Sindri Sindrason skellti sér í World Class í Laugum og ræddi við gesti stöðvarinnar sem eru byrjaðir á fullu.
Margir að byrja nýtt ár af krafti en aðrir að halda áfram uppteknum hætti og halda sér við. Sindri ræddi meðal annars við mann sem hafði tekið af sér 29 kíló og aðra konu sem er að undirbúa sig fyrir maraþon í Lundúnum og járnkarl.
En einnig leit hann við í Ultra form þar sem eru svokallaðir mömmutímar. Þar mæta mæður með börnin sín, æfa og geta fylgst með börnunum í leiðinni.
Hér að neðan má sjá innslag Íslands í dag um málið sem var í vikunni á Stöð 2.