Innlent

Fram­tíð Græn­lands ráðist í Græn­landi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Getty

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk.

Þetta sagði hún í sjónvarpsfréttum DR í kvöld í kjölfar ummæla Donalds Trump um að hann útiloki ekki að beita hervaldi og efnahagsþvingunum, þar með tollahækkunum, til þess að ná sínu fram, að ná yfirráðum yfir Grænlandi.

Mette tók í nokkur skipti fram að Bandaríkin væru mikilvægasti bandamaður Danmerkur. Þá sagði hún að það væri allra hagur að styrkja það samband.

Samkvæmt New York Times hótaði Trump beinlínis að hann myndi beita Danmörku miklum tollahækkunum myndi það ekki láta Grænland ekki af hendi.

„Að sjálfsögðu eiga Danmörk og Evrópa að vera áhyggjufull vegna mögulegs tollastríðs,“ sagði Mette, og bætti við að hún sjálf myndi aldrei leggja grunn að átökum milli vinaþjóða í Evrópu eða vestan Atlantshafs.

Líkt og greint var frá í dag er sonur Trumps, Donald Trump yngri, staddur á Grænlandi um þessar mundir. 

Heimsóknin er ekki opinber en er þó talin tengjast áhuga föður hans á mögulegum yfirráðum yfir Grænlandi. Heimsóknin hefur vakið litla kátínu hjá dönskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×