Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar 10. janúar 2025 07:32 Nú stefnir í að kennarar og stjórnendur í fjölmörgum skólum landsins fari í verkfall. Þann 1. febrúar næstkomandi hefjast að óbreyttu verkföll í 14 leikskólum og 7 grunnskólum. Viðbúið er að tveir eða fleiri framhaldsskólar sigli í kjölfarið. Þessi staða er grafalvarleg, en því miður afar fyrirsjáanleg ef saga kjarabaráttu kennara er skoðuð. Þó ekki sé farið lengra aftur í tímann en að síðustu aldamótum sést að verkfallsvopnið hefur verið það eina sem dugað hefur kennurum til að sækja leiðréttingar á kjörum sínum. Markmið okkar kennara og stjórnenda í yfirstandandi viðræðum við viðsemjendur, bæði ríki og sveitarfélög, er að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda milli fólks á opinberum og almennum vinnumörkuðum. Í sjöundu grein samkomulagsins segir að aðilar skuli vinna að því að jafna launamun milli þessara hópa til að vinna á móti þeirri skerðingu á lífeyrisréttindum sem fyrrnefndi hópurinn þurfti að sæta. Nú, þegar tæp níu ár eru liðin frá undirritun samkomulagsins, er staðan sú að þetta hefur ekki verið uppfyllt nema að litlu leyti. Því hafa kennarar þurft að grípa til þess ráðs að taka málið upp við kjarasamningsborðið, eins og þeim er heimilt samkvæmt samkomulaginu. Hvers vegna gengur ekki betur en raun ber vitni að ganga frá málinu? Svarið við þeirri spurningu er í raun einfalt: Það hefur skort vilja af hálfu hins opinbera til að skilgreina þau viðmið sem þarf til að slík leiðrétting geti orðið, til dæmis við hvaða hóp á almennum markaði skuli miðað, hvaða launahugtak skuli stuðst við og hvaða aðferðafræði skuli beitt við jöfnunina. Kennarar hafa sett fram þó nokkrar tillögur að leiðum sem samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa viðstöðulítið hafnað með mis góðum rökum og lýst því yfir að verkefnið sé óvinnandi; flækjustigið sé svo hátt að sá sem fyndi lausnina hlyti fyrir vikið án efa Nóbelsverðlaun í hagfræði. Þetta þykir okkur, kennurum og stjórnendum í skólum landsins, óboðlegur málflutningur. Til þess að dæmið gangi upp þarf einfaldlega að vera til staðar vilji til að leysa málið í stað þess að drepa því á dreif með sífelldri vísun í meintan ómöguleika verkefnisins. Jafnvel má ganga svo langt að segja að vilji sé allt sem þurfi til að koma skipinu í höfn og landa kjarasamningum fyrir kennarastéttina. Það algera viljaleysi hins opinbera sem einkennt hefur samningaviðræðurnar hingað til er ástæða þess að nú stefnir í verkföll kennara. Það er þó ljós í myrkrinu, skíma sem dugað gæti til þess að koma í veg fyrir þann óhjákvæmilega skaða sem verkföll í skólum víða um land valda. Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum, ríkisstjórn flokka sem allir lýstu því yfir í nýyfirstaðinni kosningabaráttu að standa yrði við samkomulagið frá 2016 um jöfnun kjara kennara hvað sem það kostaði. Sjálfur sat ég fund þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, sagði berum orðum að næsta ríkisstjórn yrði að ljúka þessu máli og koma í veg fyrir yfirvofandi verkföll kennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Flokks fólksins og nú Mennta- og barnamálaráðherra, tók í sama streng á fundi í verkfallsmiðstöð kennara Fjölbrautaskólans á Selfossi. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagði í sjónvarpskappræðum daginn fyrir kosningar: „Við styðjum kennara í sínum aðgerðum“. Það er því ljóst að það er vilji ríkisstjórnarinnar að gengið verði frá samningi við kennara og stjórnendur í skólum landsins sem innifelur löngu tímabæra leiðréttingu á launum stéttarinnar og að það verði gert áður en til verkfalla kemur. Með því að beita sér fyrir því gæti ný ríkisstjórn hæglega sýnt að hún sé tilbúin til að standa við þau stóru orð sem látin voru falla í kosningabaráttunni. Það sem meira er um vert er þó það tækifæri sem ríkisstjórnin hefur til að sýna að hún vilji standa með framtíðinni með því að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum og á sæti í viðræðunefnd KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú stefnir í að kennarar og stjórnendur í fjölmörgum skólum landsins fari í verkfall. Þann 1. febrúar næstkomandi hefjast að óbreyttu verkföll í 14 leikskólum og 7 grunnskólum. Viðbúið er að tveir eða fleiri framhaldsskólar sigli í kjölfarið. Þessi staða er grafalvarleg, en því miður afar fyrirsjáanleg ef saga kjarabaráttu kennara er skoðuð. Þó ekki sé farið lengra aftur í tímann en að síðustu aldamótum sést að verkfallsvopnið hefur verið það eina sem dugað hefur kennurum til að sækja leiðréttingar á kjörum sínum. Markmið okkar kennara og stjórnenda í yfirstandandi viðræðum við viðsemjendur, bæði ríki og sveitarfélög, er að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda milli fólks á opinberum og almennum vinnumörkuðum. Í sjöundu grein samkomulagsins segir að aðilar skuli vinna að því að jafna launamun milli þessara hópa til að vinna á móti þeirri skerðingu á lífeyrisréttindum sem fyrrnefndi hópurinn þurfti að sæta. Nú, þegar tæp níu ár eru liðin frá undirritun samkomulagsins, er staðan sú að þetta hefur ekki verið uppfyllt nema að litlu leyti. Því hafa kennarar þurft að grípa til þess ráðs að taka málið upp við kjarasamningsborðið, eins og þeim er heimilt samkvæmt samkomulaginu. Hvers vegna gengur ekki betur en raun ber vitni að ganga frá málinu? Svarið við þeirri spurningu er í raun einfalt: Það hefur skort vilja af hálfu hins opinbera til að skilgreina þau viðmið sem þarf til að slík leiðrétting geti orðið, til dæmis við hvaða hóp á almennum markaði skuli miðað, hvaða launahugtak skuli stuðst við og hvaða aðferðafræði skuli beitt við jöfnunina. Kennarar hafa sett fram þó nokkrar tillögur að leiðum sem samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa viðstöðulítið hafnað með mis góðum rökum og lýst því yfir að verkefnið sé óvinnandi; flækjustigið sé svo hátt að sá sem fyndi lausnina hlyti fyrir vikið án efa Nóbelsverðlaun í hagfræði. Þetta þykir okkur, kennurum og stjórnendum í skólum landsins, óboðlegur málflutningur. Til þess að dæmið gangi upp þarf einfaldlega að vera til staðar vilji til að leysa málið í stað þess að drepa því á dreif með sífelldri vísun í meintan ómöguleika verkefnisins. Jafnvel má ganga svo langt að segja að vilji sé allt sem þurfi til að koma skipinu í höfn og landa kjarasamningum fyrir kennarastéttina. Það algera viljaleysi hins opinbera sem einkennt hefur samningaviðræðurnar hingað til er ástæða þess að nú stefnir í verkföll kennara. Það er þó ljós í myrkrinu, skíma sem dugað gæti til þess að koma í veg fyrir þann óhjákvæmilega skaða sem verkföll í skólum víða um land valda. Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum, ríkisstjórn flokka sem allir lýstu því yfir í nýyfirstaðinni kosningabaráttu að standa yrði við samkomulagið frá 2016 um jöfnun kjara kennara hvað sem það kostaði. Sjálfur sat ég fund þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, sagði berum orðum að næsta ríkisstjórn yrði að ljúka þessu máli og koma í veg fyrir yfirvofandi verkföll kennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Flokks fólksins og nú Mennta- og barnamálaráðherra, tók í sama streng á fundi í verkfallsmiðstöð kennara Fjölbrautaskólans á Selfossi. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagði í sjónvarpskappræðum daginn fyrir kosningar: „Við styðjum kennara í sínum aðgerðum“. Það er því ljóst að það er vilji ríkisstjórnarinnar að gengið verði frá samningi við kennara og stjórnendur í skólum landsins sem innifelur löngu tímabæra leiðréttingu á launum stéttarinnar og að það verði gert áður en til verkfalla kemur. Með því að beita sér fyrir því gæti ný ríkisstjórn hæglega sýnt að hún sé tilbúin til að standa við þau stóru orð sem látin voru falla í kosningabaráttunni. Það sem meira er um vert er þó það tækifæri sem ríkisstjórnin hefur til að sýna að hún vilji standa með framtíðinni með því að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum og á sæti í viðræðunefnd KÍ.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun