um verkefnið og verkfærakistuna má nálgast á heimasíðu Dalabyggðar í gegnum eftirfarandi slóð. Í tengslum við verkefnið var einnig útbúið kynningarmyndband sem margmiðlunarfyrirtækið Broadstone útbjó, byggt m.a. á ofangreindri verkfærakistu og má sjá hér. Myndbandið er afrakstur vinnu sem sveitarfélagið og ferðaþjónar í Dölunum tóku þátt í á árinu 2024. Tekið var upp kynningarefni í Dölunum í febrúar og júlí og er búið að búa til margmiðlunarsíðu úr því þar sem gisting, afþreying og fleira áhugavert í Dölunum er kynnt til leiks. Það er heimamaðurinn, bóndinn og félagsmálafrömuðurinn Steinþór Logi Arnarsson sem er andlit Dalanna í þessu markaðsefni sem sérsniðið er að erlendum markaði, ferðaskrifstofum og þeim sem eru að skipuleggja ferðalag í Dalina. Ég hvet ykkur ágætu lesendur til að kíkja á afraksturinn og í framhaldinu reikna ég með ykkur í heimsókn í Dalina á árinu mín kæru því hér er mannlíf gott og ferðaþjónar og samfélagið allt tilbúið til að taka á móti góðum gestum því hér í Dölunum „yrkjum við lífsgæði“ í einstöku söguhéraði þar sem loftgæði eru einstök og landgæðin sömuleiðis. Dalirnir eru í þessum skilningi eins og falin perla, fagur happafengur þeim sem uppgötva Dalirnir heilla ! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar