Sigurjón hefur verið aðstoðarmaður Ingu á Alþingi frá árinu 2017 og Hreiðar gengt hlutverki framkvæmdastjóra þingflokks Flokk fólksins. Hreiðar er lögfræðingur og var í 26. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum.
Komið víða við
Sigurjón var kosningastjóri flokksins en hann er með meistarapróf í alþjóðlegum viðskiptafræðum og BA-gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hann hefur einnig verið viðriðinn starf annarra flokka en árið 2013 gaf hann kost á sér í 4. til 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014 en lenti í 19. sæti.

Þá hefur hann setið í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi og verið kosningastjóri hjá sama flokki. Sigurjón kom einnig að stofnun Viðreisnar og var fyrsti launaði starfsmaður flokksins.
Fram kemur í viðtali við Sigurjón í Breiðholtsblaðinu að hann hafi um tíma starfað hjá JP Morgan bankanum í Lúxemborg. Heimssýn hans hafi breyst þegar hann kynntist fyrst fátækt á heimaslóðum Mexíkó-ættaðrar eiginkonu sinnar og þau bjuggu um tíma í bíl í Suður-Kaliforníu.
Sigurjón segir að Inga og flokkur hennar hafi vakið athygli hans eftir að hjónin komu aftur til Íslands og hann sett sig í samband við formanninn. Í kjölfarið hafi hann tekið tekið til starfa.