Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2025 14:28 Magnus Carlsen og Ella Victoria Malone virtust hamingjusöm fyrir utan kirkjuna. EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen og Ella Victoria Malone létu gefa sig saman í náinni athöfn í Holmenkollen-kapellunni í Osló síðdegis í gær. Norska ríkisútvarpið greinir frá því að snjór, frost og heiðskír himinn hafi einkennt daginn og brúðkaupsveislan svo tekið við á Grand Hotel. Einungis nokkrir dagar séu frá því að hjónin gáfu út að þau ætluðu að gifta sig um helgina og þau hafi kosið að halda upp á daginn í ró og næði. Magnus Carlsen giftist Ellu Victoria Malone í Holmenkollen-kapellunni í Osló.Epa/AMANDA PEDERSEN GISKE Magnus sem er margfaldur heimsmeistari í skák fæddist í Tønsberg í suðurhluta Noregs en ólst upp í Lommedalen. Ella kemur frá Osló og á norska móður og bandarískan föður en takmarkaðar upplýsingar er að finna um líf hennar. Hún hefur nokkrum sinnum sést á skákmótum með Magnusi, nú síðast á HM í at- og hraðskák í New York í desember. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi í gær, enda regluverði FIDE hvergi að finna.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Ella lýsti því í viðtali við norsku sjónvarpstöðina TV 2 í maí að hún kjósi oft að láta lítið á sér bera þrátt fyrir að hún geti verið virk í félagslífi. Stundum sé erfitt að vera með Magnusi á skákmótum en hún kjósi að gera það samt þar sem hún vilji styðja hann og vera honum góð kærasta. Brúðkaupið fór fram nokkrum dögum eftir viðburðaríkt heimsmeistaramót í skák þar sem Magnus var sektaður fyrir að brjóta reglur Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) með því að mæta í gallabuxum til keppni. Hann gagnrýndi ákvörðunina harðlega og dró sig úr mótinu. Hann skipti síðar um skoðun og sneri aftur til keppni en nú í öðrum gallabuxum. Endaði hann á því að deila heimsmeistaratitlinum í hraðskák árið 2024 með Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí eftir hafa gert þrjú jafntefli í bráðabana. Þessi niðurstaða mótsins var umdeild en þetta er í fyrsta skipti sem tveir deila heimsmeistaratitlinum í skák. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi fyrir utan kirkjuna í gær. Skák og mát.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Ástin og lífið Noregur Skák Tengdar fréttir Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. 2. janúar 2025 16:33 Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Norska ríkisútvarpið greinir frá því að snjór, frost og heiðskír himinn hafi einkennt daginn og brúðkaupsveislan svo tekið við á Grand Hotel. Einungis nokkrir dagar séu frá því að hjónin gáfu út að þau ætluðu að gifta sig um helgina og þau hafi kosið að halda upp á daginn í ró og næði. Magnus Carlsen giftist Ellu Victoria Malone í Holmenkollen-kapellunni í Osló.Epa/AMANDA PEDERSEN GISKE Magnus sem er margfaldur heimsmeistari í skák fæddist í Tønsberg í suðurhluta Noregs en ólst upp í Lommedalen. Ella kemur frá Osló og á norska móður og bandarískan föður en takmarkaðar upplýsingar er að finna um líf hennar. Hún hefur nokkrum sinnum sést á skákmótum með Magnusi, nú síðast á HM í at- og hraðskák í New York í desember. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi í gær, enda regluverði FIDE hvergi að finna.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE Ella lýsti því í viðtali við norsku sjónvarpstöðina TV 2 í maí að hún kjósi oft að láta lítið á sér bera þrátt fyrir að hún geti verið virk í félagslífi. Stundum sé erfitt að vera með Magnusi á skákmótum en hún kjósi að gera það samt þar sem hún vilji styðja hann og vera honum góð kærasta. Brúðkaupið fór fram nokkrum dögum eftir viðburðaríkt heimsmeistaramót í skák þar sem Magnus var sektaður fyrir að brjóta reglur Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) með því að mæta í gallabuxum til keppni. Hann gagnrýndi ákvörðunina harðlega og dró sig úr mótinu. Hann skipti síðar um skoðun og sneri aftur til keppni en nú í öðrum gallabuxum. Endaði hann á því að deila heimsmeistaratitlinum í hraðskák árið 2024 með Rússanum Jan Nepomniatsjtsjí eftir hafa gert þrjú jafntefli í bráðabana. Þessi niðurstaða mótsins var umdeild en þetta er í fyrsta skipti sem tveir deila heimsmeistaratitlinum í skák. Engar gallabuxur var að sjá á Magnusi fyrir utan kirkjuna í gær. Skák og mát.EPA/AMANDA PEDERSEN GISKE
Ástin og lífið Noregur Skák Tengdar fréttir Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. 2. janúar 2025 16:33 Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Arkady Dvorkovich, forseti alþjóða skáksambandsins (FIDE), hefur nú tjáð sig um þá ákvörðun að leyfa jafntefli í úrslitaleik HM í hraðskák og um ummæli Norðmannsins Magnusar Carlsen í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli. 2. janúar 2025 16:33
Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03