Allt er fertugum LeBron fært Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2025 08:02 Magnaður íþróttamaður. Ronald Martinez/Getty Images Hinn fertugi LeBron James heldur áfram að skríða upp alla þá lista yfir tölfræði sem NBA-deildin í körfubolta getur boðið upp á. Nú síðast fór hann upp fyrir Michael Jordan er kemur að því að skora 30 stig eða meira í leik. LeBron fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum og þó hann hafi nú sagt að hann gæti spilað í NBA-deildinni í fimm ár til viðbótar þá hefur hann að sama skapi gefið í skyn að hann gæti nú farið að kalla þetta gott. Það er hins vegar ekki að sjá á frammistöðum hans eftir að hafa fagnað stórafmælinu með pompi og prakt. 👑 pic.twitter.com/9xgkVRp2QE— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 LeBron mætti sínum fyrrum liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik sínum sem fertugur maður. Reikna má með að það hafi ekki verið tilviljun að hálfu leikjanefnd NBA-deildarinnar. Þó svo að Lakers hafi tapað – Cavaliers eru jú besta lið deildarinnar – þá átti LeBron mjög svo fínan leik. Hann skoraði 23 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Í leikjunum tveimur síðan þá hefur LeBron hins vegar sýnt allar sínar bestu hliðar. Sigrar Lakers í þeim leikjum þýða að liðið er sem stendur í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni en fyrir mót töldu spekingar að liðið myndi yfir höfuð eiga erfitt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vissulega er langt í að deildarkeppni NBA ljúki en allt er fertugum LeBron fært. Gegn Portland Trail Blazers skoraði LeBron 38 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Í öflugum sigri á Atlanta Hawks skoraði LeBron svo 30 stig á aðeins 30 mínútum, gaf aftur 8 stoðsendingar og tók aftur 3 fráköst. Var það 563. leikur LeBron á ferlinum þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Þar með fór hann yfir Jordan og á topp listans yfir 30 stig eða fleiri skoruð í leik. Breaking records like a broken record. LeBron James passes Michael Jordan for MOST 30+ point games in NBA history. pic.twitter.com/dkrGtuNnR3— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 „Alltaf þegar maður er nefndur á nafn á sama tíma og þeir bestu í leiknum, og að þessu sinni með líklega þeim besta, þá er það mjög skemmtilegt. Hann er einhver sem ég dáðist að í æsku og ég er númer 23 út af honum. Svo að vita að ég er með í herberginu eða í umræðunni þegar fólk talar um MJ, það er frábært fyrir krakkann sem ég var,“ sagði Lebron eftir leik um „metið“ sem hann sló. Anthony Davis, samherji LeBron hjá Lakers, sló á létta strengi. „Það tók hann samt sjö fleiri tímabil en Jordan. En í alvörunni, þegar ég ólst upp var ég LeBron aðdáandi númer 1. Það er mitt tímabil. Þetta er augljóslega heljarinnar afrek og ég held að hann sé númer eitt á öllum listum í dag. Ég er þakklátur fyrir að vera hér með honum að afreka þetta og við viljum bara halda áfram að bæta við.“ Eftir 34 leiki er Lakers í 4. sæti vesturdeildar með 20 sigra og 14 töp. Næsti leikur liðsins er gegn Houston Rockets sem er sæti ofar og eitt margra liða vestursins sem eru í baráttu um 2. til 4. sætis en þau gefa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Oklahoma City Thunder hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 1. sætið nú þegar. Körfubolti NBA Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
LeBron fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum og þó hann hafi nú sagt að hann gæti spilað í NBA-deildinni í fimm ár til viðbótar þá hefur hann að sama skapi gefið í skyn að hann gæti nú farið að kalla þetta gott. Það er hins vegar ekki að sjá á frammistöðum hans eftir að hafa fagnað stórafmælinu með pompi og prakt. 👑 pic.twitter.com/9xgkVRp2QE— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 LeBron mætti sínum fyrrum liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik sínum sem fertugur maður. Reikna má með að það hafi ekki verið tilviljun að hálfu leikjanefnd NBA-deildarinnar. Þó svo að Lakers hafi tapað – Cavaliers eru jú besta lið deildarinnar – þá átti LeBron mjög svo fínan leik. Hann skoraði 23 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Í leikjunum tveimur síðan þá hefur LeBron hins vegar sýnt allar sínar bestu hliðar. Sigrar Lakers í þeim leikjum þýða að liðið er sem stendur í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni en fyrir mót töldu spekingar að liðið myndi yfir höfuð eiga erfitt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vissulega er langt í að deildarkeppni NBA ljúki en allt er fertugum LeBron fært. Gegn Portland Trail Blazers skoraði LeBron 38 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Í öflugum sigri á Atlanta Hawks skoraði LeBron svo 30 stig á aðeins 30 mínútum, gaf aftur 8 stoðsendingar og tók aftur 3 fráköst. Var það 563. leikur LeBron á ferlinum þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Þar með fór hann yfir Jordan og á topp listans yfir 30 stig eða fleiri skoruð í leik. Breaking records like a broken record. LeBron James passes Michael Jordan for MOST 30+ point games in NBA history. pic.twitter.com/dkrGtuNnR3— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 „Alltaf þegar maður er nefndur á nafn á sama tíma og þeir bestu í leiknum, og að þessu sinni með líklega þeim besta, þá er það mjög skemmtilegt. Hann er einhver sem ég dáðist að í æsku og ég er númer 23 út af honum. Svo að vita að ég er með í herberginu eða í umræðunni þegar fólk talar um MJ, það er frábært fyrir krakkann sem ég var,“ sagði Lebron eftir leik um „metið“ sem hann sló. Anthony Davis, samherji LeBron hjá Lakers, sló á létta strengi. „Það tók hann samt sjö fleiri tímabil en Jordan. En í alvörunni, þegar ég ólst upp var ég LeBron aðdáandi númer 1. Það er mitt tímabil. Þetta er augljóslega heljarinnar afrek og ég held að hann sé númer eitt á öllum listum í dag. Ég er þakklátur fyrir að vera hér með honum að afreka þetta og við viljum bara halda áfram að bæta við.“ Eftir 34 leiki er Lakers í 4. sæti vesturdeildar með 20 sigra og 14 töp. Næsti leikur liðsins er gegn Houston Rockets sem er sæti ofar og eitt margra liða vestursins sem eru í baráttu um 2. til 4. sætis en þau gefa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Oklahoma City Thunder hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 1. sætið nú þegar.
Körfubolti NBA Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira