Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2025 16:41 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ávarpaði franska sendiherra í gær. Ummæli hans hafa vakið reiði í Afríku. AP/Aurelien Morissard Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum. Macron lét ummælin falla í ræðu fyrir framan sendiherra Frakklands í gær og fjallaði hann þar um hernaðaríhlutun Frakklands í Vestur-Afríku og á Sahelsvæðinu, sem hófst árið 2013. Franskir hermenn voru fyrst sendir til Malí af Francois Hollande, þáverandi forseta, og hafa þeir einnig verið í Búrkína Fasó, Níger og öðrum ríkjum. Að minnsta kosti 58 franskir hermenn hafa fallið í átökum við víga- og uppreisnarmenn síðan þá. Eftir valdarán hermanna í Búrkína Fasó, Malí og Níger á undanförnum árum hafa franskir hermenn verið reknir á brot þaðan og í nóvember var það sama upp á teningnum í Tjad og Senegal en franskir hermenn eru einnig á leið frá Fílabeinsströndinni og yfirgáfu Mið-Afríkulýðveldið árið 2022 eftir valdrán þar. Sjá einnig: Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér „Ég held þeir hafi gleymt að segja takk fyrir en það skiptir ekki máli. Það kemur með tímanum,“ sagði Macron í ræðu sinni í gær. Hann sagði að ákvörðunin um hernaðaríhlutun hefði verið rétt og staðhæfði að án hennar væri ekkert af ríkjum Sahelsvæðisins fullvalda í dag. „Við fórum vegna valdarána, af því við vorum beðnir um að fara af fullvalda ríkjum sem höfðu beðið Frakkland um að koma upprunalega,“ sagði Macron samkvæmt frétt France24. Hann sagði Frakkland ekki lengur hafa hlutverk á svæðinu þar sem Frakkar væru ekki aðstoðarmenn valdaræningja. Þessi ummæli hafa ekki fallið í kramið í Afríku. Sahelsvæðið svokallaða. Þar hefur víga- og uppreisnarhópum vaxið ásmegin á undanförnum árum.Vísir/Grafík Sagði Frakka þurfa að læra að virða Afríkubúa Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, sagði ummæli Macrons vera tímaskekkju og jaðra við að sýna afríkubúum fyrirlitningu. Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra Tjad, sló á svipaða strengi og sagði leiðtoga Frakklands þurfa að læra að bera virðingu fyrir Afríkubúum. Þeir hefðu spilað stóra rullu fyrir Frakkland í tveimur heimsstyrjöldum og aðkoma þeirra hefði aldrei verið viðurkennd. Hann sagði einnig, samkvæmt frétt CNN, að framlag Frakka til Tjad hefði sjaldan snúist um annað en þeirra eigin hagsmuni og hefði haft lítil áhrif ef einhver á framþróun ríkisins. Ousmane Sonko, forsætisráðherra Senegal, hefur einnig tjáð sig um ummæli Macrons. Hann segir engar viðræður um veru franskra hermanna í landinu hafa farið fram, eins og Macron hélt fram. Þess í stað hafi þjóðin ákveðið að vísa öllum erlendum hermönnum á brott. Versnandi öryggisástand Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Frá því herforingjastjórnir Búrkína Fasó, Malí og Níger ráku franska hermenn á brott og leituðu þess í stað á náðir Rússneskra málaliða, sem flestir eru á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands og African Corps, arftaka Wagner, hefur öryggisástandið í þessum ríkjum versnað verulega. Sjá einnig: Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða á Sahelsvæðinu, þar sem víga- og uppreisnarhópum hefur vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Þúsundir hafa fallið í árásum þessara hópa, sem flestir tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Sérfræðingar segja mögulegt að á komandi árum geti heilu ríkin fallið hendur þessara hópa. Frakkland Senegal Tjad Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Búrkína Fasó Malí Níger Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Fleiri fréttir Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
Macron lét ummælin falla í ræðu fyrir framan sendiherra Frakklands í gær og fjallaði hann þar um hernaðaríhlutun Frakklands í Vestur-Afríku og á Sahelsvæðinu, sem hófst árið 2013. Franskir hermenn voru fyrst sendir til Malí af Francois Hollande, þáverandi forseta, og hafa þeir einnig verið í Búrkína Fasó, Níger og öðrum ríkjum. Að minnsta kosti 58 franskir hermenn hafa fallið í átökum við víga- og uppreisnarmenn síðan þá. Eftir valdarán hermanna í Búrkína Fasó, Malí og Níger á undanförnum árum hafa franskir hermenn verið reknir á brot þaðan og í nóvember var það sama upp á teningnum í Tjad og Senegal en franskir hermenn eru einnig á leið frá Fílabeinsströndinni og yfirgáfu Mið-Afríkulýðveldið árið 2022 eftir valdrán þar. Sjá einnig: Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér „Ég held þeir hafi gleymt að segja takk fyrir en það skiptir ekki máli. Það kemur með tímanum,“ sagði Macron í ræðu sinni í gær. Hann sagði að ákvörðunin um hernaðaríhlutun hefði verið rétt og staðhæfði að án hennar væri ekkert af ríkjum Sahelsvæðisins fullvalda í dag. „Við fórum vegna valdarána, af því við vorum beðnir um að fara af fullvalda ríkjum sem höfðu beðið Frakkland um að koma upprunalega,“ sagði Macron samkvæmt frétt France24. Hann sagði Frakkland ekki lengur hafa hlutverk á svæðinu þar sem Frakkar væru ekki aðstoðarmenn valdaræningja. Þessi ummæli hafa ekki fallið í kramið í Afríku. Sahelsvæðið svokallaða. Þar hefur víga- og uppreisnarhópum vaxið ásmegin á undanförnum árum.Vísir/Grafík Sagði Frakka þurfa að læra að virða Afríkubúa Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, sagði ummæli Macrons vera tímaskekkju og jaðra við að sýna afríkubúum fyrirlitningu. Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra Tjad, sló á svipaða strengi og sagði leiðtoga Frakklands þurfa að læra að bera virðingu fyrir Afríkubúum. Þeir hefðu spilað stóra rullu fyrir Frakkland í tveimur heimsstyrjöldum og aðkoma þeirra hefði aldrei verið viðurkennd. Hann sagði einnig, samkvæmt frétt CNN, að framlag Frakka til Tjad hefði sjaldan snúist um annað en þeirra eigin hagsmuni og hefði haft lítil áhrif ef einhver á framþróun ríkisins. Ousmane Sonko, forsætisráðherra Senegal, hefur einnig tjáð sig um ummæli Macrons. Hann segir engar viðræður um veru franskra hermanna í landinu hafa farið fram, eins og Macron hélt fram. Þess í stað hafi þjóðin ákveðið að vísa öllum erlendum hermönnum á brott. Versnandi öryggisástand Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Frá því herforingjastjórnir Búrkína Fasó, Malí og Níger ráku franska hermenn á brott og leituðu þess í stað á náðir Rússneskra málaliða, sem flestir eru á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands og African Corps, arftaka Wagner, hefur öryggisástandið í þessum ríkjum versnað verulega. Sjá einnig: Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða á Sahelsvæðinu, þar sem víga- og uppreisnarhópum hefur vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Þúsundir hafa fallið í árásum þessara hópa, sem flestir tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Sérfræðingar segja mögulegt að á komandi árum geti heilu ríkin fallið hendur þessara hópa.
Frakkland Senegal Tjad Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Búrkína Fasó Malí Níger Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Fleiri fréttir Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira