Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar 5. janúar 2025 11:32 Íslensk utanríkisstefna hefur á síðustu áratugum einkennst af skorti á langtímahugsun og stefnumörkun sem endurspeglar hagsmuni og gildi þjóðarinnar. Utanríkisráðherrastóllinn hefur verið afhentur sem verðlaun milli stjórnmálamanna, óháð þekkingu þeirra á utanríkismálum. Ákvarðanir eru oft teknar á grundvelli geðþótta eða baktjaldamakk, frekar en faglegs mats. Vinna við að styrkja stöðu Íslands á alþjóðavettvangi er að miklu leyti ósýnileg almenningi. Þrátt fyrir að Ísland sé lítið eyland með takmörkuð áhrif í alþjóðapólitík, hefur utanríkisráðuneytið lykilhlutverki að gegna við að verja hagsmuni landsins. Hins vegar hafa stórar ákvarðanir, eins og stuðningurinn við ólögmætt árásarstríð í Írak árið 2003, sem leiddi til dauða um tveggja milljóna manna, skaðað bæði ímynd og öryggi Íslands á alþjóðavettvangi. Það er kominn tími til að Ísland móti skýra utanríkisstefnu sem byggist á hagsmunum íslensku þjóðarinnar, gildum, sérfræðiþekkingu og alþjóðalögum. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir fleiri mistök í utanríkismálum sem skaða stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu Það ættu allir Íslendingar að vera sammála um að hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu þurfa að byggja á alþjóðalögum, varnarsamstarfi við NATO og nánu samstarfi við Evrópusambandið. Alþjóðalög eru lífsnauðsynleg fyrir Ísland, lítið herlaust eyríki, þar sem þau tryggja stöðugleika og öryggi í alþjóðakerfinu. Í heimi þar sem stórveldi búa yfir gjöreyðingarvopnum er lykilatriði að tryggja að átök milli þeirra þróist ekki í stórfelldar hörmungar sem ógna mannkyni. Það er á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna þar sem að öll ríki, stór sem smá, eiga jafnan rétt. Ísland getur ekki reitt sig á hernaðarmátt eða yfirburði, heldur þarf að treysta á samstöðu alþjóðasamfélagsins og virðingu fyrir alþjóðalögum. NATO gegnir ómissandi hlutverki í að tryggja öryggi Íslands. Samstarfið veitir varnarsamstöðu með bandalagsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, sem eflir stöðu landsins og tryggir öryggi þess. Það er þó áhugavert að rifja upp að Ísland hefur áður gegnt mikilvægu hlutverki í að stuðla að friðsamlegum samskiptum milli NATO og stjórnvalda í Moskvu, sem undirstrikar möguleika landsins sem brúarsmiður í alþjóðasamskiptum. Samstarf við Evrópu, einkum í gegnum EES-samninginn, er grundvallaratriði. Aðildin tryggir Íslandi aðgang að stærsta markaði heims og veitir stöðugleika í viðskiptum og regluverki. Þetta samstarf styrkir einnig stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu og opnar á möguleika á nánara pólitísku samstarfi þegar þörf er á. Þessar undirstoðir íslenskrar utanríkisstefnu þarf Ísland að styrkja til að gæta að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Innflytjendur og flóttamannamál Það er óhjákvæmilegt að ræða flóttamenn í samhengi við utanríkismál. Stríð og átök valda fjöldaflótta, og Ísland, eins og önnur lönd, hefur fengið að finna fyrir afleiðingum þessarar þróunar. Hert landamæraeftirlit mun ekki stöðva flóttamannastraum ef rót vandans er ekki leyst. Þjóðarmorðið fyrir botni Miðjarðarhafs er skýr birtingarmynd aðstæðna sem stuðla að auknum flóttamannastraumi. Slíkar hörmungar skaða öryggi Íslands með því að grafa undan alþjóðalögum og ýta undir aukinn flóttamannastraum til Íslands og Evrópu. Þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar hafi hafnað hatursorðræðu gagnvart innflytjendum í síðustu kosningum, ber ríkisstjórn Íslands ábyrgð á að standa vörð um hagsmuni allra Íslendinga. Stór hluti þjóðarinnar hefur lýst yfir áhyggjum af auknum straumi flóttafólks til landsins og kallar eftir aðgerðum til að takast á við stöðuna.Hins vegar er það óraunhæf krafa þegar fólk í neyð stendur frammi fyrir valkostum á borð við að verða fyrir sprengjuárásum, svelta til dauða eða flýja til Evrópu. Ísland ætti að leggja þunga áherslu á að stuðla að friðsamlegum lausnum og þrýsta á um að þjóðarmorðið, sem veldur þessum hörmungum, verði stöðvað. Það er skýr vilji meirihluta íslensku þjóðarinnar. Samstarf við Bandaríkin – En ekki stríð við Íran Góð samskipti við Bandaríkin eru ómissandi fyrir Ísland, bæði í öryggis- og viðskiptamálum. Hins vegar ætti vinátta ekki að fela í sér óskilyrtan stuðning við hernaðarátök. Nýlegur sigur Repúblikana í Bandaríkjunum eykur líkurnar á því að þeir þrýsti á hernaðarátök við Íran. Slík átök gætu verið réttlætt með öryggishagsmunum, en í raun gæti verið að þau séu knúin áfram af hagnaðarsjónarmiðum vopnaframleiðenda, aukinni útflutningsgetu Bandaríkjanna á gasmarkaði og stuðningi við Ísrael. Ísland má ekki endurtaka mistök fortíðar og styðja slíkt stríð. Við eigum, sem góðir vinir Bandaríkjanna, að ráðleggja þeim að leggja áherslu á diplómatíu og friðsamlegar lausnir. Aðgerðir sem kynda undir óstöðugleika í Mið-Austurlöndum skapa aðeins fleiri flóttamenn, hryðjuverk og ógnir fyrir alþjóðasamfélagið. Óstöðugleiki í vændum: Hvernig undirbýr Ísland sig? Nú er því miður orðið ljóst að komandi ríkisstjórn Bandaríkjanna mun samstanda af harðlínumönnum í pólitík, sem gerir alþjóðleg samskipti enn flóknari og óútreiknanlegri. Þetta er sérstaklega áhyggjuefni þar sem nýkjörinn forseti, Donald Trump, hefur þegar sýnt merki um árásargjarna stefnu gagnvart eigin nágrannaríkjum og bandamönnum. Trump hefur hótað að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna. Hann hefur einnig hótað að taka yfir Panama til að ná stjórn á Panamaskurðinum. Nú síðast hefur hann hótað Danmörku, þar sem hann heldur því fram að Grænland þurfi að tilheyra Bandaríkjunum út af öryggisástæðum. Auk þess hafa einstaklingar í herbúðum hans hótað árás á Holland, þar sem Alþjóðlegi glæpadómstóllinn er staðsettur, í reiði yfir handtökuskipun gegn ísraelskum ráðamönnum vegna ásakana um þjóðarmorð. Nýskipaður varnarmálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að ráðast á Íran án tafar. Hann hefur jafnframt sagt að Bandaríkin ættu að hundsa Genfarsáttmálann. Allt þetta er svo ótrúlegt að það er erfitt að trúa því, þess vegna fylgja hlekkir með. Óhætt er að segja að slíkar yfirlýsingar grafa undan alþjóðalögum og skapa óstöðugleika í alþjóðasamfélaginu. Ísland þarf að undirbúa sig undir slíkt. Þörfin fyrir langtímastefnu í utanríkismálum Til að tryggja hagsmuni Íslands og koma í veg fyrir að teknar verði afdrifaríkar ákvarðanir sem skaða ímynd og öryggi þjóðarinnar, er nauðsynlegt að stofna óháðan sérfræðihóp í utanríkismálum. Þessi hópur myndi þróa langtímastefnu sem byggist á gildum og hagsmunum Íslands, og koma í veg fyrir að ákvarðanir, teknar undir þrýstingi erlendra ríkja, hafi alvarlegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina. Stefna sem byggir á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna myndi ekki aðeins styrkja stöðu Íslands á alþjóðavettvangi heldur einnig tryggja langvarandi vernd hagsmuna landsins. Ábyrgð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir Utanríkisstefna Íslands þarf að byggja á skýrri framtíðarsýn sem tryggir bæði hagsmuni og gildi þjóðarinnar. Með áherslu á alþjóðalög, NATO, samstarf við Evrópu og friðsamleg samskipti á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna getur Ísland lagt sitt af mörkum til að skapa betri heim. Aðeins með ábyrgri stefnu getum við tryggt frið, öryggi og velferð komandi kynslóða. Nýskipaður utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, lagði áherslu á skynsama og vel ígrundaða stefnu í kosningabaráttunni, bæði í tengslum við þjóðarmorðið í Palestínu og stuðninginn við Úkraínu. Hún hefur sýnt fram á djúpa þekkingu á alþjóðamálum, sem var ein af ástæðunum fyrir því að margir kusu hana í embætti. Verkefnin sem hún stendur frammi fyrir verða þó ekki auðveld, þar sem hún þarf að verja hagsmuni Íslands í ófyrirsjáanlegum og óstöðugum heimi, þar sem helstu bandamenn okkar, Bandaríkin, hafa hætt að virða alþjóðakerfið sem þeir mótuðu sjálfir. Alþjóðakerfið er þó sterkara en svo og mun standa af sér álagið, jafnvel eftir fjögurra ára valdatíð Trumps. Þorgerður Katrín, meira en nokkur annar, mun því marka skil á sögu Íslands, öryggi og ímynd landsins á komandi árum. Með heiðarlegum ákvörðunum getur hún lagt grunn að utanríkisstefnu sem er byggð á alþjóðalögum, siðferðilegum gildum og hagsmunum Íslands. Besta leiðin til að ná þessum markmiðum er að byggja langtímastefnu og skapa breiða sátt um íslenska utanríkisstefnu sem endurspeglar réttlæti, frið og samvinnu á milli þjóða. Höfundur er frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Íslensk utanríkisstefna hefur á síðustu áratugum einkennst af skorti á langtímahugsun og stefnumörkun sem endurspeglar hagsmuni og gildi þjóðarinnar. Utanríkisráðherrastóllinn hefur verið afhentur sem verðlaun milli stjórnmálamanna, óháð þekkingu þeirra á utanríkismálum. Ákvarðanir eru oft teknar á grundvelli geðþótta eða baktjaldamakk, frekar en faglegs mats. Vinna við að styrkja stöðu Íslands á alþjóðavettvangi er að miklu leyti ósýnileg almenningi. Þrátt fyrir að Ísland sé lítið eyland með takmörkuð áhrif í alþjóðapólitík, hefur utanríkisráðuneytið lykilhlutverki að gegna við að verja hagsmuni landsins. Hins vegar hafa stórar ákvarðanir, eins og stuðningurinn við ólögmætt árásarstríð í Írak árið 2003, sem leiddi til dauða um tveggja milljóna manna, skaðað bæði ímynd og öryggi Íslands á alþjóðavettvangi. Það er kominn tími til að Ísland móti skýra utanríkisstefnu sem byggist á hagsmunum íslensku þjóðarinnar, gildum, sérfræðiþekkingu og alþjóðalögum. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir fleiri mistök í utanríkismálum sem skaða stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu Það ættu allir Íslendingar að vera sammála um að hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu þurfa að byggja á alþjóðalögum, varnarsamstarfi við NATO og nánu samstarfi við Evrópusambandið. Alþjóðalög eru lífsnauðsynleg fyrir Ísland, lítið herlaust eyríki, þar sem þau tryggja stöðugleika og öryggi í alþjóðakerfinu. Í heimi þar sem stórveldi búa yfir gjöreyðingarvopnum er lykilatriði að tryggja að átök milli þeirra þróist ekki í stórfelldar hörmungar sem ógna mannkyni. Það er á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna þar sem að öll ríki, stór sem smá, eiga jafnan rétt. Ísland getur ekki reitt sig á hernaðarmátt eða yfirburði, heldur þarf að treysta á samstöðu alþjóðasamfélagsins og virðingu fyrir alþjóðalögum. NATO gegnir ómissandi hlutverki í að tryggja öryggi Íslands. Samstarfið veitir varnarsamstöðu með bandalagsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, sem eflir stöðu landsins og tryggir öryggi þess. Það er þó áhugavert að rifja upp að Ísland hefur áður gegnt mikilvægu hlutverki í að stuðla að friðsamlegum samskiptum milli NATO og stjórnvalda í Moskvu, sem undirstrikar möguleika landsins sem brúarsmiður í alþjóðasamskiptum. Samstarf við Evrópu, einkum í gegnum EES-samninginn, er grundvallaratriði. Aðildin tryggir Íslandi aðgang að stærsta markaði heims og veitir stöðugleika í viðskiptum og regluverki. Þetta samstarf styrkir einnig stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu og opnar á möguleika á nánara pólitísku samstarfi þegar þörf er á. Þessar undirstoðir íslenskrar utanríkisstefnu þarf Ísland að styrkja til að gæta að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Innflytjendur og flóttamannamál Það er óhjákvæmilegt að ræða flóttamenn í samhengi við utanríkismál. Stríð og átök valda fjöldaflótta, og Ísland, eins og önnur lönd, hefur fengið að finna fyrir afleiðingum þessarar þróunar. Hert landamæraeftirlit mun ekki stöðva flóttamannastraum ef rót vandans er ekki leyst. Þjóðarmorðið fyrir botni Miðjarðarhafs er skýr birtingarmynd aðstæðna sem stuðla að auknum flóttamannastraumi. Slíkar hörmungar skaða öryggi Íslands með því að grafa undan alþjóðalögum og ýta undir aukinn flóttamannastraum til Íslands og Evrópu. Þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar hafi hafnað hatursorðræðu gagnvart innflytjendum í síðustu kosningum, ber ríkisstjórn Íslands ábyrgð á að standa vörð um hagsmuni allra Íslendinga. Stór hluti þjóðarinnar hefur lýst yfir áhyggjum af auknum straumi flóttafólks til landsins og kallar eftir aðgerðum til að takast á við stöðuna.Hins vegar er það óraunhæf krafa þegar fólk í neyð stendur frammi fyrir valkostum á borð við að verða fyrir sprengjuárásum, svelta til dauða eða flýja til Evrópu. Ísland ætti að leggja þunga áherslu á að stuðla að friðsamlegum lausnum og þrýsta á um að þjóðarmorðið, sem veldur þessum hörmungum, verði stöðvað. Það er skýr vilji meirihluta íslensku þjóðarinnar. Samstarf við Bandaríkin – En ekki stríð við Íran Góð samskipti við Bandaríkin eru ómissandi fyrir Ísland, bæði í öryggis- og viðskiptamálum. Hins vegar ætti vinátta ekki að fela í sér óskilyrtan stuðning við hernaðarátök. Nýlegur sigur Repúblikana í Bandaríkjunum eykur líkurnar á því að þeir þrýsti á hernaðarátök við Íran. Slík átök gætu verið réttlætt með öryggishagsmunum, en í raun gæti verið að þau séu knúin áfram af hagnaðarsjónarmiðum vopnaframleiðenda, aukinni útflutningsgetu Bandaríkjanna á gasmarkaði og stuðningi við Ísrael. Ísland má ekki endurtaka mistök fortíðar og styðja slíkt stríð. Við eigum, sem góðir vinir Bandaríkjanna, að ráðleggja þeim að leggja áherslu á diplómatíu og friðsamlegar lausnir. Aðgerðir sem kynda undir óstöðugleika í Mið-Austurlöndum skapa aðeins fleiri flóttamenn, hryðjuverk og ógnir fyrir alþjóðasamfélagið. Óstöðugleiki í vændum: Hvernig undirbýr Ísland sig? Nú er því miður orðið ljóst að komandi ríkisstjórn Bandaríkjanna mun samstanda af harðlínumönnum í pólitík, sem gerir alþjóðleg samskipti enn flóknari og óútreiknanlegri. Þetta er sérstaklega áhyggjuefni þar sem nýkjörinn forseti, Donald Trump, hefur þegar sýnt merki um árásargjarna stefnu gagnvart eigin nágrannaríkjum og bandamönnum. Trump hefur hótað að gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna. Hann hefur einnig hótað að taka yfir Panama til að ná stjórn á Panamaskurðinum. Nú síðast hefur hann hótað Danmörku, þar sem hann heldur því fram að Grænland þurfi að tilheyra Bandaríkjunum út af öryggisástæðum. Auk þess hafa einstaklingar í herbúðum hans hótað árás á Holland, þar sem Alþjóðlegi glæpadómstóllinn er staðsettur, í reiði yfir handtökuskipun gegn ísraelskum ráðamönnum vegna ásakana um þjóðarmorð. Nýskipaður varnarmálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að ráðast á Íran án tafar. Hann hefur jafnframt sagt að Bandaríkin ættu að hundsa Genfarsáttmálann. Allt þetta er svo ótrúlegt að það er erfitt að trúa því, þess vegna fylgja hlekkir með. Óhætt er að segja að slíkar yfirlýsingar grafa undan alþjóðalögum og skapa óstöðugleika í alþjóðasamfélaginu. Ísland þarf að undirbúa sig undir slíkt. Þörfin fyrir langtímastefnu í utanríkismálum Til að tryggja hagsmuni Íslands og koma í veg fyrir að teknar verði afdrifaríkar ákvarðanir sem skaða ímynd og öryggi þjóðarinnar, er nauðsynlegt að stofna óháðan sérfræðihóp í utanríkismálum. Þessi hópur myndi þróa langtímastefnu sem byggist á gildum og hagsmunum Íslands, og koma í veg fyrir að ákvarðanir, teknar undir þrýstingi erlendra ríkja, hafi alvarlegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina. Stefna sem byggir á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna myndi ekki aðeins styrkja stöðu Íslands á alþjóðavettvangi heldur einnig tryggja langvarandi vernd hagsmuna landsins. Ábyrgð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir Utanríkisstefna Íslands þarf að byggja á skýrri framtíðarsýn sem tryggir bæði hagsmuni og gildi þjóðarinnar. Með áherslu á alþjóðalög, NATO, samstarf við Evrópu og friðsamleg samskipti á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna getur Ísland lagt sitt af mörkum til að skapa betri heim. Aðeins með ábyrgri stefnu getum við tryggt frið, öryggi og velferð komandi kynslóða. Nýskipaður utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, lagði áherslu á skynsama og vel ígrundaða stefnu í kosningabaráttunni, bæði í tengslum við þjóðarmorðið í Palestínu og stuðninginn við Úkraínu. Hún hefur sýnt fram á djúpa þekkingu á alþjóðamálum, sem var ein af ástæðunum fyrir því að margir kusu hana í embætti. Verkefnin sem hún stendur frammi fyrir verða þó ekki auðveld, þar sem hún þarf að verja hagsmuni Íslands í ófyrirsjáanlegum og óstöðugum heimi, þar sem helstu bandamenn okkar, Bandaríkin, hafa hætt að virða alþjóðakerfið sem þeir mótuðu sjálfir. Alþjóðakerfið er þó sterkara en svo og mun standa af sér álagið, jafnvel eftir fjögurra ára valdatíð Trumps. Þorgerður Katrín, meira en nokkur annar, mun því marka skil á sögu Íslands, öryggi og ímynd landsins á komandi árum. Með heiðarlegum ákvörðunum getur hún lagt grunn að utanríkisstefnu sem er byggð á alþjóðalögum, siðferðilegum gildum og hagsmunum Íslands. Besta leiðin til að ná þessum markmiðum er að byggja langtímastefnu og skapa breiða sátt um íslenska utanríkisstefnu sem endurspeglar réttlæti, frið og samvinnu á milli þjóða. Höfundur er frumkvöðull.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar